Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 628. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 991  —  628. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um hækkun kostnaðarhlutdeildar lífeyrisþega,
öryrkja og barna vegna sjúkraþjálfunar.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


     1.      Hvaða ástæður búa að baki hækkun kostnaðarhlutdeildar lífeyrisþega, öryrkja og barna vegna sjúkraþjálfunar umfram verðlagshækkanir, sbr. reglugerð nr. 1186/2011 um breytingu á reglugerð nr. 721/2009 um þjálfun sem sjúkratryggingar taka til og hlutdeild sjúkratrygginga í kostnaði við þjálfun?
     2.      Hvers vegna er hlutfallshækkun greiðslna lífeyrisþega, öryrkja og barna hærri en annarra samkvæmt þessum breytingum?