Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 397. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 476  —  397. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um hljóðvist í skólahúsnæði.

Frá Þuríði Backman.


     1.      Hafa farið fram langtímamælingar á erilshávaða í skólaumhverfi barna og unglinga? Ef svo er, hverjar hafa niðurstöðurnar verið?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til að fylgjast með hljóðvist í skólaumhverfi barna og unglinga með tilliti til endurbóta í eldra húsnæði og hönnunar nýrra bygginga á öllum skólastigum?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir endurskoðun byggingarreglugerðar með tilliti til hljóðvistar í skólahúsnæði og þá sérstaklega hvað varðar hljómburð og erilshávaða?


Skriflegt svar óskast.