Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 582. máls.

Þingskjal 995  —  582. mál.


Tillaga til þingsályktunar

um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016.

(Lögð fyrir Alþingi á 141. löggjafarþingi 2012–2013.)




    Alþingi ályktar, sbr. lög um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr. 121/2008, að á árunum 2013–2016 skuli unnið að þróunarsamvinnu Íslands í samræmi við eftirfarandi áætlun.
    Markmið Íslendinga með alþjóðlegri þróunarsamvinnu sé að leggja íslensk lóð á vogarskálar baráttunnar gegn fátækt og fyrir bættum lífskjörum í fátækustu hlutum heims. Með virkri þátttöku á þessu sviði leitist Ísland við að uppfylla pólitískar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna sé ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu.
    Slegið er föstu að barátta gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri í heiminum sé áfram þungamiðja í stefnu Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Jafnframt verði lögð rík áhersla á mannréttindi, jafnrétti kynjanna, réttindi barna, frið og öryggi. Leitast verði við að tryggja innbyrðis samræmi í utanríkisstefnu Íslands með tilliti til hnattrænna efnahags-, umhverfis- og öryggismála.
    Íslensk þróunarsamvinna endurspegli þannig þau gildi sem íslenskt samfélag stendur fyrir, virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum, fjölbreytni mannlífs, umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Í ljósi þessa verði lögð áhersla á:
     a.      Ábyrgð – að ráðvendni og gagnsæi verði höfð að leiðarljósi í þróunarstarfi og ábyrgð á framkvæmd og árangri starfsins deilt með samstarfsaðilum.
     b.      Árangur – að allir þættir þróunarstarfsins, stjórnun, verklag og aðferðafræði verkefna, stuðli að því að árangur þróunarsamvinnu verði sem mestur.
     c.      Áreiðanleika – að landi og þjóð verði aflað virðingar á alþjóðavettvangi með því að vera faglegur og traustur samstarfsaðili í þróunarstarfi.
    Markmið Íslands í þróunarsamvinnu verði að styðja áætlanir um útrýmingu fátæktar á grunni sjálfbærrar þróunar og uppbyggingar á mannauði. Sérstök áhersla verði lögð á mannréttindi, jafnrétti, frið, öryggi og verkefni þar sem íslensk sérþekking og reynsla nýtist.

Framlög.
    Íslensk stjórnvöld styðji markmið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um að iðnríki skuli veita sem nemur 0,7% af vergum þjóðartekjum (VÞT) til þróunarsamvinnu. Mörkuð verði sú stefna að Ísland muni á næstu árum skipa sér í hóp þeirra ríkja sem leggja meira en sem nemur 0,7% af VÞT til þróunarsamvinnu. Framfylgt verði eftirfarandi áhersluatriðum:
     a.      Fylgt verði tímasettri áætlun um hækkun framlaga á gildistíma þessarar áætlunar, úr 0,26% í 0,42% af VÞT á tímabilinu 2013–2016, sbr. eftirgreinda töflu.
     b.      Stefnt að hækkun framlaga í 0,35% af VÞT árið 2015 og 0,42% af VÞT árið 2016.
     c.      Hraðað verði hækkun framlaga við endurskoðun áætlunarinnar árið 2015.
     d.      Árið 2019 renni 0,7% af VÞT til þróunarmála.
     e.      Framlög til fjárlagaliðar fyrir verkefni félagasamtaka nemi 8% af heildarframlögum árið 2014.
     f.      Sérstakur fjárlagaliður verði fyrir Alþjóðlega jafnréttisskólann í fjárlögum eftir að skólinn er orðinn hluti af neti Háskóla Sameinuðu þjóðanna (HSÞ) á Íslandi.
    Áætlað er að þróun framlaga á gildistíma áætlunarinnar verði sem hér segir:

VÞT1 (m.kr.) Hlutfall af
VÞT (%)
Framlög (m.kr.)
2013 1.663.302 0,26 4.332
2014 1.773.680 0,28 4.966
2015 1.878.238 0,35 6.574
2016 1.930.273 0,42 8.107
1 Samkvæmt spá Hagstofu Íslands um VÞT, 2. nóvember 2012.

    Fylgt verði eftirfarandi áætlun um skiptingu framlaga eftir fjárlagaliðum:

2013      2014 2015 2016

m.kr.

Hlutf.

m.kr.

Hlutf.

m.kr.

Hlutf.

m.kr.

Hlutf.
ÞSSÍ 1.772,6 41% 1.986,5 40% 2.629,5 40% 3.242,9 40%
UTN 2.282,7 53% 2.582,5 52% 3.418,4 52% 4.215,7 52%
Þar af:
Jarðhitaskóli HSÞ 249,8 6% 286,5 6%
Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, FAO 27,2 1% 31,2 1%
Þróunaráætlun SÞ, UNDP 42,8 1% 49,1 1%
Barnahjálp SÞ, UNICEF 175,1 4% 200,9 4%
Sjávarútvegsskóli HSÞ 211,7 5% 242,8 5%
Landgræðsluskóli HSÞ 85,1 2% 97,7 2%
Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women 174,7 4% 200,4 4%
Mannúðarmál og neyðaraðstoð 262,2 6% 300,8 6%
Alþjóðabankinn 177,5 4% 203,6 4%
Umhverfis- og loftslagsmál 80,6 2% 92,5 2%
Íslensk friðargæsla 195,0 5% 223,7 5%
Þróunarmál og hjálparstarfsemi, óskipt 206,6 5% 237,0 5%
Almenn framlög til annarra alþjóðastofnana* 149,4 3% 171,4 3%
Stofnfjárframlög (IDA, NDF) 245,0 6% 245,0 5%
Samstarf við frjáls félagasamtök 277,1 6% 397,3 8% 525,9 8% 648,6 8%
SAMTALS 4. 332,4 4.966,3 6.574,0 8.107,0
Hlutfall af VÞT 0,26% 0,28%      0,35% 0,42%
* Hlutfall framlaga til alþjóðlegra stofnana sem telst til þróunarsamvinnu: Almenn framlög til SÞ (12%), UNESCO (60%), IAEA (33%), ÖSE (74%), Alþjóðleg friðargæsla (6%), ILO (60%), WHO (76%) og UNFCCC (61%).

Framkvæmd.

    Í þróunarstarfi Íslands verði áhersla lögð á að skerpa sýn og fylgja skýrri forgangsröðun
á grundvelli sjálfbærrar þróunar. Framfylgt verði eftirfarandi áhersluatriðum:

I. Áherslusvið, málaflokkar og þverlæg málefni.
1. Fiskimál:
     a.      Öflugt starf verði á vegum fagteymis utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í auðlinda- og umhverfismálum.
     b.      Virk þátttaka verði í stefnumótun alþjóðastofnana varðandi fiskimál.
     c.      Áhersla verði lögð á störf FAO og Alþjóðabankans.
     d.      Þróunarsamvinnustofnun Íslands leggi sérstaka áherslu á fiskimál í Mósambík og Úganda.
     e.      Öflugt starf verði á vegum Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans verði liður í heildarstefnu Íslands í málaflokknum.
    
