Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 527. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 955  —  527. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um nefndir, ráð,
verkefnisstjórnir og starfshópa.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa hefur ráðuneytið sett á stofn frá alþingiskosningum 2009?
     2.      Hvað sitja margir í framangreindum nefndum? Hvert er hlutverk þeirra, er skipun þeirra samkvæmt heimild eða fyrirmælum í lögum, hver er skipunartíminn og hverjar þeirra hafa lokið störfum? Hver er launakostnaðurinn, sundurliðaður eftir nefndum?
     3.      Hvað hefur hver nefnd marga starfsmenn, hver er launakostnaður þeirra og eru einhverjir starfsmenn þeirra verktakar og ef svo er, hvað heita þeir og hvað hafa þeir fengið greitt úr ríkissjóði?


    Óskað er eftir upplýsingum um það hvaða einstaklingar hafa verið skipaðir, tilnefndir eða valdir með öðrum hætti til setu í þessum nefndum, ráðum, verkefnisstjórnum og starfshópum, hver hafi skipað eða eftir atvikum tilnefnt þá og hvort störfin séu launuð eða ólaunuð.

Almennur fyrirvari.
    Sá hluti fyrirspurnarinnar sem lýtur að starfsmönnum nefnda er túlkaður svo af hálfu ráðuneytisins að þar sé einungis spurt um fasta starfsmenn, þ.e. starfsmenn sem taka að fullu þátt í störfum nefndar og sitja fundi hennar. Er þannig ekki litið svo á að spurt sé um einstaklinga, hvort sem um er að ræða starfsmenn stjórnsýslunnar eða utanaðkomandi verktaka, sem einungis taka að sér að vinna tilfallandi störf fyrir nefnd.

a.
Nefnd til að meta skuldavanda sveitarfélaganna.
    Hinn 21. febrúar 2011 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, nefnd til að meta skuldavanda sveitarfélaganna. Í nefndina voru skipuð Ingvar H. Ragnarsson, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, Eiríkur Benónýsson, tilnefndur af eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga, Elín Árnadóttir, tilnefnd af innanríkisráðuneyti, Hallgrímur Ó. Guðmundsson, tilnefndur af efnahags- og viðskiptaráðuneyti, og Karl Björnsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með stöðu þeirra sveitarfélaga sem eru í brýnustum endurfjármögnunarvanda, fara yfir áætlanir þeirra og leggja mat á þær leiðir sem til greina koma til að forða greiðslufalli sveitarfélaga. Skipunartími nefndarinnar er ótímabundinn. Nefndin hefur ekki lokið störfum. Nefndin er ólaunuð.

b.
Nefnd um málefni lífeyrissjóða sbr. 9. tölulið stöðugleikasáttmálans.
    Hinn 3. febrúar 2010 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, nefnd um málefni lífeyrissjóða, sbr. 9. tölulið stöðugleikasáttmálans. Í nefndina voru skipuð Ágúst Þór Sigurðsson, tilnefndur af félagsmálaráðuneyti, Árni Stefán Jónsson, tilnefndur af BSRB, Gunnar Björnsson, tilnefndur af fjármálaráðherra, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, tilnefndur af SÍS, en núverandi fulltrúi er Karl Björnsson, Gylfi Arnbjörnsson, tilnefndur af ASÍ, Hafdís H. Ólafsdóttir, tilnefnd af fjármálaráðherra, Hannes G. Sigurðsson, tilnefndur af SA, Lilja Sturludóttir, tilnefnd af fjármálaráðherra, Páll Halldórsson, tilnefndur af BHM, Vilhjálmur Egilsson, tilnefndur af SA, Margrét Sæmundsdóttir, tilnefnd af efnahags- og viðskiptaráðuneyti, og Þorbjörn Guðmundsson, tilnefndur af ASÍ. Hlutverk nefndarinnar er í fyrsta lagi að fara yfir og meta kosti og galla núverandi fyrirkomulags og í öðru lagi að safna saman hugmyndum og koma með tillögur um framtíðarskipan lífeyrismála. Skipunartími nefndarinnar er ótímabundinn. Nefndin hefur ekki lokið störfum. Nefndin er ólaunuð. Með nefndinni starfar einn starfsmaður, Halldóra Friðjónsdóttir, henni er ekki greitt sérstaklega fyrir störf sín fyrir nefndina.

