Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 830. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1682  —  830. mál.




Svar



innanríkisráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur
um þjónustusamning við löggilt ættleiðingarfélag.

    
    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hefur verið gerður þjónustusamningur milli ráðuneytisins og löggilts ættleiðingarfélags með það að markmiði að tryggja milligöngu um ættleiðingar, sbr. 35. gr. laga nr. 130/1999?

    Ráðuneytið hefur ekki gert þjónustusamning við löggilt ættleiðingarfélag en til stendur að gera slíkan samning við Íslenska ættleiðingu. Drög að þjónustusamningi liggja þegar fyrir og hafa verið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Áður en unnt er að ljúka gerð samningsins þarf ráðuneytið að meta skyldur félagsins að lögum og greina fjárveitingar til félagsins með tilliti til þeirra.