2. Orkumál:
     a.      Öflugt starf verði á vegum fagteymis utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í auðlinda- og umhverfismálum.
     b.      Virk þátttaka verði í stefnumótun alþjóðastofnana varðandi orkumál.
     c.      Rík áhersla verði á samstarfsverkefni Íslands og Alþjóðabankans um þróun jarðhita í Austur-Afríku. Þróunarsamvinnustofnun Íslands er framkvæmdaraðili fyrsta hluta verkefnisins sem snýr að jarðhitaleit og rannsóknum, en NDF kemur að fjármögnun þess til móts við Þróunarsamvinnustofnun Íslands.
     d.      Stuðlað verði að aukinni fjárfestingu ríkja og þróunarstofnana í jarðhitaverkefnum til hagsbóta fyrir þróunarríki.
     e.      Áhersla verði lögð á störf Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankans, NDF og IRENA.
     f.      Öflugt starf verði á vegum Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Starfsemi skólans verði liður í heildarstefnu Íslands í málaflokknum.

3. Menntun:
     a.      Öflugt starf verði á vegum fagteymis utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í félags- og jafnréttismálum.
     b.      Sérstök áhersla verði á menntun og fullorðinsfræðslu í öllum samstarfslöndum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
     c.      Samstarf verði við félagasamtök í menntamálum.
     d.      Starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á sviði fiskimála, orkumála og landgræðslu verði liður í áherslu á menntun.
     e.      Starfsemi Alþjóðlega jafnréttisskólans á Íslandi verði liður í áherslu Íslands á menntun.
     f.      Stuðningur verði við UN Women og UNICEF sem lykilstofnanir sem stuðla að menntun stúlkna og kvenna.

4. Heilbrigðismál:
     a.      Öflugt starf verði á vegum fagteymis utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í félags- og jafnréttismálum.
     b.      Þróunarsamvinnustofnun Íslands leggi áherslu á lýðheilsu og vatns- og hreinlætismál í Malaví og Úganda, sérstaklega mæðra- og ungbarnaheilsu.
     c.      Samstarf verði við félagasamtök í heilbrigðismálum.
     d.      Samstarf verði við UN Women sem stuðlar að bættri heilsu stúlkna og kvenna.
     e.      Stuðningur verði við kyn- og frjósemisheilbrigði og -réttindi, t.d. með framlögum til UNFPA.
     f.      Þátttaka verði í samstarfi Norðurlanda um mikilvægi kyn- og frjósemisheilbrigðis og -réttinda.
     g.      Stuðningur verði við UNICEF með áherslu á heilsufar barna.
    
5. Stjórnarfar:
     a.      Stuðningur verði við verkefni UN Women í Afganistan og Palestínu.
     b.      Stuðningur við verkefni UNRWA.
     c.      Framfylgt verði áætlun Íslands um framkvæmd ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi 2013–2016.
     d.      Nám sérfræðinga frá stríðshrjáðum ríkjum verði við Alþjóðlega jafnréttisskólann.
     e.      Stuðningur verði við mannúðarstörf alþjóðaráðs Rauða krossins.
     f.      Virðing fyrir mannréttindum sé í öndvegi þegar unnið er að uppbyggingu trausts stjórnarfars.
    
6. Endurreisn:
     a.      Framlag verði til samhæfingar endurreisnarstarfs í Afganistan.
     b.      Palestínskir flóttamenn verði studdir með framlagi til Sameinuðu þjóðanna (UNRWA/ UNHCR).
     c.      Stuðningur verði við samhæfingu mannúðaraðstoðar í Palestínu í samstarfi við OCHA og UNDP.
     d.      Stuðningur verði við verkefni UN Women og UNICEF sem stuðla að endurreisn.

7. Jafnréttismál:
     a.      Öflugt starf verði á vegum fagteymis utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í félags- og jafnréttismálum.
     b.      Sameiginlegri jafnréttisstefnu utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á sviði þróunarsamvinnu 2013–2016 verði framfylgt.
     c.      Mótaðar verði verklagsreglur fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands um framkvæmd jafnréttisstefnu. Verklok áætluð í desember 2013.
     d.      Öflugt starf verði á vegum Alþjóðlega jafnréttisskólans á Íslandi.
     e.      Alþjóðlegi jafnréttisskólinn verði hluti af neti HSÞ á tímabilinu og í kjölfarið verði sérstakur fjárlagaliður fyrir framlög til skólans.
     f.      Verkefni utanríkisráðuneytisins í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð 2012–2014 snúi að greiningu á framlögum til þróunarsamvinnu. Verklok áætluð 2014.
     g.      Öll tvíhliða þróunarsamvinna og eyrnamerkt framlög verði greind með kynjajafnréttisstiku Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar.
     h.      Í úttektum á þróunarverkefnum verði lagt sérstakt mat á samþættingu jafnréttissjónarmiða.
     i.      Kynjajafnvægi meðal útsendra starfsmanna á vegum Íslensku friðargæslunnar verði viðhaldið.
     j.      Mannauðsstefnu og jafnréttisáætlunum utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands verði framfylgt.
     k.      Unnið verði markvisst að jafnréttismálum og framgangi ályktana öryggisráðs SÞ um konur, frið og öryggi á vettvangi alþjóðastofnana.
     l.      Framlög verði veitt til verkefna sem hafa kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna að meginmarkmiði, svo sem á vegum UN Women og UNFPA.
     m.      Stuðningur við verkefni er varða baráttuna gegn mansali.
     n.      Endurskoðun verði á áætlun Íslands um framkvæmd ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Verklok áætluð í mars 2015.
     o.      Endurskoðun verði á sameiginlegri jafnréttisstefnu utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á sviði þróunarsamvinnu. Verklok áætluð 2014.

8. Umhverfismál:
     a.      Öflugt starf verði á vegum fagteymis utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í auðlinda- og umhverfismálum.
     b.      Mótun sameiginlegrar umhverfisstefnu utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á sviði þróunarsamvinnu 2013–2016. Verklok áætluð í apríl 2013.
     c.      Sérstaklega verði fjallað um sjálfbærni í umhverfismálum við undirbúning og framkvæmd þróunarverkefna.
     d.      Öll tvíhliða þróunarsamvinna og eyrnamerkt framlög verði greind með umhverfisstiku Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar.
     e.      Virk þátttaka verði í störfum alþjóðastofnana á sviði endurnýjanlegra orkugjafa og fiskimála.
     f.      Öflug starfsemi verði á vegum Jarðhitaskóla, Sjávarútvegsskóla og Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna auk Alþjóðlega jafnréttisskólans á Íslandi.
     g.      Framlag verði til sjóða á vegum Sameinuðu þjóðanna sem styrkja loftslagsverkefni í fátækustu þróunarlöndunum.
     h.      Áhersla verði lögð á þátttöku kvenna og samþættingu kynjasjónarmiða þegar veitt eru framlög til loftslagstengdra þróunarverkefna.
     i.      Endurskoðun verði á sameiginlegri umhverfisstefnu utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á sviði þróunarsamvinnu. Verklok áætluð 2015.

II. Neyðar- og mannúðaraðstoð.
1. Stefnumótun og stuðningur við félagasamtök:
     a.      Framlög af sérstökum fjárlagalið um samstarf við félagasamtök nemi 8% af heildarframlögum árið 2014.
     b.      Fylgt verði núverandi verklagsreglum um umsóknir og styrkveitingar.
     c.      Ítarleg endurskoðun verði á verklagsreglum. Verklok áætluð í desember 2013.
     d.      Ísland taki virkan þátt í alþjóðlegu samkomulagi um góða starfshætti í mannúðaraðstoð og vinni skipulega samkvæmt verklagi og viðmiðum þess.
     e.      Stefna í neyðar- og mannúðarmálum mótuð. Verklok áætluð 2014.
    