c.
Nefnd um mótun heildstæðrar stefnu um framtíðarfyrirkomulag skattlagningar í sjávarútvegi.
    Hinn 14. október 2010 skipaði fjármálaráðherra nefnd um mótun heildstæðrar stefnu um framtíðarfyrirkomulag skattlagningar í sjávarútvegi að eigin frumkvæði. Í nefndina voru skipuð Brynhildur Benediktsdóttir, tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, Helgi Hjörvar, skipaður af forsætisráðuneyti, og Indriði H. Þorláksson, skipaður af fjármálaráðherra, og tekur nefndin mið af verkefnislýsingu sem er að finna í ákvæði til bráðabirgða IX í frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða (þskj. 1475 827. máls á 139. löggjafarþingi) og framvindu vinnunnar við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Skipun nefndarinnar er ekki tímabundinn en ræðst af því verkefni sem henni er falið í tengslum við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Nefndin hefur ekki lokið störfum. Nefndin er ólaunuð. Með nefndinni starfar einn starfsmaður, Davíð Steinn Davíðsson. Starfsmanni nefndarinnar er ekki greitt sérstaklega fyrir störf sín fyrir nefndina.

d.
Nefnd um umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu.
    Hinn 16. september 2009 skipaði fjármálaráðherra, samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar, nefnd um umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu. Í nefndina voru skipuð Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar, Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, tilnefnd af Samtökum á sviði náttúruverndar, en núverandi fulltrúi er Árni Bragason, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, tilnefnd af umhverfisráðherra, Helga Haraldsdóttir, tilnefnd af iðnaðarráðherra, og Ólafur Örn Haraldsson, án tilnefningar. Hinn 30. nóvember 2009 var Guðjón Ragnarsson skipaður í nefndina, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Hlutverk nefndarinnar var að kanna grundvöll þess að leggja á umhverfisgjöld tengd ferðaþjónustu sem renni til uppbyggingar þjóðgarða og annarra fjölsóttra og friðlýstra áningarstaða ferðamanna og til eflingar ferðaþjónustu. Skipunartími nefndarinnar var ótímabundinn. Nefndin hefur lokið störfum. Ólafur Örn Haraldsson þáði laun fyrir setu í nefndinni og var heildarlaunakostnaður 267.064 kr. Með nefndinni starfaði einn starfsmaður, Ögmundur Hrafn Magnússon, honum var ekki greitt sérstaklega fyrir störf sín fyrir nefndina.

e.
Samninganefnd um Icesave (nr. II).
    Hinn 15. febrúar 2010 skipaði fjármálaráðherra, samkvæmt samkomulagi stjórnmálaflokka á Alþingi, samninganefnd um Icesave (nr. II). Í nefndina voru skipaðir Guðmundur Árnason, tilnefndur af fjármálaráðherra, Einar Gunnarsson, tilnefndur af utanríkisráðherra, Jóhannes Karl Sveinsson, tilnefndur af fjármálaráðherra, Lárus Blöndal, tilnefndur af stjórnarandstöðunni, og Lee Buchheit. Hlutverk nefndarinnar var að gera tillögur til lausnar Icesave-málsins, sem byggðust á samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka á Alþingi. Skipunartími nefndarinnar var ótímabundinn. Nefndin hefur lokið störfum. Starfsmenn Stjórnarráðsins sem störfuðu með nefndinni, svo sem ráðuneytisstjórar og starfsmenn fjármála- og utanríkisráðuneytis, fengu ekki sérstaklega greitt fyrir störf sín í nefndinni. Hvað kostnað við nefndina varðar að öðru leyti vísast í svar fjármálaráðherra á Alþingi í apríl sl. við munnlegri fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar, 546. mál á 139. löggjafarþingi, um kostnað við sölu Landsbankans o.fl.

