Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 585. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 913  —  585. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um tengsl undirbúnings umsóknar
um aðild að Evrópusambandinu og friðunar svartfugls.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


     1.      Hvenær fékk umhverfisráðuneytið eða stofnanir þess upplýsingar um að lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994, væru í grundvallaratriðum ósamrýmanleg fuglatilskipun Evrópusambandsins?
     2.      Lágu fyrir upplýsingar frá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun um að til að samræmast löggjöf Evrópusambandsins þyrfti að breyta ákvæðum laga nr. 64/1994 þannig að nýting hlunninda gengi ekki framar friðunarákvæði laga þegar starfshópur um svartfugla var starfandi?
     3.      Var starfshópurinn beinlínis stofnaður til að gera tillögu um lagabreytingar sem vitað var að væru nauðsynlegar vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu?
     4.      Hvaða rannsóknir eða upplýsingar eru fyrirliggjandi um að hlunnindanýting hafi afgerandi áhrif á afkomu svartfuglastofna?
     5.      Hvað eru margir svartfuglar veiddir af eigendum hlunninda og hvar?
     6.      Hefur ráðherra upplýsingar um að eigendur hlunninda umgangist þessa auðlind þannig að hætta stafi af?
     7.      Beitir ráðherra þeim úrræðum sem tiltæk eru í lögum til að vernda þessa stofna, t.d. með því að halda í skefjum afræningjum eins og tófu og mink? Ef ekki, af hverju? Hver er þáttur þessa afráns í viðgangi svartfuglastofnsins?