2. Stuðningur við skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA):
     a.      Regluleg framlög verði til OCHA. Sérstök framlög verði skapist ófyrirséð þörf.
     b.      Skammtímastörf sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytisins verði fyrir OCHA á vettvangi.
     c.      Þátttaka í viðbragðssamráði á vegum OCHA.
     d.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu Norðurlanda um neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna.
3. Stuðningur við Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna (CERF):
     a.      Regluleg framlög verði til CERF.
     b.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu Norðurlanda um neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna.
    
4. Stuðningur við matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP):
     a.      Framlög verði til neyðaraðstoðar WFP þar sem þörf skapast.
     b.      Skammtímastörf sérfræðinga á vegum utanríkisráðuneytisins verði fyrir WFP á vettvangi.
     c.      Störf ungra íslenskra sérfræðinga verði fyrir WFP á vettvangi.
     d.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu Norðurlanda um WFP.
     e.      Þátttaka í viðbragðssamráði á vegum WFP.

III. Lönd og landsvæði.
1. Afganistan:
     a.      Gerð verði aðgerðaáætlun fyrir Afganistan 2013–2016. Verklok áætluð í apríl 2013.
     b.      Íslendingar taki þátt í norrænu samstarfi um málefni Afganistan.
     c.      Stuðlað verði að betri samhæfingu aðstoðar alþjóðasamfélagsins.
     d.      Unnið verði að málefnum kvenna.
     e.      Neyðar- og mannúðaraðstoð verði á vegum alþjóðastofnana og félagasamtaka.
     f.      Stutt verði við áframhaldandi uppbyggingu í Afganistan eftir 2014.
     g.      Aðgerðaáætlun fyrir Afganistan verði endurskoðuð. Verklok áætluð 2014.
    
2. Malaví:
     a.      Samstarfsáætlun Íslands og Malaví 2012–2016 verði framfylgt.
     b.      Félagslegir innviðir: Áhersla verði lögð á menntun, lýðheilsu og vatns- og hreinlætismál.
     c.      Samstarfsáætlun Íslands og Malaví verði endurskoðuð. Verklok áætluð 2014.
    
3. Mósambík:
     a.      Gerð verði samstarfsáætlun Íslands og Mósambík. Verklok áætluð í júní 2013.
     b.      Auðlindir og félagslegir innviðir: Áhersla verði lögð á fiskimál og menntun.
     c.      Samstarfsáætlun Íslands og Mósambík verði endurskoðuð. Verklok áætluð 2015.
    
4. Palestína:
     a.      Aðgerðaáætlun fyrir Palestínu 2013–2016 verði framfylgt.
     b.      Neyðar- og mannúðaraðstoð verði á vegum alþjóðastofnana og félagasamtaka.
     c.      Fjármagni verði varið til aðstoðar flóttamönnum, svo sem með útsendum sérfræðingum og/eða framlögum til UNRWA.
     d.      Fjármagni verði varið til aðstoðar konum og börnum, svo sem með útsendum sérfræðingum og/eða framlögum til starfsemi UN Women og UNICEF í Palestínu.
     e.      Stuðningur verði við þekkingaruppbyggingu á sviði almannavarna.
     f.      Aðgerðaáætlun fyrir Palestínu verði endurskoðuð. Verklok áætluð 2014.
    
5. Úganda:
     a.      Gerð verði samstarfsáætlun Íslands og Úganda. Verklok áætluð í júní 2013.
     b.      Auðlindir og félagslegir innviðir: Áhersla verði lögð á fiskimál, menntun og byggðaþróun.
     c.      Samstarfsáætlun Íslands og Úganda verði endurskoðuð. Verklok áætluð 2015.

IV. Stofnanir.
1. Alþjóðabankinn:
     a.      Ísland taki þátt í 17. endurfjármögnun IDA.
     b.      Afgreiðsla verði á hlut Íslands í hlutafjáraukningu Alþjóðabankans.
     c.      Þátttaka verði í alþjóðlegu samstarfi um málefni hafsins.
     d.      Stutt verði við verkefni á sviði fiskimála.
     e.      Stutt verði við verkefni á sviði orkumála (ESMAP).
     f.      Samstarfsverkefni Íslands og Alþjóðabankans um þróun jarðhita í Austur-Afríku. Þróunarsamvinnustofnun er framkvæmdaraðili fyrsta hluta verkefnisins sem snýr að jarðhitaleit og rannsóknum, en NDF kemur að fjármögnun þess til móts við Þróunarsamvinnustofnun Íslands.
     g.      Stutt verði við verkefni á sviði jafnréttismála.
     h.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn bankans.
     i.      Þátttaka verði í samstarfsverkefni Norðurlandanna á sviði mannréttindamála.
     j.      Seta í þróunarnefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2014 fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja.

2. UNICEF:
     a.      Regluleg framlög verði til UNICEF.
     b.      Störf íslenskra sérfræðinga verði á vettvangi.
     c.      Fylgt verði samstarfssamningi um skammtímastörf sérfræðinga vegna neyðarverkefna.
     d.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu Norðurlanda um UNICEF.
     e.      Störf ungra íslenskra sérfræðinga verði fyrir UNICEF á vettvangi.
     f.      Stuðningur verði við samstarfsverkefni UNICEF og UNFPA um afnám limlestinga á kynfærum stúlkna og kvenna.
     g.      Samstarf verði við landsnefnd UNICEF á Íslandi.
    
3. UN Women:
     a.      Regluleg framlög verði til UN Women.
     b.      Störf íslenskra sérfræðinga verði á vettvangi.
     c.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu um jafnréttismál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
     d.      Störf ungra íslenskra sérfræðinga verði fyrir UN Women á vettvangi.
     e.      Stuðningur verði við styrktarsjóð á vegum UN Women til afnáms ofbeldis gegn konum.
     f.      Samstarf verði við landsnefnd UN Women á Íslandi.
     g.      Þátttaka verði í samstarfi Norðurlanda um UN Women.
     h.      Seta í stjórn UN Women árið 2014.

4. Háskóli Sameinuðu þjóðanna (HSÞ):

     a.      Virk starfsemi Jarðhitaskóla HSÞ á Íslandi og námskeiðahald á hans vegum í þróunarlöndum.
     b.      Virk starfsemi Sjávarútvegsskóla HSÞ á Íslandi og námskeiðahald á hans vegum í þróunarlöndum.
     c.      Virk starfsemi Landgræðsluskóla HSÞ á Íslandi og námskeiðahald á hans vegum í þróunarlöndum.
     d.      Áfram verði unnið að því að Alþjóðlegi jafnréttisskólinn verði hluti af neti HSÞ á Íslandi.
     e.      Áfram verði unnið að undirbúningi að framtíðarfyrirkomulagi starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Alþjóðlegt samstarf og viðmið.
    Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegar samþykktir um þróunarsamvinnu sem íslensk stjórnvöld eru aðili að verði nú sem fyrr leiðarljós þróunarsamvinnu Íslands. Framfylgt verði eftirfarandi áhersluatriðum:

1. Sameinuðu þjóðirnar:
     a.      Sérstök áhersla verði lögð á samstarf við undir- og sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna sem sinna áherslumálum Íslands.
     b.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu gagnvart Sameinuðu þjóðunum á vegum utanríkisráðuneytisins og fastanefnda.
     c.      Virk þátttaka verði í málefnavinnu um þau markmið sem taka við af Þúsaldarmarkmiðum SÞ.
     d.      Virkt samstarf verði við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

2. OECD-samstarf:
     a.      Ísland verði aðili að DAC, Þróunarsamvinnunefnd OECD, á framkvæmdatímabili áætlunarinnar.
     b.      Fyrirkomulag rekstrar og bókhalds vegna þróunarframlaga fylgi reglum DAC.

