Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 531. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 957  —  531. mál.




Svar



sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur
um nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa hefur ráðuneytið sett á stofn frá alþingiskosningum 2009?
     2.      Hvað sitja margir í framangreindum nefndum? Hvert er hlutverk þeirra, er skipun þeirra samkvæmt heimild eða fyrirmælum í lögum, hver er skipunartíminn og hverjar þeirra hafa lokið störfum? Hver er launakostnaðurinn, sundurliðaður eftir nefndum?
     3.      Hvað hefur hver nefnd marga starfsmenn, hver er launakostnaður þeirra og eru einhverjir starfsmenn þeirra verktakar og ef svo er, hvað heita þeir og hvað hafa þeir fengið greitt úr ríkissjóði?
    Óskað er eftir upplýsingum um það hvaða einstaklingar hafa verið skipaðir, tilnefndir eða valdir með öðrum hætti til setu í þessum nefndum, ráðum, verkefnisstjórnum og starfshópum, hver hafi skipað eða eftir atvikum tilnefnt þá og hvort störfin séu launuð eða ólaunuð.


Fastanefndir.

Stjórn Bjargráðasjóðs. (Skipuð 17. nóvember 2010 til fjögurra ára.)
    Samkvæmt lögum um Bjargráðasjóð, nr. 49/2009, skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipa sjóðnum þriggja manna stjórn til fjögurra ára í senn og jafnmarga til vara.
    Stjórnina skipa:
          Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri, varamaður Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
    Aðrir stjórnarmenn, tilnefndir af Bændasamtökum Íslands, eru:
          Jóhannes Sigfússon bóndi, Gunnarsstöðum, og Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og eru varamenn þeirra Sveinn Ingvarsson bóndi, Reykjahlíð, og Karl Kristjánsson bóndi, Kambi.

Stjórn AVS. (Skipuð 17. september 2009.)
    AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi starfar á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. AVS rannsóknasjóður veitir styrki til rannsókna- og þróunarverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. Skammstöfunin AVS er einmitt til komin af orðunum „aukið verðmæti sjávarfangs“ en styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis. Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.
    Stjórn sjóðsins forgangsraðar tillögum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um styrki til rannsókna í þágu verkefna sem auka verðmæti sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni sjávarútvegsins.
    Stjórnina skipa:
          Dr. Ágústa Guðmundsdóttir,
          Friðrik Jón Arngrímsson,
          Hólmgeir Jónsson,
          Jóhanna María Einarsdóttir,
          Lárus Ægir Guðmundsson,
          dr. Jónas Jónasson og
          Pétur Bjarnason (til 16.5.2011).

Erfðanefnd landbúnaðarins. (Skipuð 4. janúar 2010 til þriggja ára.)
    Erfðanefnd landbúnaðarins starfar skv. 16. gr. búnaðarlaga, nr. 70/1998, og skal hún skipuð til þriggja ára í senn.
    Erfðanefndina skipa:
          Skúli Skúlason, rektor á Hólum, sem jafnframt er formaður, skipaður án tilnefningar,
          Áslaug Helgadóttir prófessor og
          Emma Eyþórsdóttir dósent, tilnefndar af Landbúnaðarháskóla Íslands.
          Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands.
          Trausti Baldursson líffræðingur, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands.
          Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Mógilsá, tilnefndur af Skógrækt ríkisins.
          Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur, tilnefndur af Veiðimálastofnun.
    Varafulltrúar eru eftirfarandi í sömu röð:
          Sigríður Bjarnadóttir ráðunautur, Hólsgerði, 601 Akureyri.
          Jón Hallsteinn Hallsson lektor og
          Þorvaldur Kristjánsson sérfræðingur, Landbúnaðarháskóla Íslands.
          Magnús Ágústsson ráðunautur, Bændasamtökum Íslands.
          Svenja Neele Verena Auhage líffræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands.
          Hrefna Jóhannesdóttir skógfræðingur, Skógrækt ríkisins.
          Eik Elfarsdóttir líffræðingur, Veiðimálastofnun.
    Ekki er greitt fyrir störf í nefndinni.

