Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 74. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 74  —  74. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um málstefnu í sveitarfélögum.

Frá Merði Árnasyni.


     1.      Hvaða sveitarfélög hafa nú þegar sett sér málstefnu, sbr. 130. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011?
     2.      Hefur ráðuneytið vakið athygli forustumanna í sveitarfélögum á þessari lagaskyldu, gefið út leiðbeiningar um stefnumótunina, boðið fram aðstoð sína við undirbúning stefnumótunar, haft samband við Íslenska málnefnd eða málnefnd um íslenskt táknmál um þetta efni, eða beitt sér með öðrum hætti fyrir því að íslenskum sveitarfélögum verði mótuð málstefna?