Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 311. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 512  —  311. mál.




Svar



umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Arnbjargar Sveinsdóttur
um skiptingu hreindýraarðs.


     1.      Hverjar voru heildartekjur af sölu hreindýraveiðileyfa og hreindýraafurða á árunum 2011 og 2012?
    Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun voru heildartekjur árið 2011 af sölu hreindýraveiðileyfa 89.793.289 kr. Heildartekjur ársins 2012 liggja ekki endanlega fyrir þar sem Umhverfisstofnun á enn eftir að endurgreiða einhver leyfi sem skilað var til stofnunarinnar. Áætlaðar tekjur eru nú 106.451.940 kr.
    Heildartekjur af sölu hreindýraafurða voru 651.000 kr. á árinu 2011 og frá þeirri upphæð dregst kostnaður vegna verkunar, 179.955 kr. Áætlaðar heildartekjur eru 1.200.000 kr. á árinu 2012 en kostnaður vegna verkunar liggur ekki fyrir.

     2.      Hvernig skiptast þær tekjur á milli Umhverfisstofnunar, Náttúrustofu Austurlands og landeigenda?
    Tekjur af sölu hreindýraafurða renna óskiptar til Umhverfisstofnunar, sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða. Tekjur vegna sölu hreindýraveiðileyfa skiptast hins vegar svo:



                        


Heildartekjur


Hlutur landeigenda
Hlutur Náttúrustofu Austurlands Hlutur
Umhverfisstofnunar

2011

89.793.289 74.250.500 5.505.500 10.037.289

2012

106.451.940 89.532.000 6.454.500 10.465.440