Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 424. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 531  —  424. mál.




Fyrirspurn



til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um makrílkvóta.

Frá Ásmundi Einari Daðasyni.


     1.      Hvaða rök bjuggu að baki því að við síðustu úthlutun markílkvóta var úthlutað 514 tonnum meira en reglugerð nr. 329/2012 kveður á um að skuli ráðstafað?
     2.      Hvaða rök voru fyrir magntölum og skiptingu milli einstakra veiðiflokka (línu- og handfæraveiðar, ísfiskskip, frystitogarar og aflareynsluskip)?
     3.      Af hverju er ekki sama veiðiskylda á skipum mismunandi veiðiflokka?
     4.      Hversu hátt hlutfall af heildarafla fór til vinnslu, sundurliðað á einstaka veiðiflokka?
     5.      Hvernig er eftirliti Fiskistofu háttað með því ákvæði að ráðstafa skuli 70% af makrílafla til vinnslu?


Skriflegt svar óskast.