Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 578. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 899  —  578. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um eðlilega og heilbrigða
viðskiptahætti fjármálafyrirtækja


Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hvernig hefur Fjármálaeftirlitið fylgt eftir 2. mgr. 17. gr. laga um fjármálafyrirtæki, þar sem segir að fjármálafyrirtæki skuli framkvæma reglulega álagspróf og skjalfesta forsendur og niðurstöður þeirra?
     2.      Hefur Fjármálaeftirlitið sett reglur um hvað teljist eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir fjármálafyrirtækja eins og það skal gera skv. 1. mgr. 19. gr. laga um fjármálafyrirtæki? Hvernig hljóma reglurnar og hvenær voru þær settar? Ef þær hafa ekki verið settar, af hverju hefur Fjármálaeftirlitið ekki farið að lögum?
     3.      Hafa öll fjármálafyrirtæki uppfyllt ákvæði 4. mgr. 19. gr. laganna um að tilgreina á vefsíðu nöfn og hlutfallslegt eignarhald allra þeirra sem eiga 5% eða stærri hlut í fyrirtækinu? Ef svo er, hverjir eru þeir sem eiga 5% eða stærri hluti í einstökum fjármálafyrirtækjum? Ef ekki, af hverju hefur ákvæðum laganna ekki verið fylgt eftir?
     4.      Hversu oft fer Fjármálaeftirlitið að jafnaði í vettvangsrannsókn til fjármálafyrirtækja, mánaðarlega, á hálfs árs fresti, árlega eða sjaldnar?


Skriflegt svar óskast.