Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 425. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 532  —  425. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um óbeinar auglýsingar hjá Ríkisútvarpinu.

Frá Álfheiði Ingadóttur.


     1.      Hvaða reglur gilda um óbeinar auglýsingar í lögum eða starfsreglum innlendrar dagskrárdeildar og auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins?
     2.      Hvað kostar mínútan af leiknum auglýsingum í Kastljósi á fimmtudagskvöldi?
     3.      Hvaða lög eða reglur gilda um upptökur og útsendingu á fréttum, auglýsingum eða skemmtiefni frá áfengisverslunum?
     4.      Hvað greiddi símafyrirtækið NOVA fyrir auglýsingu sem sýnd var í Kastljósi 15. nóvember sl.?