Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 143. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 143  —  143. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um lokun E-deildar sjúkrahússins á Akranesi.

Frá Ásmundi Einari Daðasyni.


     1.      Hversu margir þeirra sem voru á E-deild sjúkrahússins á Akranesi hafa fengið vistun á öðrum stofnunum og hversu margir eru nú á öðrum deildum sjúkrahússins?
     2.      Er boðlegt fyrir langlegusjúklinga að liggja á bráðadeildum svo mánuðum og jafnvel árum skiptir?
     3.      Hversu háar fjárhæðir var gert ráð fyrir að spara með lokun E-deildar?
     4.      Hversu miklum fjárveitingum þarf að bæta við aðrar stofnanir vegna lokunar deildarinnar?
     5.      Telur ráðherra að lokunin sé vel heppnuð aðgerð?
     6.      Eru uppi áform um að snúa þessari ákvörðun og opna deildina aftur?


Skriflegt svar óskast.