Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 406. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 494  —  406. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um víkjandi lán til banka
við endurreisn bankakerfisins.

Frá Atla Gíslasyni.


     1.      Hvaða víkjandi lán veitti ríkissjóður bönkum við endurreisn bankakerfisins eftir bankahrunið haustið 2008?
     2.      Hvaða bankar fengu víkjandi lán og hver var fjárhæð hvers láns?
     3.      Hverjir voru samningsskilmálar hvers láns, svo sem um lengd lánanna, vaxtakjör og endurgreiðslur?
     4.      Hefur verið greitt af lánunum? Sé svo, er óskað eftir yfirliti yfir greiðslur af lánunum, skipt í afborganir og vexti.
     5.      Hverjar eru horfur á því að lánin verði endurgreidd?
     6.      Hvaða rök lágu að baki ákvörðunum um að veita bönkunum víkjandi lán í stað þess að leggja til hlutafé sem jafngilti fjárhæðum hinna víkjandi lána?
    Óskað er eftir að svarinu fylgi lánssamningar.


Skriflegt svar óskast.