3. Parísaryfirlýsingin, Accra-aðgerðaáætlunin og Búsanyfirlýsingin:
     a.      Mótuð verði tímasett markmið í þróunarsamvinnu Íslands með tilliti til Parísaryfirlýsingarinnar, Accra-aðgerðaáætlunarinnar og Búsanyfirlýsingarinnar. Verklok áætluð í september 2013.
     b.      Virk þátttaka verði í starfi DAC um skilvirkni og árangur á sviði þróunarsamvinnu.

Stefnumörkun, innra og ytra starf.
    Framfylgt verði eftirfarandi áhersluatriðum:
1. Stefnumörkun og eftirlit:
     a.      Endurskoðuð áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands verði lögð fyrir Alþingi árið 2015.
     b.      Utanríkisráðherra gefi skýrslu til Alþingis um framkvæmd áætlunarinnar á árinu 2015.
     c.      Regluleg skýrslugjöf verði til utanríkismálanefndar og fjárlaganefndar.

2. Árangur og eftirfylgni:
     a.      Sérstök áætlun verði gerð til að bæta eftirlit og úttektir með alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Þannig verði fylgst með kerfisbundnum hætti með reglulegum úttektum á verkefnum og starfsemi þeirra aðila sem framkvæma þróunarverkefni. Á jafnt við um alþjóðastofnanir, Þróunarsamvinnustofnun Íslands og félagasamtök.
     b.      Verklagsreglum um umsjón og eftirlit með samningum á vegum utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands verði framfylgt.
     c.      Óháð úttekt verði framkvæmd á starfi skóla HSÞ á Íslandi og árangri þeirra, hvað varðar framfarir í þróunarlöndum.
     d.      Þróunarsamvinnustofnun Íslands gefi ársfjórðungslega skýrslu til utanríkisráðuneytisins um framvindu og ráðstöfun fjármuna.
     e.      Reglulega verði óháðar úttektir framkvæmdar á verkefnum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.

3. Samspil tvíhliða og marghliða þróunarsamvinnu:
     a.      Öflugt starf fagteyma utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á eftirfarandi sviðum til eflingar tvíhliða og marghliða samvinnu: i) félags- og jafnréttismál; ii) auðlinda- og umhverfismál; iii) verklag og eftirlit.
     b.      Sameiginlegri jafnréttisstefnu utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á sviði þróunarsamvinnu verði framfylgt.
     c.      Gerð verði greining á möguleikum hvað varðar samræmi í stefnumótun íslenskra stjórnvalda til aðstoðar þróunarlöndum. Verklok áætluð 2014.

4. Val á samstarfslöndum:
    Unnin verði greining á núverandi og mögulegum samstarfslöndum Íslands. Verklok áætluð í september 2014.

5. Mannauðsstjórn:
     a.      Sameiginlegri mannauðsstefnu utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands vegna starfa að þróunarmálum verði framfylgt.
     b.      Haldnir verði sameiginlegir málfundir og námskeið á vegum utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
     c.      Hlutur kvenna og karla verði jafnaður samkvæmt mannauðsstefnu í þróunarsamvinnu og jafnréttisáætlunum utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.

6. Samstarf við frjáls félagasamtök:
     a.      Framlög til fjárlagaliðar fyrir verkefni félagasamtaka fari hækkandi og nemi 8% af heildarframlögum árin 2014–2016.
     b.      Fylgt verði sameiginlegum verklagsreglum og eitt umsóknarferli verði fyrir allt samstarf stjórnvalda og félagasamtaka.
     c.      Rammasamningar verði gerðir við stærri félagasamtök og möguleikar á nýliðastyrkjum skoðaðir. Verklok áætluð í september 2013.
     d.      Skoðaður verði möguleiki á að veita ákveðið hlutfall af árlegum framlögum til félagasamtaka til kynningar- og málsvarastarfs. Verklok áætluð í september 2013.
     e.      Stjórnvöld leggi sig fram um að eiga góð samskipti við félagasamtök.
     f.      Félagasamtök sæti úttektum og öðrum eftirlitsaðgerðum sem fylgt er í þróunarstarfi.
7. Samstarf við háskólasamfélagið:
    Áherslum um samstarf stjórnvalda og háskólasamfélagsins á sviði þróunarsamvinnu verði framfylgt.

8. Kynning og umfjöllun:
     a.      Fylgt verði árlegri sameiginlegri kynningaráætlun utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands.
     b.      Ráðstefnur og málþing verði skipulögð í samráði við félagasamtök og háskólasamfélagið.
     c.      Utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands láti gera skoðanakönnun á þekkingu og viðhorfi almennings til þróunarsamvinnu. Verklok áætluð 2013.
     d.      Haldnir verði opnir fundir um opinbert þróunarstarf Íslands.

9. Þátttaka einkaaðila:
     a.      Unnin verði greining á möguleikum íslenskra aðila til þátttöku í uppbyggingu atvinnuvega í þróunarlöndum. Verklok áætluð í apríl 2013.
     b.      Niðurstöður greiningarinnar verði kynntar íslenskum aðilum.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.

Inngangur.
    Samkvæmt 3. gr. laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr. 121/2008, hér eftir nefnd þróunarsamvinnulög, sem tóku gildi 1. október 2008, skal utanríkisráðherra annað hvert ár leggja fram tillögu til þingsályktunar um áætlun stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til fjögurra ára í senn. Í áætluninni skal greint frá framlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og hvernig þau skiptast á grundvelli stefnumiða Íslands í þróunarsamvinnu til lengri og skemmri tíma litið. Þá skal áætlunin fela í sér heildstætt yfirlit yfir það hvernig ráðherra hyggst ná settum markmiðum hennar. Í áætluninni skal m.a. tiltaka fyrirhugað hlutfall framlaga til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu af vergum þjóðartekjum.
    Hinn 10. júní 2011 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014. Þar er kveðið á um að utanríkisráðherra leggi fram til Alþingis endurskoðaða áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands árið 2013. Áætlunin hefur nú verið endurskoðuð og er skjalið Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016 prentað sem fylgiskjal I með þingsályktunartillögu þessari. Þar er að finna ítarlega umfjöllun um grundvöll, forsendur og markmið þeirra áhersluatriða sem þingsályktunartillagan inniheldur. Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016 er einnig nefnd þróunarsamvinnuáætlun til styttingar.

