Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 536. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 903  —  536. mál.




Fyrirspurn



til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um svarta atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu.

Frá Margréti Tryggvadóttur.


     1.      Hver er stefna stjórnvalda varðandi svarta atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu?
     2.      Hafa stjórnvöld gert úttekt á umfangi svartrar atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu? Ef svo er hver er niðurstaða hennar? Ef ekki, stendur til að gera slíka úttekt?
     3.      Með hvaða hætti hyggjast stjórnvöld sporna við svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu?