Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 768. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1416  —  768. mál.




Svar



innanríkisráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um fjárheimildir og starfsmenn Neytendastofu, talsmanns neytenda og embættis sérstaks saksóknara.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver hefur verið þróun fjárheimilda, starfsmannafjölda og meðallauna starfsmanna hjá Neytendastofu, talsmanni neytenda og embætti sérstaks saksóknara frá árinu 2007? Svar óskast sundurliðað eftir árum.

    Í eftirfarandi töflu koma fram fjárveitingar fjárlaga, eftir atvikum að viðbættum fjárveitingum fjáraukalaga, þeirra þriggja stofnana sem spurt var um. Þá kemur fram fjöldi ársverka sem unnin voru þar og reiknuð meðalheildarmánaðarlaun sem greidd voru. Þau eru reiknuð út frá heildarlaunum sem stofnunin greiddi og fjölda ársverka. Upplýsingar eru fengnar úr fjárlögum, fjáraukalögum og launakerfi ríkisins. Fjárheimildir eru í millj. kr. Stöðugildi pr. ár er uppsöfnuð stærð og sýnir því hlutfall innan ársins 2012.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Við túlkun gagnanna ber að hafa eftirfarandi í huga:
    Neytendastofa var flutt til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á árinu 2009 með lagabreytingu sem jafnframt kvað á um að frá henni yrðu flutt verkefni og fjárheimildir til Mannvirkjastofnunar. Sú lækkun fjárheimilda stofnunarinnar sem varð milli áranna 2009 og 2010 stafar af þessu.
    Þær hækkanir sem urðu á fjárheimildum sérstaks saksóknara milli áranna 2010 og 2011 og aftur milli áranna 2011 og 2012 eiga sér tvíþættar skýringar. Með fjárlögum 2011 var ákveðið að fjárveiting embættisins yrði aukin tímabundið um 841,2 millj. kr. Aukningin byggðist á áætlun embættins um að ljúka í árslok 2014 öllum rannsóknum og saksókn mála sem tengjast bankahruninu. Áætlun embættisins tók til áranna 2010–2014 og miðaðist við þreföldun starfsmannafjölda miðað við vormánuði 2010. Með gildandi fjárlögum 2012 var síðan ákveðið að millifærðar yrðu 124 millj. kr. af fjárveitingum embættis ríkislögreglustjóra til embættis sérstaks saksóknara í samræmi við samþykkt Alþingis á breytingu á lögum nr. 135/2008, um embætti sérstaks saksóknara, þess efnis að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra yrði flutt til embættisins. Rekstrarkostnaður embættisins hefur frá stofnun þess verið innan fjárheimilda þesss.
    Starfsmaður embættis talsmanns neytenda er aðeins einn, þ.e. talsmaðurinn sjálfur. Í dálkinum meðalheildarlaun pr. mánuð í töflunni eru því birt laun hans sjálfs en þau eru úrskurðuð af kjararáði og því opinber gögn. Hann var í leyfi frá embætti sínu hluta ársins 2011.