Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 836. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1585  —  836. mál.




Beiðni um skýrslu



frá efnahags- og viðskiptaráðherra um mat á áhættu fyrir íslenskt efnahagslíf
sem stafar af vandamálum evrunnar.


Frá Illuga Gunnarssyni, Pétri H. Blöndal, Unni Brá Konráðsdóttur,
Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur, Birgi Ármannssyni, Jóni Gunnarssyni, Ólöfu Nordal, Tryggva Þór Herbertssyni, Einari K. Guðfinnssyni og Kristjáni Þór Júlíussyni.


    Með vísan til 54. gr. stjórnarskrárinnar og 53. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að efnahags- og viðskiptaráðherra flytji Alþingi skýrslu um mat á áhættu fyrir íslenskt efnahagslíf sem stafar af vandamálum evrunnar, einkum ef til þess kæmi að myntsamstarf evruríkjanna liðaðist í sundur. Jafnframt verði í skýrslunni gerð grein fyrir þeim úrræðum sem íslensk stjórnvöld geta gripið til komi til upplausnar myntsamstarfsins.