Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 502. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Prentað upp.

Þingskjal 1194  —  502. mál.
Tölur leiðréttar.




Svar



innanríkisráðherra við fyrirspurn Lúðvíks Geirssonar
um skuldir sveitarfélaga og endurfjármögnun.


     1.      Hverjar eru heildarskuldir sveitarfélaga, fyrirtækja og félaga í þeirra eigu, hjá erlendum lánastofnunum og hvað eru þessar skuldir hátt hlutfall af heildarskuldum viðkomandi?
    Í töflu1 má sjá heildarskuldir sveitarfélaga, fyrirtækja og félaga í þeirra eigu hjá erlendum lánastofnunum og hlutfall þeirra af heildarskuldum sveitarfélaga.

Tafla 1.
Heildarskuldir
sveitarfélaga (A+B)
Skuldir við erlendar
lánastofnanir
Hlutfall
554,2 milljarðar kr. 218,7 milljarðar kr. 39%

    Í töflu 2 má sjá að fimm sveitarfélög (A+B) skulda samtals 444,3 milljarða kr. Þar af við erlendar lánastofnanir 218,2 milljarða kr. eða 49%.

Tafla 2.
Sveitarfélag Heildarskuldir (A+B) Skuldir við erlendar
lánastofnanir
Hlutfall
Reykjavíkurborg 305,9 milljarðar kr. 194,9 milljarðar kr. 64%
Kópavogsbær 39,4 milljarðar kr. 6,4 milljarðar kr. 16%
Hafnarfjarðarbær 38,4 milljarðar kr. 14,2 milljarðar kr. 37%
Reykjanesbær 38,1 milljarðar kr. 1,4 milljarðar kr. 4%
Akureyrarkaupstaður 22,5 milljarður kr. 1,3 milljarðar kr. 6%
Samanlagt 444,3 milljarðar kr. 218,2 milljarðar kr. 49%

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hver er áætluð þörf sveitarfélaga, fyrirtækja og félaga í þeirra eigu, fyrir endurfjármögnun þessara lána á yfirstandandi ári og árlega á næstu þremur árum?
    Í töflu 3 má sjá áætlaða þörf sveitarfélaga fyrir endurfjármögnun á lánum frá erlendum lánastofnunum á yfirstandandi ári og næstu þremur árum.

Tafla 3.
Ár Upphæð
2012 1,2 milljarðar kr.
2013 5,5 milljarðar kr.
2014 0 kr.
2015 0 kr.

     3.      Hver er áætluð heildarþörf sveitarfélaga, fyrirtækja og félaga í þeirra eigu fyrir endurfjármögnun á þessu og næstu þremur árum og hvað er sú endurfjármögnun hátt hlutfall af núverandi heildarskuldum þeirra?
    Í töflu 4 má sjá áætlaða heildarþörf sveitarfélaga fyrir endurfjármögnun á yfirstandandi ári og næstu þremur árum.

Tafla 4.
Ár Upphæð
2012 4,0 milljarðar kr.
2013 10,6 milljarðar kr.
2014 2,3 milljarðar kr.
2015 10,4 milljarðar kr.

    Á þessu árabili er hlutfall endurfjármögnunarþarfar af núverandi heildarskuldum sveitarfélaga alls 4,8%.