Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 596. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 987  —  596. mál.




Svar



mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar
um dagskrár- og framleiðslukostnað Ríkisútvarpsins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig skiptist dagskrár- og framleiðslukostnaður Ríkisútvarpsins 1. september 2010 til 31. ágúst 2011, sem samkvæmt ársreikningi var um 3,5 milljarðar kr., eftir tegundum efnis og hvaða upphæð fór til kaupa á erlendu efni?

    Þar sem fyrirspurnin snertir starfsemi Ríkisútvarpsins beint var óskað eftir svörum frá stofnuninni við henni.

millj. kr.
1. Dagskrá útvarps án 4. og 5. tölul. 695
2. Dagskrá sjónvarps, innlend án 4. og 5. tölul. 890
3. Dagskrá sjónvarps, erlend 565
4. Fréttir, samfélagsmál, svæðisstöðvar og vefur 1.045
5. Íþróttir 310
Samtals 3.505

    Undir 1. tölul. fellur allt efni sem er framleitt og keypt fyrir Rás 1 og Rás 2.
    Undir 2. tölul. fellur framleiðsla og kaup á innlendu efni fyrir sjónvarp.
    Undir 3. tölul. falla kaup og tilreiðsla, svo sem þýðingar á erlendu efni.
    Undir 4. og 5. tölul. flokkast dagskrárefni sem er framleitt og keypt fyrir hljóðvarp og sjónvarp.