f.
Samráðsnefnd um breytingar og umbætur á skattkerfinu.
    Hinn 23. júní 2010 skipaði fjármálaráðherra, samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar, samráðsnefnd um breytingar og umbætur á skattkerfinu. Í nefndina voru skipuð Almar Guðmundsson, tilnefndur af Félagi atvinnurekenda, Einar Andrésson, tilnefndur af ÖBÍ, Erna Bjarnadóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands, Guðlaug Kristjánsdóttir, tilnefnd af BHM, Hannes G. Sigurðsson, tilnefndur af SA, Helga Jónsdóttir, tilnefnd af BSRB, Helgi Hjörvar, tilnefndur af þingflokki Samfylkingarinnar, Jón Bjarni Gunnarsson, tilnefndur af SI, Jóna Björk Guðnadóttir, tilnefnd af samtökum fjármálafyrirtækja, Kolbrún Halldórsdóttir, tilnefnd af BÍL, Lilja Mósesdóttir, tilnefnd af þingflokki VG, Lísa B. Ingólfsdóttir, tilnefnd af þingflokki Hreyfingarinnar, Oddur S. Jakobsson, tilnefndur af KÍ, og Þórður Magnússon, tilnefndur af Viðskiptaráði Íslands. Hlutverk nefndarinnar er að vera vettvangur upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta fyrir starfshóp um breytingar og umbætur á skattkerfinu. Skipunartími nefndarinnar er ótímabundinn. Nefndin hefur ekki lokið störfum. Nefndin er ólaunuð.

g.
Starfshópur sem endurskoða skal framkvæmd og skipulag Lífeyrissjóðs bænda.
    Hinn 12. maí 2010 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, starfshóp sem endurskoða skal framkvæmd og skipulag Lífeyrissjóðs bænda. Í starfshópinn voru skipuð Hafdís H. Ólafsdóttir, tilnefnd af fjármálaráðherra, Ólafur Friðriksson, tilnefndur af landbúnaðarráðherra, Örn Bergsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands, og Skúli Bjarnason tilnefndur af Lífeyrissjóði bænda. Hlutverk starfshópsins var að endurskoða umgjörð sjóðsins og skipulag, þar á meðal aðkomu ríkissjóðs að sjóðnum. Skipunartími starfshópsins var ótímabundinn. Starfshópurinn hefur lokið störfum. Starfshópurinn var ólaunaður.

h.
Starfshópur til að gera tillögur um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi olíuverðs.
    Hinn 14. mars 2011 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, starfshóp til að gera tillögur um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi olíuverðs. Í starfshópinn voru skipuð Huginn Freyr Þorsteinsson, tilnefndur af fjármálaráðherra, Erla Sigríður Gestsdóttir, tilnefnd af iðnaðarráðherra, Margrét Sæmundsdóttir, tilnefnd af efnahags- og viðskiptaráðherra, Ottó V. Winther, tilnefndur af innanríkisráðherra (í hans stað kom svo inn í nefndina Þorsteinn R. Hermannsson), og Stefán Einarsson, tilnefndur af umhverfisráðherra. Hlutverk starfshópsins var að gera tillögur um möguleg viðbrögð stjórnvalda vegna hækkandi olíuverðs. Skipunartími starfshópsins var ótímabundinn. Starfshópurinn hefur lokið störfum. Starfshópurinn var ólaunaður.

