Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 263. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 364  —  263. mál.




Svar



innanríkisráðherra við fyrirspurn Ragnheiðar E. Árnadóttur um launakjör saksóknara.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver voru launakjör ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara á meðan viðkomandi gegndu jafnframt störfum saksóknara og varasaksóknara Alþingis?

    Greidd voru hálf laun ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara, sem er í samræmi við framkvæmdina þegar embættismenn (t.d. sýslumenn eða lögreglustjórar) gegna tveimur embættum tímabundið.
    Ríkissaksóknari gegndi starfinu samhliða starfi saksóknara Alþingis frá skipunardegi í embætti ríkissaksóknara 4. apríl 2011 til loka málflutnings í Landsdómi 16. mars 2012. Vararíkissaksóknari kom til starfa úr launalausu leyfi 25. nóvember 2011 og fékk greidd hálf laun sem vararíkissaksóknari frá þeim degi til 16. mars 2012, þ.e. á þeim tíma sem hann gegndi einnig starfi varasaksóknara Alþingis.