Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 383. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 452  —  383. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um innstæður í bönkum og sparisjóðum.

Frá Margréti Tryggvadóttur.


    Hver var heildarfjárhæð innstæðna í eigu einstaklinga samkvæmt kafla 3.1 í skattframtali 2012? Svar óskast sundurliðað eftir fjölskyldumerkingum, flokkað eftir samanlögðum innstæðum þar sem fjöldi einstaklinga í hverjum flokki er tilgreindur og upphæðir settar fram á bilinu 0–15 millj. kr., á bilinu 15–200 millj. kr. hlaupandi á 10 millj. kr., á bilinu 200–500 millj. kr. hlaupandi á 50 millj. kr., á bilinu 500–1.000 millj. kr. hlaupandi á 100 millj. kr. og hlaupandi á 1.000 millj. kr. þar eftir.


Skriflegt svar óskast.