Helstu breytingar á þróunarsamvinnuáætlun.
    Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016 er í meginatriðum eins og fyrri áætlun fyrir árin 2011–2014. Áhersluatriði eru þau sömu, þ.m.t. áherslusvið, málaflokkar, þverlæg málefni, neyðar- og mannúðaraðstoð, lönd og landsvæði, stofnanir og alþjóðlegt samstarf og viðmið.
    Eðli málsins samkvæmt hafa aðgerðir þó verið uppfærðar auk þess sem skerpt hefur verið á orðalagi á stöku stað og nauðsynlegar breytingar gerðar í takt við breytingar á alþjóðavettvangi. Eitt nýtt viðfangsefni er í áætluninni, þ.e. að gerð verði greining á samsetningu samstarfslanda Íslands. Breytilegar aðstæður kalla á reglubundið mat á því hvar íslensk aðstoð kemur að sem mestum notum, þannig að sem best samsvörun sé milli þarfa í samstarfslöndum og styrkleika og stefnumörkunar Íslands. Þessi greining kann að leiða til tillagna um breytingar við næstu endurskoðun þróunarsamvinnuáætlunar.

Skýrsla um framkvæmd þingsályktunar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014 fyrir árin 2011–2012.
    Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. gefur utanríkisráðherra Alþingi skýrslu annað hvert ár um framkvæmd áætlunar stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, samtímis því sem hann leggur fram tillögu til þingsályktunar skv. 3. gr.
    Skýrsla um framkvæmd þingsályktunartillögu um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014 fyrir árin 2011–2012 er prentuð sem fylgiskjal III með þingsályktunartillögu þessari. Í skýrslunni er að finna heildstætt yfirlit yfir alla þróunarsamvinnu Íslands 2011–2012, m.a. hvernig fjármunum til þróunarsamvinnu hefur verið ráðstafað og með hvaða hætti áætlun stjórnvalda hefur komið til framkvæmdar. Þá er greint frá stöðu einstakra verkefna og gerð grein fyrir árangri sem náðst hefur. Síðastliðin tvö ár hefur ötullega verið unnið að markmiðum áætlunarinnar. Samhliða þróunarverkefnum í samstarfslöndum Íslands og stuðningi við verkefni fjölþjóðastofnana og félagasamtaka hefur margvísleg stefnumótunarvinna farið fram, en vönduð vinnubrögð eru leiðarljós í þróunarstarfi Íslands og eru í takt við alþjóðleg viðmið um gott verklag á sviði þróunarmála. Eins og greint er frá í skýrslunni skilar þróunarsamvinna Íslands árangri og leiðir til aukinnar hagsældar og framfara í fátækum samfélögum.



Fylgiskjal I.


Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016.


Skammstafanir
CERF United Nations Central Emergency Relief Fund – Neyðarsjóður SÞ
DAC Development Assistance Committee – Þróunarsamvinnunefnd OECD
ESB Evrópusambandið
ESMAP Energy Sector Management Assistance Programme
FAO Food and Agriculture Organization of the United Nations – Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ
HSÞ Háskóli Sameinuðu þjóðanna
IDA International Development Association – Alþjóðaframfarastofnunin
ILO International Labor Organization – Alþjóðavinnumálastofnunin
IRENA International Renewable Energy Agency
ISAF International Security Assistance Force
NDF Nordic Development Fund – Norræni þróunarsjóðurinn
OCHA United Nations Office for the Coordination of Humanitarian Affairs – Samræmingarskrifstofa aðgerða SÞ í mannúðarmálum
OECD Organization for Economic Cooperation and Development – Efnahags- og framfarastofnunin
PROFISH Global Programme on Fisheries
Sameinuðu þjóðirnar
UNDP United Nations Development Programme – Þróunaráætlun SÞ
UNESCO United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization – Menningarmálastofnun SÞ
UNFPA United Nations Population Fund – Mannfjöldasjóður SÞ
UNHCR Office of the United Nations High Commissioner for Refugees – Flóttamannastofnun SÞ
UNICEF United Nations Childrens Fund, Barnahjálp SÞ
UNIFEM United Nations Development Fund for Women – Þróunarsjóður SÞ í þágu kvenna
UNRWA The United Nations Relief and Works Agency for Palestine Refugees in the Near East – Flóttamannastofnun SÞ fyrir Palestínuflóttamenn
UN Women United Nations Entity for Gender Equality and the Empowerment of Women – Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna
UTN Utanríkisráðuneytið
WFP World Food Programme – Matvælaáætlun SÞ
WHO World Health Organization – Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
WTO World Trade Organization – Alþjóðaviðskiptastofnunin
VÞT Vergar þjóðartekjur
ÞSSÍ Þróunarsamvinnustofnun Íslands

1.     Skyldur Íslands í þróunarsamvinnu.
    Markmið Íslands með alþjóðlegri þróunarsamvinnu er að leggja lóð sitt á vogarskálar baráttunnar gegn fátækt og fyrir bættum lífskjörum í fátækustu hlutum heims. Með virkri þátttöku á þessu sviði leitast Ísland við að uppfylla pólitískar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna.
    Mikil ábyrgð fylgir því að ráðstafa framlögum til þróunarmála, bæði gagnvart íslenskum skattborgurum og íbúum þeirra ríkja sem taka við þróunarframlögum. Vinna þarf markvisst að því að sem bestur árangur náist af þróunarstarfinu og að það nái settu marki. Miklu skiptir að framlögum sé ráðstafað samkvæmt ströngustu kröfum um gagnsæi og skilvirkni og að áreiðanleiki sé í fyrirrúmi í öllum samskiptum við samstarfsaðila.
    Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016 – nefnd þróunarsamvinnuáætlun til styttingar – er gerð á grundvelli laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands nr. 121, sem tóku gildi hinn 1. október 2008, en þar segir í 3. gr.: 1

               „Ráðherra leggur annað hvert ár fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi um áætlun stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til fjögurra ára í senn.
              Í áætluninni skal greint frá framlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu og hvernig þau skiptast á grundvelli stefnumiða Íslands í þróunarsamvinnu til lengri og skemmri tíma litið. Þá skal áætlunin fela í sér heildstætt yfirlit yfir það hvernig ráðherra hyggst ná settum markmiðum hennar.
              Í áætluninni skal m.a. tiltaka fyrirhugað hlutfall framlaga til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu af vergum þjóðartekjum.“


    Alþjóðleg þróunarsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Áætlun þessi byggist á áherslum á mannréttindi og jafnrétti kynjanna, frið og öryggi, ásamt baráttu gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri. Leitast er við að tryggja innbyrðis samræmi í utanríkisstefnu Íslands með tilliti til hnattrænna efnahags-, umhverfis- og öryggismála.
    Aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum er helsti grundvöllur þróunarsamvinnu Íslands. Sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna tekur Ísland þátt í verkefnum SÞ á grunni stofnsáttmála samtakanna.
    Í þúsaldaryfirlýsingunni sem samþykkt var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2000 segir að grunngildi alþjóðasamstarfs á 21. öldinni séu frelsi, jafnrétti, samstaða, umburðarlyndi, virðing fyrir náttúrunni og samábyrgð. Í yfirlýsingunni eru gefin fyrirheit um að ríki heims muni berjast fyrir friði og öryggi og ráðast sameiginlega gegn fátækt. Kveðið er á um að starfsemi SÞ að úrlausn deiluefna, endurreisnar og friðargæslustarfa verði efld. Þá fjallar hún um þau atriði sem mestu skipta til að stuðla að félagslegum framförum og ýta undir hagsæld og framfarir. Á yfirlýsingunni byggjast Þúsaldarmarkmiðin sem nú eru almenn viðmið í alþjóðlegu þróunarstarfi og stefnt er á að náist árið 2015. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur nú þegar verið hafin vinna við gerð samkomulags um þau markmið sem taka skuli við af Þúsaldarmarkmiðunum þegar þau renna sitt skeið á enda árið 2015. Ísland mun taka virkan þátt í því starfi á næstu árum.

