Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 812. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1401  —  812. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um öryggi íbúa höfuðborgarsvæðisins
verði eldgos í nágrenni þess.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hafa ráðherra og fulltrúar Vegagerðarinnar og Almannavarna sameiginlega lagt mat á þá hættu sem skapast gæti á höfuðborgarsvæðinu verði eldgos á Reykjanesi, í Bláfjöllum eða annars staðar í nágrenni Reykjavíkur?
     2.      Meta þessir aðilar það svo að Ártúnsbrekkan ráði við rýmingu höfuðborgarsvæðisins í hættuástandi?
     3.      Má reikna með að Reykjavíkurflugvöllur lokist verði eldgos í nágrenni borgarinnar, og er talið að Reykjavíkurhöfn nái að sinna brottflutningi á fólki?
     4.      Hefur verið samið við útgerðaraðila um að hafa tiltæk skip til að flytja fólk í burtu skapist slíkt hættuástand?
     5.      Hefur verið samið við Strætó bs. um að hafa tiltæka nógu marga vagna til mannflutninga skapist slíkt hættuástand?
     6.      Hvenær má búast við að stjórnvöld ráðist í nýjar vegaframkvæmdir til að tryggja öryggi íbúa höfuðborgarsvæðisins?


Skriflegt svar óskast.