Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 444. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 558  —  444. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um þróun tekna örorkulífeyrisþega.

Frá Margréti Tryggvadóttur.


     1.      Hversu margir örorkulífeyrisþegar, með 75% örorkumat eða hærra, féllu í eftirtalda tekjuflokka á árunum 2008–2011:
               0–1.199.999,
               1.200.000–1.799.999,
               1.800.000–1.999.999,
               2.000.000–2.299.999,
               2.300.000–2.499.999,
               2.500.000–2.799.999,
               2.800.000–2.999.999,
               3.000.000–3.499.999,
               3.500.000–3.799.999,
               3.800.000–4.299.999,
               4.300.000 kr. eða hærra?
        Svarið óskast sundurliðað eftir árum og: a) heildartekjum fyrir og eftir skatt, b) skattskyldum greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins og c) öðrum skattskyldum tekjum en greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins.
     2.      Hversu margir einstaklingar sem hafa rétt til örorkulífeyris fengu ekkert greitt á árunum 2008–2011 sökum skerðingar örorkulífeyris vegna tekna?


Skriflegt svar óskast.