Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 839. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1683  —  839. mál.




Svar



innanríkisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar um vanskil meðlagsgreiðenda.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver voru vanskil meðlagsgreiðenda 1. maí árin 2007–2012 á verðlagi ársins 2012? Hversu margir einstaklingar voru í vanskilum og hvernig var skiptingin milli kynja?

A.    Töflur 2 og 3 eru hér hafðar með til frekari upplýsingar.

Tafla 1. Kröfur og innborganir í maí 2007–2012.
(Einungis er um að ræða maímánuð – uppreiknað m.v. verðlag. Notast er við meðaltal vísitölu neysluverðs árin 2007–2011 uppreiknað m.v. vísitölu neysluverðs 1.6.2012.)

2007 2008 2009 2010 2011 2012
Kröfur 257.265.136 269.287.231 290.710.527 283.116.673 273.678.037 297.467.592
Innborgað 212.489.230 216.234.928 199.533.934 205.472.587 263.227.702 280.742.571
Mismunur 44.775.906 53.052.303 91.176.593 77.644.086 10.450.335 16.725.021

Tafla 2. Kröfur og innborganir fyrir árin 2007–2012.
(Uppreiknað m.v. verðlag til 1.6.2012. Notast er við meðaltal vísitölu neysluverðs
árin 2007–2011 uppreiknað m.v. vísitölu neysluverðs 1.6.2012.)

2007 2008 2009 2010 2011 2012
Kröfur 4.146.346.887 3.820.937.636 3.761.574.952 3.484.309.059 3.405.309.059 1.488.927.534
Greitt 3.323.132.557 2.983.540.989 2.668.607.012 2.606.474.635 2.606.474.635 1.217.958.129
Mismunur 823.214.329 837.396.647 1.092.967.940 798.834.424 798.834.424 270.969.405
Innheimtu% 80,146% 78,084% 70,944% 76,542% 76,542% 81,801%

Tafla 3. Meðlagsupphæð.
(Miðast við 1. janúar.)

2007 2008 2009 2010 2011 2012
18.284 19.760 21.657 21.657 21.657 24.230
Uppreiknað meðlag
(á verðlagi 1.6.2012)
26.728 25.694 25.145 23.857 22.941

B.    Ekki er enn hægt að veita upplýsingar um kynjaskiptingu og fjölda einstaklinga í vanskilum árið 2012, þar sem þær upplýsingar verða ekki tiltækar fyrr en í lok árs.

Tafla1. Fjöldi einstaklinga í vanskilum.
(Miðast við 31.12.)

2007 2008 2009 2010 2011 2012
3.851 2.733 2.872 2.710 3.178 Óljóst

Tafla 2. Kynjaskipting á milli ára.


(Miðast við 31.12.)


2007 2008 2009 2010 2011 2012
Karlar 11.092 11.210 11.005 10.891 10.747 Óljóst
Konur 492 479 507 505 549 Óljóst