i.
Starfshópur til að kanna hvort hægt sé að reka skaðabótamál á hendur þeim sem valdið hafa ríkinu fjárhagslegu tjóni.
    Hinn 10. desember 2009 skipaði fjármálaráðherra, samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar, starfshóp til að kanna hvort hægt sé að reka skaðabótamál á hendur þeim sem valdið hafa ríkinu fjárhagslegu tjóni. Í starfshópinn voru skipuð Hafdís H. Ólafsdóttir, tilnefnd af fjármálaráðherra, Páll Þórhallsson, tilnefndur af forsætisráðherra, Áslaug Árnadóttir, tilnefnd af efnahags- og viðskiptaráðherra, og Ása Ólafsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðherra. Í upphafi árs 2010 lét Áslaug Árnadóttir af störfum í efnahags- og viðskiptaráðuneyti og var Þóra M. Hjaltested skipuð í hennar stað. Þá sagði Ása Ólafsdóttir sig úr starfshópnum í september 2010 þegar hún lét af aðstoðarmennsku í dómsmála- og mannréttindaráðuneyti. Enginn hefur verið skipaður í hennar stað. Hlutverk starfshópsins er að skoða hvort unnt sé að hefja og reka skaðabótamál á hendur þeim lögaðilum og einstaklingum sem sýna má fram á að hafi valdið ríkinu og almenningi í landinu fjárhagslegu tjóni með athöfnum sínum í aðdraganda og í kjölfar bankahrunsins. Skipunartími starfshópsins er ótímabundinn. Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum. Starfshópurinn er ólaunaður. Með starfshópnum starfar einn starfsmaður, Haraldur Steinþórsson, honum er ekki greitt sérstaklega fyrir störf sín fyrir starfshópinn.

j.
Starfshópur um breytingar og umbætur á skattkerfinu.
    Hinn 23. apríl 2010 skipaði fjármálaráðherra, samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar, starfshóp um breytingar á skattkerfinu. Í starfshópinn voru skipuð Maríanna Jónasdóttir, tilnefnd af fjármálaráðherra, Skúli Eggert Þórðarson, tilnefndur af fjármálaráðherra, Katrín Ólafsdóttir, tilnefnd af félagsmálaráðherra, Arnar Þór Sveinsson, tilnefndur af efnahags- og viðskiptaráðherra, og Ingilín Kristmannsdóttir, tilnefnd af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hlutverk starfshópsins er að móta og setja fram heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu í framhaldi af þeim breytingum sem gerðar voru á skattalöggjöfinni árið 2009. Skipunartími starfshópsins var til ársloka 2010. Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum, en verið er að endurskipa í hann. Starfshópurinn er ólaunaður. Með starfshópnum starfar einn starfsmaður, honum er ekki greitt sérstaklega fyrir störf sín fyrir starfshópinn.

k.
Starfshópur um endurfjármögnun erlendra lána sveitarfélaganna.
    Hinn 1. nóvember 2010 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, starfshóp um endurfjármögnun erlendra lána sveitarfélaganna. Í starfshópinn voru skipaðir Ingvar H. Ragnarsson, tilnefndur af fjármálaráðherra, Eiríkur Benónýsson, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Óttar Guðjónsson, tilnefndur af Lánasjóði sveitarfélaga, og Sturla Pálsson, tilnefndur af Seðlabanka Íslands. Hlutverk starfshópsins var tvíþætt: annars vegar að kortleggja endurgreiðslur erlendra lána á næstu þremur árum, og hins vegar að leggja til leiðir til að tryggja að sveitarfélögum verði kleift að greiða, framlengja eða endurfjármagna erlend lán sín. Skipunartími starfshópsins var ótímabundinn. Starfshópurinn hefur lokið störfum. Starfshópurinn var ólaunaður.

l.
Starfshópur um endurskipulagningu skattstofa.
    Hinn 6. júlí 2009 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, starfshóp um endurskipulagningu skattstofa. Í starfshópinn voru skipaðir af fjármálaráðherra Guðmundur Árnason, Angantýr Einarsson, Skúli Eggert Þórðarson, Sigmundur Stefánsson og Gunnar Karlsson. Hlutverk starfshópsins var að móta tillögur um endurskipulagningu skattumdæma og breytta verkaskiptingu embættis ríkisskattstjóra og skattstofa. Skipunartími starfshópsins var til 15. september 2009. Starfshópurinn hefur lokið störfum. Starfshópurinn var ólaunaður.

