Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 260. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 294  —  260. mál.




Svar



forseta Alþingis við fyrirspurn Ragnheiðar E. Árnadóttur um kostnað við embætti saksóknara Alþingis vegna landsdómsmáls gegn Geir H. Haarde.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver var kostnaður við embætti saksóknara Alþingis á árunum 2010, 2011 og 2012 vegna landsdómsmálaferlanna gegn Geir H. Haarde? Svarið óskast sundurliðað sem hér segir:
     a.      laun starfsmanna,
     b.      húsnæðiskostnaður,
     c.      sérfræðikostnaður,
     d.      annar kostnaður, sundurgreindur.


    Saksóknari Alþingis var kjörinn á þingfundi 12. október 2010 og hóf þá störf við verkefni sitt. Lauk starfi hans við dómtöku málsins 16. mars 2012.
    Með saksóknara starfaði annar saksóknari til vara sem Alþingi kaus jafnframt í október 2010. Fleiri starfsmenn aðstoðuðu saksóknara við undirbúning málsins og meðan á réttarhöldunum stóð.
    Skrifstofa saksóknara Alþingis var upphaflega á Skúlagötu 17 í Reykjavík en fluttist haustið 2011 að Austurströnd 5 á Seltjarnarnesi. Húsaleiga var greidd árið 2011 til embættis sérstaks saksóknara fyrir Skúlagötu 17 og til landlæknisembættisins fyrir Austurströnd 5.
    Kostnaður og fjárheimildir skiptast sem hér segir (í millj. kr.):

2010 2011 2012 Samtals
Heildarútgjöld 8,6 40,4 17,8 66,8
Nánari sundurliðun:
Launagjöld 4,8 33,1 14,2 52,1
Aðkeypt sérfræðivinna 0,4 1,9 3,4 5,7
Húsnæðiskostnaður 2,9 2,9
Tæki og búnaður 2,6 2,6
Sími, prentun, póstur o.fl. 0,8 2,5 0,3 3,7
Fjárlög 24,4 12,0 36,4
Fjáraukaþörf 11,0 11,3 8,1 30,4