Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 595. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 929  —  595. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um erlend lán hjá Byggðastofnun.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.


     1.      Hvað veitti Byggðastofnun mörgum fyrirtækjum erlend lán 2000–2008 og hvar á landinu eru þau fyrirtæki?
     2.      Hvað hafa margir af þessum lánasamningum verið endurreiknaðir vegna ólöglegs samningsforms?
     3.      Hefur höfuðstóll einhverra erlendra lána Byggðastofnunar verið lækkaður þrátt fyrir að samningar um lánin séu löglegir?
     4.      Telur ráðherra að jafnræðis sé gætt meðal fyrirtækja, t.d. sprotafyrirtækja sem mörg hver höfðu þann eina kost að fjármagna sig í gegnum Byggðastofnun meðan sambærileg sprotafyrirtæki í Reykjavík fjármögnuðu sig í bönkum og þá oft með erlendum lánum?
     5.      Hyggst ráðherra bregðast við með einhverjum hætti ef samningar sem Byggðastofnun gerði eru allir löglegir og ljóst að staða þeirra sem tóku lán hjá stofnuninni og ekki fengið endurútreikning er verri en þeirra sem hafa fengið endurútreikning?