m.
Starfshópur um endurskoðun laga nr. 170/2008, um skattlagningu kolvetnisvinnslu.
    Hinn 26. apríl 2010 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, starfshóp um endurskoðun laga nr. 170/2008, um skattlagningu kolvetnisvinnslu. Í starfshópinn voru skipuð Guðmundur Jóhann Árnason, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, Sigurður Guðmundsson, tilnefndur af fjármálaráðuneytinu, Ingvi Már Pálsson, tilnefndur af iðnaðarráðuneyti, Ingvar Rögnvaldsson, tilnefndur af ríkisskattstjóra og Aðalsteinn Hákonarson, tilnefndur af ríkisskattstjóra. Hlutverk starfshópsins var að fara heildstætt yfir lög nr. 170/2008, um skattlagningu kolvetnisvinnslu. Skipunartími starfshópsins var til 1. september 2010. Starfshópurinn hefur lokið störfum, en verið er að huga að endurskipun. Starfshópurinn var ólaunaður. Með starfshópnum starfaði einn starfsmaður, honum var ekki greitt sérstaklega fyrir störf sín fyrir starfshópinn.

n.
Starfshópur um gerð verklagsreglna við innheimtu stimpilgjalda.
    Hinn 9. nóvember 2009 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, starfshóp um gerð verklagsreglna við innheimtu stimpilgjalda. Í starfshópinn voru skipuð Guðmundur Jóhann Árnason, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, Helena Eufemía Snorradóttir, tilnefnd af fjármálaráðuneyti, Bergþóra Sigmundsdóttir, tilnefnd af sýslumanninum í Reykjavík, Kristín Völundardóttir, tilnefnd af sýslumanninum á Ísafirði, Ásta Sólveig Andrésdóttir, tilnefnd af Fasteignaskrá Íslands, og Sigríður Anna Ellerup, tilnefnd af Fasteignaskrá Íslands. Hlutverk starfshópsins var að gefa út samræmdar vinnureglur um framkvæmd laganna til að fá fram einfaldari og réttlátari stjórnsýslu. Skipunartími starfshópsins var til loka janúar 2010. Starfshópurinn hefur lokið störfum. Starfshópurinn var ólaunaður.

o.
Starfshópur um landsumgjörð fyrir samvirkni í rafrænni þjónustu.
    Hinn 14. júní 2010 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, starfshóp um landsumgjörð fyrir samvirkni í rafrænni þjónustu. Í starfshópinn voru skipuð Arnaldur F. Axfjörð, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, Haraldur A. Bjarnason, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, Guðbjörg Sigurðardóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti, Hugi Þórðarson, tilnefndur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Hjörtur Grétarsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Vala Dröfn Hauksdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Jón Ellert Sævarsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins, Sigríður Þórðardóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins, og Þórunn Sigfúsdóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins. Hlutverk starfshópsins er að leiða uppbyggingu umgjarðar og samþykkja fyrstu útgáfu á landsumgjörð um samvirkni. Starfshópurinn skal jafnframt skila tillögum að fyrirkomulagi þessara mála til framtíðar, svo sem um stjórnun, skipulag, fjármögnun, aðild og rekstur. Skipunartími starfshópsins er ótímabundinn. Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum. Starfshópurinn er ólaunaður.

p.
Starfshópur um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
    Hinn 14. mars 2011 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, starfshóp um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Í starfshópinn voru skipuð Gunnar Björnsson, tilnefndur af fjármálaráðherra, Halldóra Friðjónsdóttir, tilnefnd af fjármálaráðherra, Huginn Freyr Þorsteinsson, tilnefndur af fjármálaráðherra, Guðlaug Kristjánsdóttir og Páll Halldórsson, tilnefnd af BHM, Árni Stefán Jónsson og Elín Björg Jónsdóttir, tilnefnd af BSRB, og Oddur S. Jakobsson og Eiríkur Jónsson, tilnefndir af KÍ. Í janúar 2012 hætti Huginn Freyr Þorsteinsson sem fulltrúi í starfshópnum og skipaði fjármálaráðherra Gunnar Tryggvason í hans stað. Hlutverk starfshópsins er að fara yfir stöðu A-deildar og B-deildar lífeyrissjóðsins og koma með tillögur að framtíðarlausnum á vanda þeirra. Skipunartími starfshópsins er ótímabundinn. Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum. Starfshópurinn er ólaunaður.