Matsnefnd um lax- og silungsveiði. (Skipuð 23. maí 2011 til fjögurra ára.)
    Samkvæmt 44. gr. laga nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum, sbr. lög nr. 47/2011, skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipa þrjá menn í matsnefnd til fjögurra ára í senn, einn án tilnefningar sem skal jafnframt vera formaður nefndarinnar, einn samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands veiðifélaga. Varamenn skal skipa með sama hætti.
    Nefndina skipa:
          Hulda Rós Rúriksdóttir hrl., formaður, skipuð án tilnefningar,
         til vara Stefán Ólafsson hrl.
          Ásgeir Magnússon, tilnefndur af Hæstarétti Íslands,
         til vara Ragnheiður Harðardóttir.
          Magnús Ólafsson, tilnefndur af Landssambandi veiðifélaga,
         til vara Þorgils Torfi Jónsson.
    Veiðifélög bera kostnað af matsstörfum nefndarinnar.

Starfsnefndir.
Vinnuhópur um betri nýtingu húsdýraáburðar. (Skipaður 30. apríl 2009. Lauk störfum og skilaði skýrslu til ráðherra snemma á sl. ári.)
    Vinnuhópur skipaður til að meta og gera tillögur um hvernig bæta megi nýtingu á húsdýraáburði, einkum svínaskít hér á landi. Hópurinn á að starfa í tengslum við vinnuhóp sem stofnaður er til að meta og gera tillögur um hvernig bæta megi nýtingu á lífrænum úrgangi sem fellur til við matvælavinnslu hér á landi.
    Vinnuhópinn skipuðu:
          Kristinn Hugason deildarstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, formaður.
          Borgar Bragason ráðunautur og
          Guðbrandur Brynjúlfsson á Brúarlandi, tilnefndir af BÍ.
          Valgeir Bjarnason, tilnefndur af Matvælastofnun.
    Vinnuhópurinn var ólaunaður.

Starfshópur um stjórn fiskveiða. (Skipaður 1. júlí 2009. Starfshópurinn lauk störfum á síðasta ári með skýrslu til ráðherra.)
    Starfshópur til að endurskoða lög um fiskveiðistjórnun í heild með vísan til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.
    Í starfshópnum störfuðu:
    Fulltrúar stjórnmálaflokka:
          Guðbjartur Hannesson alþingismaður, formaður hópsins, og
          Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri, fulltrúar Samfylkingarinnar.
          Björn Valur Gíslason og
          Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismenn, fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.
          Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, fulltrúi Framsóknarflokksins.
          Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
          Finnbogi Vikar, fulltrúi Borgarahreyfingarinnar.
    Fulltrúar hagsmunasamtaka:
          Björn Erlendsson, stjórnarmaður hjá Samtökum eigenda sjávarjarða (kom í nefndina 4.2.2010).
          Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.
          Adolf Guðmundsson formaður og
          Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka íslenskra útvegsmanna.     
          Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda.
          Sigrún B. Jakobsdóttir bæjarfulltrúi, fulltrúi Samtaka íslenskra sveitarfélaga.
          Erla Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri, fulltrúi Samtaka fiskvinnslustöðva.
          Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
          Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
          Aðalsteinn Baldursson, formaður matvælasviðs Starfsgreinasambands Íslands.     
          Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna.     
          Sesselja Bjarnadóttir, sérfræðingur í umhverfisráðuneyti, kom í hópinn 23. september 2009.     
    Starfshópurinn var ólaunaður en tveir starfsmenn ráðuneytisins unnu fyrir hann, auk þess sem keypt var umtalsverð sérfræðivinna.

Starfshópur um veiðiráðgjöf og nýtingu sjávarauðlinda. (Skipaður 2. júlí 2009 ótímabundið.)
    Ráðgefandi starfshópur skipaður með vísan til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um veiðiráðgjöf og nýtingu sjávarauðlinda og ástand í lífríki sjávar.
    Starfshópinn skipa:
          Björn Valur Gíslason, skipstjóri og alþingismaður, formaður,
          Alexander Kristinsson, útgerðarmaður, Rifi,
          dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, stofnerfðafræðingur og sviðsstjóri, Matís,
          Guðmundur Hólm Indriðason útgerðartæknir, Ísafjarðarbæ.
    Ekki er greidd þóknun til fulltrúa en ráðuneytið greiðir ferðakostnað þeirra.

