Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 649. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1560  —  649. mál.




Svar



sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar
um áhrif ESB á umræður um ESB-aðild.



     1.      Hver er skoðun ráðherra á því að ESB, með fjármunum og þátttöku sendiherra og sendiráðs, blandar sér með beinum hætti í umræður um áhrif ESB-aðildar á þá málaflokka sem heyra undir ráðuneytið?
    Ráðuneytinu er ekki kunnugt um tilvik af því tagi sem spurt er um.

     2.      Hvernig hyggst ráðherra tryggja að starfsemi Evrópustofu og þeir fjármunir sem ESB ver til hennar, ásamt beinni þátttöku sendiherra og sendiráðs ESB, skekki ekki lýðræðislega umræðu um þá málaflokka sem heyra undir ráðuneytið?
    Hluti af því að efla umræðu og upplýsingamiðlun um Evrópusambandið meðan á aðildarferlinu stendur er að fjármunir hafa verið veittir af Alþingi til þeirra hreyfinga og samtaka sem halda uppi mismunandi sjónarmiðum í umræðunni. Með öflugri og upplýstri umræðu þar sem öllum er gefinn kostur á þátttöku verður endanleg niðurstaða um aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu byggð á upplýstri ákvörðun.