Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 423. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 530  —  423. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um skattumhverfi lífdísils og annarra grænna orkugjafa.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.


     1.      Hvernig er háttað virðisaukaskatti á lífdísil? Er fyrirhugað að breyta fyrirkomulaginu á næstu missirum?
     2.      Hvernig er skattumhverfi annarra grænna orkugjafa háttað, t.d. metans og metanóls? Eru fyrirhugaðar breytingar á næstu missirum?
     3.      Hver er stefna ráðherra varðandi styrki til grænna orkugjafa, sbr. þingsályktun um eflingu græna hagkerfisins?


Skriflegt svar óskast.