Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 181. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 182  —  181. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um kjör öryrkja.


Frá Helga Hjörvar.



     1.      Hverjar voru meðaltekjur 75% öryrkja úr lífeyrissjóðum á mánuði samkvæmt skattframtölum árið 2012 fyrir árið 2011?
     2.      Hve stór hluti 75% öryrkja naut ekki tekna úr lífeyrissjóði viðkomandi ár?
     3.      Sé þeim öryrkjum sem nutu lífeyristekna skipt í fimm jafnstóra hópa eftir tekjum úr lífeyrissjóði, hverjar voru þá meðaltekjur hvers hóps um sig á mánuði, sbr. upplýsingar úr skriflegu svari fjármálaráðherra í þingskjali 1421 á 130. löggjafarþingi?


Skriflegt svar óskast.