r.
Starfshópur um mótun áfengisstefnu.
    Hinn 11. nóvember 2010 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, starfshóp um mótun áfengisstefnu. Í starfshópinn voru skipuð Guðmundur Jóhann Árnason, tilnefndur af fjármálaráðherra, Álfheiður Ingadóttir, tilnefnd af fjármálaráðherra, Karl V. Matthíasson, tilnefndur af heilbrigðisráðherra, og Erla. B. Sigurðardóttir, tilnefnd af dómsmála- og mannréttindaráðherra. Hlutverk starfshópsins var að móta áfengisstefnu stjórnvalda til a.m.k. fjögurra ára í samræmi við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Skipunartími starfshópsins var til loka janúar 2011. Starfshópurinn hefur lokið störfum. Starfshópurinn var ólaunaður.

s.
Starfshópur um skattlagningu afleiðuviðskipta.
    Hinn 13. september 2011 skipaði fjármálaráðherra, samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar, starfshóp um skattlagningu afleiðuviðskipta. Í starfshópinn voru skipuð Ingibjörg Helga Helgadóttir, tilnefnd af fjármálaráðherra, Jón Ásgeir Tryggvason, tilnefndur af ríkisskattstjóra, Friðgeir Sigurðsson, tilnefndur af Viðskiptaráði, Hannes G. Sigurðsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins, og Ingibjörg Árnadóttir, tilnefnd af Samtökum atvinnulífsins. Hlutverk starfshópsins er að kynna sér reglur um skattlagningu afleiðuviðskipta í helstu viðskiptalöndum okkar og taka saman greinargerð um efnið ásamt tillögum að lagabreytingum. Skipunartími starfshópsins var til loka janúar 2012. Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum. Með starfshópnum starfar einn starfsmaður, Margrét Ágústa Sigurðardóttir, henni er ekki greitt sérstaklega fyrir störf sín fyrir starfshópinn.
t.
Starfshópur um skipulag fasteigna-, framkvæmda- og innkaupamála.
    Hinn 23. nóvember 2010 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, starfshóp um skipulag fasteigna-, framkvæmda- og innkaupamála. Í starfshópinn voru skipuð Angantýr Einarsson, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, Hafsteinn S. Hafsteinsson, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, Óskar Valdimarsson, tilnefndur af Framkvæmdasýslu ríkisins, Júlíus S. Ólafsson, tilnefndur af Ríkiskaupum, og Snævar Guðmundsson, tilnefndur af Fasteignum ríkissjóðs. Hlutverk starfshópsins er í fyrsta lagi að kanna kosti þess að sameina Ríkiskaup, Framkvæmdasýslu ríkisins og Fasteignir ríkissjóðs í eina eða tvær stofnanir, í öðru lagi að kanna kosti þess að færa til sameinaðrar stofnunar, að hluta til eða að öllu leyti, umsýslu fasteigna ríkisins sem eru í umsjón annarra aðila ríkisins en Fasteigna ríkissjóðs og í þriðja lagi að vinna tillögur að almennri stefnumörkun ríkisins í mannvirkja- og framkvæmdamálum til framtíðar. Skipunartími starfshópsins er ótímabundinn. Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum. Starfshópurinn er ólaunaður. Með starfshópnum starfar einn starfsmaður, Pétur Berg Matthíasson, honum er ekki greitt sérstaklega fyrir störf sín fyrir starfshópinn.

u.
Starfshópur um þunna eiginfjármögnun.
    Hinn 13. september 2011 skipaði fjármálaráðherra, samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar, starfshóp um þunna eiginfjármögnun. Í starfshópinn voru skipuð Guðrún Þorleifsdóttir, tilnefnd af fjármálaráðuneyti, núverandi fulltrúi er Margrét Ágústa Sigurðardóttir, Jón Ásgeir Jóhannesson, tilnefndur af ríkisskattstjóra, Jón Elvar Guðmundsson, tilnefndur af Viðskiptaráði, Hannes G. Sigurðsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins og Alexander G. Eðvarðsson, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins. Hlutverk starfshópsins er að kynna sér reglur um efnið í helstu viðskiptalöndum okkar og taka saman greinargerð um efnið ásamt tillögum að lagabreytingum. Skipunartími starfshópsins var til loka janúar 2012. Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum. Starfshópurinn er ólaunaður.

