Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 90. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Prentað upp.

Þingskjal 90  —  90. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um leyfisgjöld og frjálsan og opinn hugbúnað.


Frá Ásmundi Einari Daðasyni.


     1.      Hvernig miðar að innleiða og fylgja stefnu um frjálsan og opinn hugbúnað sem ríkisstjórn Íslands samþykkti í mars 2008?
     2.      Hversu mikið greiðir ríkissjóður fyrir Stjórnarráðið og ríkisstofnanir í gjöld fyrir notkun á erlendum hugbúnaði, m.a. fyrir Oracle- og Microsoft-leyfi (leiga meðtalin)?
     3.      Hve miklir fjármunir hafa sparast með samþykkt stefnunnar og hver er annar ávinningur af henni?
     4.      Hvað má gera ráð fyrir að háar fjárhæðir sparist ef það tekst að innleiða stefnu um frjálsan og opinn hugbúnað að fullu?


Skriflegt svar óskast.