Þúsaldarmarkmið SÞ
1. Eyða sárustu fátækt og hungri.
2. Öll börn njóti grunnskólamenntunar.
3. Vinna að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna.
4. Lækka dánartíðni barna.
5. Efla mæðravernd.
6. Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyni.
7. Vinna að sjálfbærri þróun.
8. Styrkja hnattræna samvinnu um þróun.

    Með ofangreint í huga og með vísan í 1. gr. þróunarsamvinnulaga fjallar áætlun þessi um heildarþátttöku Íslands í alþjóðlegu þróunarstarfi, friðargæslu og endurreisn, auk neyðar- og mannúðaraðstoðar.
    Monterrey-samþykktin um fjármögnun þróunar var niðurstaða á alþjóðaráðstefnu SÞ árið 2002. Samþykktin felur í sér gagnkvæma skuldbindingu og ábyrgð þeirra ríkja sem starfa að þróunarsamvinnu, veitendur aðstoðar munu auka framlög til aðstoðar þróunarlöndum, þróunarstofnanir auka skilvirkni með aukinni samhæfingu aðgerða og viðtökuríkin stuðla að umbótum og bættum stjórnarháttum í opinberri stjórnsýslu og við framkvæmd verkefna.
    Auk ofangreindra samþykkta hefur Ísland fullgilt ýmsa samninga og sáttmála SÞ sem fela í sér skyldur sem hafa þýðingu fyrir áætlun þessa, þar á meðal mannréttindasamningana, barnasáttmálann, kvennasáttmálann, eyðimerkursáttmálann, hafréttarsáttmálann og loftslagssamninginn.

2.     Alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands.
2.1.     Gildi og áherslur.
    Alþjóðleg stefnumótun í þróunarsamvinnu endurspeglar viðhorf sem byggjast á þeirri miklu reynslu sem safnast hefur í áranna rás. Reynslan kennir að þó að hægt sé að nota svipaðar aðferðir frá landi til lands verður ávallt að taka mið af staðháttum og aðstæðum sem eru mismunandi frá einu landi til annars.
    Áhersla er lögð á stuðning við fátækustu ríki heims og fátækt fólk í ríkjum þar sem gæðum er misskipt. Samstarf í þágu friðar og endurreisn stríðshrjáðra samfélaga er auk þess veigamikill þáttur í þróunarsamvinnu. Þá er sjónum beint að ríkjum sem búa við veika stjórnsýslu og veikt lýðræðislegt stjórnarfar, svokölluðum þrotríkjum (e. failed states) eða óstöðugum ríkjum (e. fragile states).
    Íslensk þróunarsamvinna endurspeglar þau gildi sem íslenskt samfélag stendur fyrir – virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum, fjölbreytni mannlífs, umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. – Í ljósi þessa er lögð áhersla á;
i.         Ábyrgð – að ráðvendni og gagnsæi verði höfð að leiðarljósi í þróunarstarfi og ábyrgð á framkvæmd og árangri starfsins deilt með samstarfsaðilum.
ii.         Árangur – að allir þættir þróunarstarfsins, stjórnun, verklag og aðferðafræði verkefna, stuðli að því að árangur þróunarsamvinnu verði sem mestur.
iii.         Áreiðanleiki – að landi og þjóð verði aflað virðingar á alþjóðavettvangi með því að vera faglegur og traustur samstarfsaðili í þróunarstarfi.
    Markmið Íslands í þróunarsamvinnu er að styðja áætlanir um útrýmingu fátæktar á grunni sjálfbærrar þróunar og uppbyggingar á mannauði. Sérstök áhersla er lögð á mannréttindi, jafnrétti, frið, öryggi og verkefni þar sem íslensk sérþekking og reynsla nýtist.
    Þúsaldarmarkmiðin og alþjóðlegar samþykktir um þróunarsamvinnu sem íslensk stjórnvöld eru aðili að eru leiðarljós þróunarsamvinnu Íslands. Leitast er við að tryggja eignarhald heimamanna á verkefnum og áætlunum. Þannig festast framfarir í sessi og heimamenn bera sjálfir ábyrgð á þróun eigin samfélags. Einnig er kappkostað að auka gagnkvæman skilning og samstöðu Íslands og þróunarlanda með auknum samskiptum, m.a. á sviði menningar og viðskipta. Það hefur sýnt sig að samræmi í stefnumótun gjafaríkja (e. policy coherence) styrkir árangur þróunarsamvinnu. Gerð verður greining á möguleikum íslenskra stjórnvalda þar að lútandi.
    Helstu áhersluþættir þróunarstarfs Íslands verða sem hér segir:
i.        Í tvíhliða þróunarsamvinnu ÞSSÍ verður lögð áhersla á þrjú ríki í Afríku sem Ísland hefur reynslu af samstarfi við og eru í hópi fátækustu ríkja álfunnar. Þessi ríki eru Malaví, Mósambík og Úganda. Einnig verður veitt aðstoð á vettvangi svæðasamstarfs með sérstakri áherslu á auðlindanýtingu.
ii.        Störf í þágu friðar munu byggjast á framlögum til alþjóðastofnana og störfum íslenskra sérfræðinga í tveimur löndum sem eru mikilvæg friði og öryggi í heiminum. Þessi lönd eru Afganistan og Palestína. 2
iii.        Í marghliða þróunarstarfi verður lögð áhersla á samstarf við fjórar stofnanir sem eru sérstaklega mikilvægar á áherslusviðum þessarar áætlunar. Þessar stofnanir eru Alþjóðabankinn, Barnahjálp SÞ (UNICEF), Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) og Háskóli Sameinuðu þjóðanna (HSÞ).
iv.        Neyðar- og mannúðaraðstoð verður áfram mikilvægur þáttur þróunarstarfs Íslands, fyrst og fremst í samstarfi við Samræmingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA), Neyðarsjóð SÞ (CERF), Matvælaáætlun SÞ (WFP) og frjáls félagasamtök.
v.        Unnið verður markvisst að samræmingu á störfum þeirra sem veita opinbera þróunaraðstoð Íslendinga og aukinni samhæfingu tvíhliða og marghliða þróunarsamvinnu.
vi.        Samstarf við frjáls félagasamtök verður eflt enn frekar, bæði á sviði þróunarsamvinnu og vegna neyðar- og mannúðaraðstoðar.
vii.    Stuðlað verður að aukinni umfjöllun og skoðanaskiptum um málefni þróunarlanda og um framkvæmd þróunarsamvinnu Íslands með útgáfustarfsemi, ráðstefnum og fræðslu.