v.
Stýrihópur um útfærslu aðhalds- og sparnaðaraðgerða haustið 2009.
    Hinn 17. september 2009 skipaði fjármálaráðherra, samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar, stýrihóp um útfærslu aðhalds- og sparnaðaraðgerða haustið 2009. Í stýrihópinn voru skipuð Þórhallur Arason, tilnefndur af fjármálaráðherra, Gunnar Björnsson, tilnefndur af fjármálaráðherra, Eyþór Benediktsson, tilnefndur af fjármálaráðherra, Ingþór Karl Eiríksson, tilnefndur af fjármálaráðherra, Lárus H. Bjarnason, tilnefndur af Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, og Ásta Valdimarsdóttir, tilnefnd af Félagi forstöðumanna ríkisstofnana. Hlutverk stýrihópsins er að halda utan um aðhalds- og sparnaðaraðgerðir og aðstoða stofnanir og ráðuneyti við útfærslu þeirra. Skipunartími stýrihópsins er ótímabundinn. Stýrihópurinn hefur ekki lokið störfum. Stýrihópurinn er ólaunaður.
x.
Stýrinefnd um endurskoðun laga um fjárreiður ríkisins.
    Hinn 30. nóvember 2011 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, stýrinefnd um endurskoðun laga um fjárreiður ríkisins. Í stýrinefndina voru skipuð Guðmundur Árnason, tilnefndur af fjármálaráðuneytinu, Gunnar H. Hall, tilnefndur af Fjársýslu ríkisins, Karl Björnsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Maríanna Jónasdóttir, tilnefnd af fjármálaráðuneytinu, Nökkvi Bragason, tilnefndur af fjármálaráðuneytinu, Ólafur Elfar Sigurðsson, tilnefndur af fjárlaganefnd (áheyrnarfulltrúi), Ólafur Hjálmarsson, tilnefndur af Hagstofu Íslands, Ragnhildur Arnljótsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneytinu, Sigurður Rúnar Sigurjónsson, tilnefndur af fjárlaganefnd (áheyrnarfulltrúi), Sveinn Arason, tilnefndur af Ríkisendurskoðun, og Þórhallur Arason, tilnefndur af fjármálaráðuneytinu. Hlutverk stýrinefndarinnar er að endurmeta með heildstæðum hætti form og efni gildandi laga og leggja til meginbreytingar á efni þeirra. Skipunartími stýrinefndarinnar er til 30. maí 2012. Stýrinefndin hefur ekki lokið störfum. Stýrinefndin er ólaunuð. Með stýrinefndinni starfar einn starfsmaður, Ólafur Reynir Guðmundsson, honum er ekki greitt sérstaklega fyrir störf sín fyrir stýrinefndina.

y.
Verkefnisstjórn um stefnumótun og undirbúning að kynjaðri hagstjórn.
    Hinn 29. apríl 2009 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði, verkefnisstjórn um stefnumótun og undirbúning að kynjaðri hagstjórn. Í verkefnisstjórnina voru skipuð Maríanna Jónasdóttir, tilnefnd af fjármálaráðuneyti, Hugrún R. Hjaltadóttir, tilnefnd af Jafnréttisstofu, Ingi Valur Jóhannsson, tilnefndur af félagsmálaráðuneyti, og Silja Bára Ómarsdóttir, tilnefnd af Háskóla Íslands. Hlutverk verkefnisstjórnarinnar er að innleiða leikreglur kynjaðrar fjárlagagerðar og stuðla þannig að því að samþætta jafnréttisstefnu ríkisstjórnarinnar við efnahagsstefnu hennar. Skipunartími verkefnisstjórnarinnar er ótímabundinn. Verkefnisstjórnin er enn starfandi og var endurskipuð hinn 6. febrúar 2012 út árið 2014. Hana skipa nú Halldóra Friðjónsdóttir, tilnefnd af fjármálaráðuneyti, Hugrún R. Hjaltadóttir, tilnefnd af Jafnréttisstofu, Björg Fenger, tilnefnd af velferðarráðuneyti, Hildur Jónsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti, og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, tilnefndur af RIKK. Verkefnisstjórnin er ólaunuð. Með núverandi verkefnisstjórn starfar einn starfsmaður, Katrín Anna Guðmundsdóttir, henni er ekki greitt sérstaklega fyrir störf sín fyrir verkefnisstjórnina.