Vinnuhópur um endurskoðun jarðalaga. (Skipaður 21. ágúst 2009. Vinnuhópurinn lauk störfum á síðasta ári með skýrslu til ráðherra.)
    Vinnuhópur til að endurskoða jarða- og ábúðarlög í þeim tilgangi að stuðla að skynsamlegri landnýtingu með tilliti til fæðuöryggis þjóðarinnar og eflingar búsetu í sveitum landsins.
    Vinnuhópinn skipuðu:
          Atli Gíslason alþingismaður, formaður (leystur frá störfum að eigin ósk 19.03.2010),
          Ásmundur E. Daðason alþingismaður,
          Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ (tók við formennsku í nefndinni),
          Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri BÍ,
          Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður (skipuð í hópinn 7. september),
          Jóhannes Sigfússon bóndi, Gunnarsstöðum, Þistilfirði,
          Stefán Ólafsson hrl., Blönduósi, skipaður 19. mars 2010.
    Stefán Ólafsson fékk 700.000 kr. fyrir sérfræðivinnu vegna jarðalaganna.
    Með vinnuhópnum störfuðu Sigurður Þráinsson skrifstofustjóri, Arnór Snæbjörnsson lögfræðingur og Óskar Páll Óskarsson lögfræðingur, starfsmenn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, ólaunaðir

Starfshópur um mat á rekstrarfyrirkomulagi MATÍS. (Skipaður 7. september 2009. Starfshópurinn hefur lokið störfum og var ólaunaður.)
    Starfshópur til að meta kosti og galla núverandi rekstrarfyrirkomulags MATÍS.
    Starfshópurinn var þannig skipaður:
          Baldur P. Erlingsson, lögfræðingur SLR, sem jafnframt er formaður,
          Sjöfn Ingólfsdóttir, fyrrverandi varaformaður BSRB,
          Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri MATÍS, og
          Franklín Georgsson, sviðsstjóri MATÍS.

Nefnd um bætta nýtingu lífræns úrgangs. (Skipuð 3. september 2009. Nefndin var ólaunuð og lauk störfum og skilaði ráðherra skýrslu snemma á sl. ári.)
    Starfshópur skipaður til að meta og gera tillögur um hvernig bæta megi nýtingu á lífrænum úrgangi sem fellur til við matvælavinnslu hér á landi. Tilefnið m.a. ályktun sem samþykkt var á búnaðarþingi en hún fól í sér að huga skyldi sérstaklega að því hvernig skjóta mætti styrkari stoðum undir fóðuröflun fyrir loðdýraræktina.
    Starfshópinn skipuðu:
          Kristinn Hugason, deildarstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, formaður     ,
          Einar E. Einarsson, loðdýraræktarráðunautur BÍ,
          Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS,
          Kjartan Hreinsson sérgreinadýralæknir frá Matvælastofnun,
          Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður umhverfismála hjá SI,
          Bragi Bergvinsson tæknifræðingur, starfsmaður SF,
          Sigurbjörg Sæmundsdóttir, sérfræðingur í umhverfisráðuneyti.

Starfshópur til að meta starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða. (Skipaður 18. september 2009. Starfshópurinn var ólaunaður, hefur lokið störfum og skilað áliti sínu til ráðherra.)
    Starfshópur skipaður í samræmi við viljayfirlýsingu í tengslum við undirritun á breytingu á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá 12. mars 2002.
    Starfshópinn skipuðu:
          Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri MATÍS, sem jafnframt er formaður,
          Georg Ottósson garðyrkjubóndi, Undirheimum, Flúðum,
          Sigurlaug S. Angantýsdóttir garðyrkjubóndi, Heiðmörk, Biskupstungum,
          Hanna Dóra Másdóttir deildarsérfræðingur, iðnaðarráðuneytinu,
          Karólína Gunnarsdóttir garðyrkjubóndi, Akri, Biskupstungum,
    Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, og Pétur Grétarsson hagfræðingur, Byggðastofnun, unnu fyrir hópinn, ólaunaðir.

