Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 185. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 260  —  185. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um kostnað við ráðherraskipti.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er heildarkostnaður við ráðherraskipti í tíð þessarar ríkisstjórnar, þ.e.
     a.      launakostnaður,
     b.      biðlaun,
     c.      eftirlaunaréttur?


    Enginn launakostnaður annar en biðlaun myndast við ráðherraskipti.
    Biðlaun vegna ráðherraskipta á tímabilinu eru 9.137.724 kr. og launatengd gjöld 2.079.715 kr. Á móti þeim kostnaði kemur sparnaður í launakostnaði ráðherra sem nemur 41.560.497 kr. á tímabilinu vegna fækkunar ráðherra úr tólf í átta. Árlegur sparnaður í launakostnaði mun jafnframt framvegis nema 27.706.998 kr. miðað við núverandi launakjör ráðherra.
    Ekki verður séð að ráðherraskiptum fylgi beinn aukinn kostnaður fyrir ríkið vegna eftirlaunaréttar ef frá er talið mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð á biðlaunatíma sem er innifalið í tilgreindum kostnaði vegna biðlauna skv. b-lið.