2.2.     Framlög.
    Íslensk stjórnvöld styðja markmið Sameinuðu þjóðanna um að iðnríki skuli veita sem nemur 0,7% af vergum þjóðartekjum (VÞT) til þróunarsamvinnu. Með vísan í samþykktir allsherjarþings SÞ allt frá árinu 1970 og samþykktir SÞ um fjármögnun í þágu þróunar sem gerðar voru í Monterrey 2002 og Doha 2008 er hér mörkuð sú stefna að Ísland muni á næstu árum skipa sér í hóp þeirra ríkja sem leggja meira en sem nemur 0,7% af VÞT til þróunarsamvinnu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Nágrannaríki Íslands, Noregur, Svíþjóð og Danmörk, auk Hollands og Lúxemborgar, hafa öll veitt a.m.k. 0,7% af VÞT til þróunarsamvinnu um áraraðir. Önnur ríki hafa sett fram tímasettar áætlanir um að ná 0,7% markmiðinu, t.d. Evrópusambandsríkin sem áætla að leggja samtals 0,7% af VÞT til þróunarsamvinnu árið 2015.
    Framlög Íslands til þróunarsamvinnu hækkuðu mikið á árunum 2006 til 2009 og námu 4,3 milljörðum kr., 0,37% af VÞT á árinu 2008. Í ljósi efnahagsþrenginga var ekki hjá því komist að draga úr þróunarframlögum líkt og í öðrum útgjaldaliðum ríkisins. Árin 2011 og 2012 námu framlögin sem svarar til 0,21% af VÞT. Áætlanir gera ráð fyrir að framlögin fari stigvaxandi og nemi 0,42% af VÞT 3 á árinu 2016, sbr. yfirlitstöflu.
    Við endurskoðun þróunarsamvinnuáætlunar árið 2015 verður hraðað á hækkun framlaga svo ná megi því markmiði að árið 2019 renni 0,7% af VÞT til þróunarmála, en gert er ráð fyrir að framlögin nemi 0,5% af VÞT árið 2017.
    Forsendur áætlunarinnar byggjast á fyrirliggjandi spá um hagvöxt. 4 Verði hagvöxtur meiri koma framlögin til endurskoðunar.

2.3.     Marghliða og tvíhliða samstarf.
    Tvíhliða og marghliða starf er af sama meiði og fléttast náið saman, bæði við stefnumótun og starf á vettvangi. 5 Með heildarlöggjöf um þróunarsamvinnu er lagður grunnur að því að tengja betur saman störf á tvíhliða og marghliða vettvangi. Þannig styrkist alþjóðastarf Íslands þar sem reynsla og árangur af tvíhliða samvinnu nýtist við störf innan alþjóðastofnana og öfugt.
    Stjórnvöld skulu standa skil á gæðum og árangri þróunarstarfsins. Árangur, skilvirkni, vönduð og fagleg vinnubrögð eru lykilatriði við ákvarðanatöku um hvernig fjárveitingum til þróunarsamvinnu skal háttað. Reglulegt mat og úttektir á starfsemi þeirra aðila sem framkvæma þróunarverkefni er forsenda slíkra ákvarðana og lögð er áhersla á að slíkt sé gert með kerfisbundnum hætti. Gildir þar einu hvort um er að ræða samstarf við frjáls félagasamtök, framlög til alþjóðastofnana, eða vegna tvíhliða verkefna ÞSSÍ. Markmið þróunarsamvinnulaga um heildarsýn á málaflokkinn felur í sér þá kröfu að öll þróunarsamvinna Íslands sé mæld eftir sömu mælistiku eins og frekast er unnt. Í því skyni er áríðandi að skýrir verkferlar gildi um framkvæmd úttekta og upplýsingagjöf sem stuðlar að auknu gagnsæi þróunarstarfsins.

2.4.     Samstarf við félagasamtök.
    Frjáls félagasamtök leggja mikið af mörkum til þróunarsamvinnu og til neyðar- og mannúðaraðstoðar. Styrkur þeirra felst oft í nálægð við grasrótina í þeim samfélögum sem þiggja aðstoð og þau geta verið mikilvægir málsvarar þjóðfélagshópa sem standa höllum fæti og minna mega sín. Stuðningur við þau grundvallast þannig á eflingu grasrótarstarfs og styrkingu lýðræðis.
    Frá og með árinu 2012 er sérstakur liður í fjárlögum ætlaður samstarfi við félagasamtök. Árið 2011 runnu um 5% framlaga stjórnvalda til þróunarmála til verkefna sem unnin eru í samstarfi við félagasamtök, en áætlað er að framlögin aukist og nemi um 8% árið 2014. Komið hefur verið á leiðbeinandi verklagsreglum og einu umsóknarferli fyrir öll verkefni, hvort heldur um er að ræða neyðar- og mannúðaraðstoð eða þróunarverkefni. ÞSSÍ mun áfram leggja áherslu á samstarf við innlend félagasamtök í samstarfsríkjum Íslands þar sem fylgt verður sömu verklagsreglum og í samstarfi við íslensk og alþjóðleg samtök. Verklagsreglurnar skulu endurskoðaðar árið 2013 með sérstöku tilliti til viðmiða alþjóðlegs samkomulags um góða starfshætti í mannúðaraðstoð (e. Good Humanitarian Donorship). Markmið stjórnvalda er jafnframt að rammasamningar verði meðal þeirra leiða sem geta legið til grundvallar samstarfi við félagasamtök í framtíðinni.
    Neyðaraðstoð vegna náttúruhamfara og annarra atburða sem krefjast skjótra viðbragða mun eftir sem áður greiðast af fjárlagalið um mannúðarmál og neyðaraðstoð, þ.m.t. þau framlög sem renna til félagasamtaka.
    Helstu áhersluatriði í þróun framlaga til þróunarsamvinnu verða sem hér segir:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Eftirfarandi áætlun um skiptingu framlaga byggist á reynslu undanfarinna ára, þar á meðal úttektum á verkefnum ÞSSÍ og störfum þeirra alþjóðastofnana sem Ísland starfar með. Ekki er tilefni til að breyta út frá þeirri meginskiptingu framlaga sem verið hefur.
    Áætlun um skiptingu framlaga eftir fjárlagaliðum:

2013      2014 2015 2016

m.kr.

Hlutf.

m.kr.

Hlutf.

m.kr.

Hlutf.

m.kr.

Hlutf.
ÞSSÍ 1.772,6 41% 1.986,5 40% 2.629,5 40% 3.242,9 40%
UTN 2.282,7 53% 2.582,5 52% 3.418,4 52% 4.215,7 52%
Þar af:
Jarðhitaskóli HSÞ 249,8 6% 286,5 6%
Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, FAO 27,2 1% 31,2 1%
Þróunaráætlun SÞ, UNDP 42,8 1% 49,1 1%
Barnahjálp SÞ, UNICEF 175,1 4% 200,9 4%
Sjávarútvegsskóli HSÞ 211,7 5% 242,8 5%
Landgræðsluskóli HSÞ 85,1 2% 97,7 2%
Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women 174,7 4% 200,4 4%
Mannúðarmál og neyðaraðstoð 262,2 6% 300,8 6%
Alþjóðabankinn 177,5 4% 203,6 4%
Umhverfis- og loftslagsmál 80,6 2% 92,5 2%
Íslensk friðargæsla 195,0 5% 223,7 5%
Þróunarmál og hjálparstarfsemi, óskipt 206,6 5% 237,0 5%
Almenn framlög til annarra alþjóðastofnana* 149,4 3% 171,4 3%
Stofnfjárframlög (IDA, NDF) 245,0 6% 245,0 5%
Samstarf við frjáls félagasamtök 277,1 6% 397,3 8% 525,9 8% 648,6 8%
SAMTALS 4. 332,4 4.966,3 6.574,0 8.107,0
Hlutfall af VÞT 0,26% 0,28%      0,35% 0,42%
* Hlutfall framlaga til alþjóðlegra stofnana sem telst til þróunarsamvinnu: Almenn framlög til SÞ (12%), UNESCO (60%), IAEA (33%), ÖSE (74%), Alþjóðleg friðargæsla (6%), ILO (60%), WHO (76%) og UNFCCC (61%).