Starfshópur um eflingu svínaræktar. (Skipaður 8. október 2009. Nefndin hefur lokið störfum og skilað skýrslu til ráðherra.)
    Starfshópur um eflingu svínaræktar með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna hvað varðar fæðuöryggi, fóðuröflun og umhverfissjónarmið.
    Starfshópinn skipuðu:
          Björn Halldórsson bóndi, Akri, Vopnafirði, formaður,
          Guðbrandur Brynjúlfsson bóndi, Brúarlandi, Borgarbyggð, og
          Hörður Harðarson bóndi, Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, tilnefndir af Svínaræktarfélagi Íslands,
          Björn Steinbjörnsson dýralæknir, tilnefndur af Matvælastofnun, og
          Grétar Hr. Harðarson dýralæknir, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands.
    Starfsmaður hópsins var Níels Árni Lund, skrifstofustjóri, ólaunaður.
    Formaður nefndarinnar fékk greiddar 395.500 kr. fyrir sín störf.

Nefnd um eflingu kornræktar. (Skipuð 16. október 2009. Nefndin var ólaunuð og lauk störfum á síðasta ári með skýrslu til ráðherra.)
    Nefnd til að vinna áætlun um hvernig staðið verði að eflingu kornræktar á Íslandi. Verkefnið fólst í því að yfirfara tillögur ráðgjafastofunnar Intellecta um sama mál og vinna framkvæmdaáætlun á þeim grunni.
    Nefndina skipuðu:
          Þorsteinn Tómasson skrifstofustjóri, formaður,
          Sveinn Ingvarsson bóndi,
          Hörður Harðarson bóndi,
          Áslaug Helgadóttir prófessor,
          Jónatan Hermannsson tilraunastjóri,
          Bergþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri,
          Eyjólfur Sigurðsson framkvæmdastjóri og
          Ólafur Eggertsson bóndi.

Starfshópur um eflingu alifuglaræktar. (Skipaður 19. janúar 2010. Nefndin hefur lokið störfum og skilað skýrslu til ráðherra.)
    Starfshópur um eflingu alifuglaræktar með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna hvað varðar fæðuöryggi, fóðuröflun og umhverfissjónarmið.
    Starfshópinn skipuðu:
          Björn Halldórsson bóndi, Akri, Vopnafirði, formaður,
          Birgitte Brugger dýralæknir, MAST,
          Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent LBHÍ,
          Skúli Einarsson, formaður Félags kjúklingabænda,
          Þorsteinn Sigmundsson, formaður Félags eggjaframleiðenda.
    Níels Árni Lund skrifstofustjóri var verkefnisstjóri hópsins, ólaunaður.
    Nefndin var ólaunuð en formaður fékk 412.500 kr. fyrir sín störf.

Starfshópur um endurskoðun reglugerðar um aðbúnað nautgripa. (Skipaður. 28. apríl 2010. Starfshópurinn var ólaunaður og hefur lokið störfum með skýrslu til ráðherra.)
    Starfshópur skipaður til að endurskoða reglugerð nr. 438/2002 um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra. Reglur um útivist nautgripa eru ekki nægilega skýrar og er hópnum sérstaklega falið að yfirfara þær ásamt öðru því í reglugerðinni sem hópurinn telur að færa megi til betri vegar.
    Starfshópinn skipa:
          Sigurborg Daðadóttir, forstöðumaður MAST, formaður,
          Guðný Helga Björgvinsdóttir bóndi,
          Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri, LBHÍ.

Starfshópur um stöðu lífræns landbúnaðar. (Skipaður 14. maí 2010. Starfshópurinn var ólaunaður, hefur lokið störfum og skilað áliti sínu til ráðherra.)
    Starfshópur til að meta stöðu lífræns landbúnaðar á Íslandi og hvernig best verði staðið að þróun hans með tilliti til framleiðslu- og markaðsaðstæðna og í ljósi stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Hópnum er ætlað að taka saman yfirlit yfir lífrænt vottaða framleiðslu mismunandi afurða, sem framleiddar eru hér á landi, meta markaðsstöðuna og frekari sóknarfæri fyrir innlendar lífrænt vottaðar búvörur og gera tillögur um ráðstöfun sérstaks framlags til lífrænnar ræktunar samkvæmt fjárlögum 2010 að upphæð 4,5 millj. kr.
    Í hópnum störfuðu:
          Ólafur Dýrmundsson, Bændasamtökum Íslands,
          Guðni Einarsson bóndi, Þórisholti, Mýrdal,
          Guðríður Helgadóttir forstöðumaður, Landbúnaðarháskóla Íslands,
          Helga Þórðardóttir bóndi, Mælifellsá, Skagafirði, og
          Sigurður Jóhannesson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
    Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, var starfsmaður hópsins, ólaunaður.

Nefnd til að gera úttekt á lögum og reglum um framkvæmdir og athafnir við strendur landsins. (Skipuð 28. september 2010. Nefndin var ólaunuð, hefur lokið störfum og skilað skýrslu til ráðherra.)
    Nefnd til að gera úttekt á þeim lögum og reglum sem gilda um framkvæmdir og athafnir með ströndum landsins og í efnahagslögsögunni, meta þörf fyrir skýrari reglur þar um og hvort ástæða sé til að setja löggjöf um skipulag strandsvæða. Nefndin skipuð í samræmi við minnisblað sem afgreitt var af ríkisstjórninni.
    Nefndin er þannig skipuð:
          Ásta Einarsdóttir lögfræðingur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, formaður,     
          Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps,
          Lárus M.K. Ólafsson, yfirlögfræðingur á skrifstofu Orkustofnunar,
          Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur á sveitarstjórnarskrifstofu,
          Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson, lögfræðingur hjá Skipulagsstofnun.
    Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir deildarstjóri, Fiskistofu mun starfa með nefndinni.

Samráðshópur um nýtingu nytjafiska. (Skipaður 16. nóvember 2010. Samráðshópurinn var ólaunaður og lauk störfum og skilaði skýrslu til ráðherra vorið 2011.)
    Samráðshópur um nýtingu nytjafiska.
    Hópinn skipa:
          Skúli Skúlason, fulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
          Daði Már Kristófersson, fulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
          Sveinn Kári Valdimarsson, fulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
          Örn Pálsson, fulltrúi Landssambands smábátaeigenda,
          Kristján Þórarinsson, fulltrúi LÍÚ,
          Einar Hjörleifsson, fulltrúi Hafrannsóknastofnunarinnar,
          Jóhann Sigurjónsson, fulltrúi Hafrannsóknastofnunarinnar,
          Árni Bjarnason, fulltrúi Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.

Vinnuhópur um bætta nýtingu bolfisks. (Skipaður 17. nóvember 2010. Vinnuhópurinn var ólaunaður og hefur lokið störfum með skýrslu til ráðherra.)
    Vinnuhópur sem fara á yfir tillögur sem lagðar voru fram í skýrslu starfshóps á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um bætta nýtingu bolfisks.
    Vinnuhópinn skipa:
          Gunnar Tómasson frá SF,
          Hrefna Karlsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, og
          Sveinn Margeirsson, Matís ohf.

Vinnuhópur um eflingu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. (Skipaður 12. apríl 2011. Lauk störfum á síðasta ári með skýrslu til ráðherra.)
    Vinnuhópur til að skoða leiðir til þess að tryggja að landbúnaður, líkt og aðrar atvinnugreinar, hafi yfir að ráða öflugum þróunarsjóði með traustan tekjustofn og fjárhag.
    Vinnuhópinn skipuðu:
          Björn Halldórsson formaður,
          Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir,
          Jóhannes Ævar Jónsson, tilnefndur af Sláturleyfishöfum og SAM,
         varamaður Sigurður Jóhannesson,
          Sveinn Ingvarsson, tilnefndur af BÍ,
          Erna Bjarnadóttir, tilnefnd af BÍ.
    Starfsmaður og ritari vinnuhópsins var Níels Árni Lund, ólaunaður.
    Vinnuhópurinn var ólaunaður en formaður fékk 300.000 kr. fyrir sín störf.