z.
Viðræðunefnd við lífeyrissjóði um fjármögnun framkvæmda.
    Hinn 26. júní 2009 skipaði fjármálaráðherra, samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar, viðræðunefnd við lífeyrissjóði um fjármögnun framkvæmda. Í viðræðunefndina voru skipuð Þórhallur Arason, tilnefndur af fjármálaráðherra, Álfheiður Ingadóttir, skipuð án tilnefningar, Ingimar Jóhannsson, tilnefndur af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Skarphéðinsson, tilnefndur af iðnaðarráðherra, Hreinn Haraldsson, tilnefndur af samgönguráðherra, Skúli Helgason, tilnefndur af forsætisráðherra, og Vilborg Hauksdóttir, tilnefnd af heilbrigðisráðherra. Hlutverk viðræðunefndarinnar var að ræða við fulltrúa lífeyrissjóða um fjármögnun ýmissa framkvæmda sem eru eða kunna að vera framundan á næstu árum. Skipunartími viðræðunefndarinnar er ótímabundinn. Viðræðunefndin hefur lokið störfum. Viðræðunefndin var ólaunuð. Með nefndinni starfaði einn starfsmaður, honum var ekki greitt sérstaklega fyrir störf sín fyrir nefndina.

þ.
Vinnuhópur um vistvæn innkaup.
    Hinn 13. nóvember 2009 skipaði fjármálaráðherra, samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar, vinnuhóp um vistvæn innkaup. Í vinnuhópinn voru skipuð Egill Tryggvason, tilnefndur af fjármálaráðherra, en núverandi fulltrúi er Guðrún Ögmundsdóttir, Anne Maria Sparf, tilnefnd af Umhverfisstofnun, en núverandi fulltrúi er Elva Rakel Jónsdóttir, og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir, tilnefnd af Ríkiskaupum. Hlutverk vinnuhópsins er að vinna að verkefnum og ráðgjöf við innleiðingu vistvænna innkaupa hjá ríkisstofnunum. Skipunartími vinnuhópsins er ótímabundinn. Vinnuhópurinn hefur ekki lokið störfum. Vinnuhópurinn er ólaunaður.

æ.
Vinnuhópur varðandi fjárhagsleg samskipti ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands og verklag á stýringu á erlendum lánum ríkissjóðs.
    Hinn 23. febrúar 2012 skipaði fjármálaráðherra, að eigin frumkvæði og í samráði við Seðlabanka Íslands, vinnuhóp varðandi fjárhagsleg samskipti ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands og verklag á stýringu á erlendum lánum ríkissjóðs. Í vinnuhópinn voru skipuð Þórhallur Arason, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, Ingvar H. Ragnarsson, tilnefndur af fjármálaráðuneyti, Sturla Pálsson, tilnefndur af Seðlabanka Íslands, og Kristín Hannesardóttir, tilnefnd af Seðlabanka Íslands. Hlutverk vinnuhópsins er að fara yfir fjárhagsleg samskipti ríkissjóðs og Seðlabanka Íslands og verklag á stýringu á erlendum lánum ríkissjóðs. Skipunartími vinnuhópsins er ótímabundinn. Vinnuhópurinn hefur ekki lokið störfum. Vinnuhópurinn er ólaunaður.