Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 786. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1681  —  786. mál.




Svar



velferðarráðherra við fyrirspurn Höskuldar Þórhallssonar um lækni á Vopnafirði.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir því að læknir verði til taks á Vopnafirði alla daga ársins?

    Mönnun í heilbrigðisþjónustu um allt land er í höndum stjórnenda hverrar stofnunar, sem leggja faglegt mat á möguleika til mönnunar með tilliti til aðgengis að afleysingafólki og með fjárhagslegar heimildir stofnunarinnar í huga.
    Víða um land hafa stöður lækna verið ómannaðar einstaka daga til margra ára, einkum að sumarlagi. Hafa þá læknar í aðliggjandi héruðum annast vaktina. Skipulag þessa fyrirkomulags byggist á mati stjórnenda hvers umdæmis á aðstæðum, reynslu þeirra og þekkingu á staðháttum.
    Ráðherra hyggst ekki grípa fram fyrir hendur stjórnenda í þessum málum.