Samráðshópur um að efla tengsl LBHÍ og atvinnugreinanna. (Skipaður 11. apríl 2011. Samráðshópurinn var ólaunaður, hefur lokið störfum og skilað skýrslu til ráðherra.)
    Samráðshópur fulltrúa atvinnugreinarinnar, Landbúnaðarháskólans og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis til að efla tengsl atvinnugreinarinnar og rannsóknastarfsins. Árið 2008 var Landbúnaðarháskóli Íslands, sem gegnir veigamiklu hlutverki í atvinnuvegatengdum rannsóknum, nýsköpun og þróun, færður frá ráðuneyti landbúnaðar til menntamálaráðuneytis. Með það að markmiði að halda nánum tengslum við rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarstarf í þágu landbúnaðar var gerður samningur milli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og Landbúnaðarháskóla Íslands um þjónustu á sviði rannsókna, þróunarvinnu og sérhæfðrar ráðgjafar.
    Í samráðshópnum eru:
          Magnús B. Jónsson formaður,
          Dorothee Katrin Lubecki,
          Áslaug Helgadóttir, tilnefnd af LBHÍ,
          Jóhannes Sveinbjörnsson, tilnefndur af LBHÍ,
          Gunnar Guðmundsson, tilnefndur af BÍ,
          Guðný Helga Björnsdóttir, tilnefnd af BÍ,
    Þorsteinn Tómasson, skrifstofustjóri mun starfa með samráðshópnum.

Starfshópur um álit umboðsmanns Alþingis. (Skipaður 22. ágúst 2011. Starfshópurinn var ólaunaður, hefur lokið störfum og skilaði áliti til ráðherra í desember 2011.)
    Starfshópur til að fjalla um álit umboðsmanns frá 18. júlí sl. í máli nr. 6070/2010, þar sem umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að heimildir sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eru veittar til ákvörðunar um álagningu tolla samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 5. gr. tollalaga, nr. 88/2005, og 3. mgr. 12. gr. sömu laga, sbr. 65. gr. A laga nr. 99/1993, um verðlagningu og sölu á búvörum, væru ekki í samræmi við kröfur um skattlagningarheimildir sem leiða af ákvæðum 40. gr. og 1. mgr. 77. gr. stjórnarskrár. Þá var starfshópnum falið að gera tillögur að breytingum á tilvitnuðum ákvæðum, að teknu tilliti til athugasemda umboðsmanns og þeirra þjóðréttarlegu skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist.
    Starfshópinn skipuðu:
          Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, formaður,
          Ágúst Geir Ágústsson skrifstofustjóri, forsætisráðuneyti,
          Lilja Sturludóttir lögfræðingur, fjármálaráðuneyti,
          Bergþór Magnússon deildarstjóri, utanríkisráðuneyti,
          Kjartan Gunnarsson skrifstofustjóri, efnahags- og viðskiptaráðuneyti.

Starfshópur um styrkingu holdanautastofns á Íslandi. (Skipaður 15. september 2011. Starfshópurinn er ólaunaður og er enn að störfum.)
    Starfshópur sem hefur það hlutverk að gera tillögur um hvernig standa megi að því að endurnýja og styrkja holdanautastofn á Íslandi.
    Nefndina skipa:
          Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir formaður, skipuð án tilnefningar,
          Auður Lilja Arnþórsdóttir sóttvarnadýralæknir, skipuð að tillögu Matvælastofnunar,
          Magnús B. Jónsson ráðunautur, skipaður að tilnefningu Bændasamtaka Íslands,
          Snorri Örn Hilmarsson, formaður Félags nautakjötsframleiðenda, skipaður að tilnefningu Bændasamtaka Íslands.
Starfshópur til að styrkja nýliðun í mjólkurframleiðslu. (Skipaður 30. desember 2011. Starfshópurinn var ólaunaður og lauk störfum 22. febrúar 2012 með bréfi til ráðherra.)
    Starfshópur til að fylgja eftir nýsettri reglugerð „um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2012“, þar er m.a. ákvæði í 11. gr. um ráðstöfun fjár til nýliðunar í stétt mjólkurframleiðenda.
    Í starfshópnum voru:
          Helgi Haukur Hauksson, formaður starfshópsins,
          Guðmundur Sigþórsson, fyrrverandi skrifstofustjóri,
    Aðrir í hópnum voru:
          Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna,
          Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda,
    BÍ og LK báru kostnað vegna sinna fulltrúa í starfshópnum.
    Níels Árni Lund var starfsmaður starfshópsins og þáði engin laun fyrir.