3.     Framkvæmd.
    Í áætlun þessari er áhersla lögð á að skerpa sýn og fylgja skýrri forgangsröðun í þróunarstarfi Íslands á grundvelli sjálfbærrar þróunar. Megináhersla verður á þrjú svið: auðlindir, félagslega innviði og frið; og tvö þverlæg málefni: jafnrétti og umhverfi. Við framkvæmd þróunarsamvinnu verður áhersla lögð á fimm lönd: Afganistan, Malaví, Mósambík, Palestínu og Úganda. Fjórar alþjóðastofnanir verða lykilstofnanir í marghliða þróunarsamvinnu: Alþjóðabankinn, UNICEF, UN Women og HSÞ. Neyðar- og mannúðaraðstoð verður eftir sem áður mikilvægur þáttur þróunarstarfsins með áherslu á OCHA, CERF og WFP.






Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Áætla má að á undanförnum árum hafi um 75% framlaga sem eyrnamerkt eru sérstökum málefnum fallið innan ramma þeirra áherslusviða og þverlægu málefna sem hér er lögð áhersla á. Áfram verður miðað við að þessu lágmarkshlutfalli verði náð við framkvæmd áætlunarinnar, auk þess sem í einstökum samstarfsríkjum verði áherslusviðin að hámarki tvö. Þau framlög og verkefni sem falla utan rammans styðja við áherslur og markmið áætlunarinnar eða eru verkefni sem talið er sérstaklega mikilvægt að Ísland styðji, svo sem aðstoð við flóttamenn og skuldastýringu þróunarríkja.
    Með þessu verður leitast við að efla skilvirkni og árangur þróunarstarfs Íslands og að það beinist í þann farveg að saman fari sérþekking og reynsla Íslendinga og þarfir samstarfsríkja.

3.1.     Áherslusvið og málaflokkar.
Auðlindir.
    Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er ein af grunnforsendum efnhagslegrar uppbyggingar í þróunarlöndunum. Ísland er aðili að yfirlýsingu ráðherra OECD um grænan hagvöxt, en hugtakið vísar til hagþróunar á grundvelli sjálfbærrar auðlindanýtingar, ábyrgrar stefnu í umhverfismálum og jafnaðar.
     Framfarir í fiskimálum 6 eru sérstaklega mikilvægar til að bæta lífsviðurværi íbúa margra þróunarríkja, en einn milljarður íbúa þeirra reiðir sig á fisk sem meginpróteingjafa í fæðu og hefur eftirspurn eftir fiski aukist mun meira en framboð. Alls búa um 90% þeirra sem hafa lífsviðurværi sitt af fiskveiðum í þróunarlöndum.
    Bætt nýting fiskistofna og bætt meðferð afla, ásamt auknu framboði fisks úr fiskeldi, eykur fæðuöryggi viðkomandi samfélaga og skapar grundvöll fyrir auknum útflutningstekjum. Uppbygging og innleiðing fiskveiðistjórnarkerfa sem byggjast á vísindaráðgjöf skiptir einnig miklu máli við aðlögun þróunarríkja að áhrifum loftslagsbreytinga.
    Fiskimál eru flókinn málaflokkur sem mörgum þróunarríkjum hefur reynst erfitt að byggja upp. Frá upphafi tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands hafa fiskimál verið þungamiðja starfsins. Sú áhersla þróaðist vegna óska þróunarríkja um samstarf á sviði þar sem íslensk sérþekking og reynsla er fyrir hendi. Í áranna rás hefur byggst upp góð þekking á þróunarstarfi í fiskimálum á Íslandi og er málaflokknum nú mikið sinnt bæði á tvíhliða og marghliða vettvangi.
    Reykjavíkuryfirlýsingin um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar frá 2001 kvað á um mikilvægi þróunaraðstoðar í fiskimálum. Á leiðtogafundi SÞ um sjálfbæra þróun ári síðar náðist aukin áhersla á fiskimál í störfum þróunarstofnana og hefur því aukin athygli beinst að þessum málaflokki á umliðnum árum. Málefni hafsins voru einnig í brennidepli á ríkjaráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun í Ríó de Janeiró 2012, þar sem Alþjóðabankinn ýtti úr vör alþjóðlegu samstarfsverkefni um málefni hafsins (e. Global Partnership for Oceans). Ísland er þátttakandi í verkefninu, en markmið þess er að stuðla að verndun hafsins og sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda með sérstakri áherslu á þróunarlönd.
    Með ofangreint í huga mun Ísland taka áfram virkan þátt í starfi á þessum vettvangi, með öflugu starfi Sjávarútvegsskóla HSÞ, í gegnum alþjóðastofnanir, sem og verkefnum ÞSSÍ. Stuðningur Íslands mun beinast til jafns að uppbyggingu í samfélögum sem byggja afkomu sína á fiski, sem og hinum tæknilegu þáttum geirans.
     Orkumál eru mikilvæg framgangi Þúsaldarmarkmiðanna. UNDP bendir á að útilokað sé að ná markmiðunum nema bætt verði úr aðgengi að orku fyrir hina fátæku. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar búa um 1,6 milljarðar jarðarbúa án rafmagns og um tveir milljarðar mæta orkuþörf sinni með óheilnæmum aðferðum, svo sem brennslu viðar og taðs. Notkun þessara efna til húshitunar og eldamennsku veldur mengun sem oft bitnar sérstaklega illa á konum og börnum og stuðlar að hnignun auðlinda, svo sem skóglendis.
    Áríðandi er að styðja þróunarríki til að mæta orkuþörf sinni með nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkulinda þar sem þess er kostur og takmarka þar með áhrif aukinnar orkuframleiðslu á losun gróðurhúsalofttegunda. Á alþjóðavettvangi hefur aukin áhersla verið lögð á endurnýjanlega orkugjafa til hagsbóta fyrir þróunarlönd. Átaksverkefnið „sjálfbær orka fyrir alla“ (e. Sustainable Energy for All) var sett á laggirnar af aðalframkvæmdastjóra SÞ, með áherslu á að auka aðgengi að orku, bæta orkunýtingu og auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa.
    Ísland og Alþjóðabankinn hafa gert með sér samkomulag um að vinna að aukinni jarðhitanýtingu í austurhluta Afríku, nánar tiltekið í ríkjunum sem liggja í sigdalnum í Austur- Afríku, en samstarfið er hluti af þátttöku Alþjóðabankans í átakinu um sjálfbæra orku fyrir alla. Samstarfið er mesta átak til jarðhitanýtingar í þróunarríkjum frá upphafi og með því er Ísland orðinn aðalráðgjafi bankans á sviði jarðhitamála. ÞSSÍ er framkvæmdaraðili fyrsta hluta verkefnisins sem snýr að jarðhitaleit og rannsóknum, en Norræni þróunarsjóðurinn kemur að fjármögnun þess til móts við ÞSSÍ.
    Orkumál hafa verið vaxandi áhersluflokkur í þróunarsamvinnu Íslands á síðustu árum, en fram að þeim tíma var starfsemi Jarðhitaskóla HSÞ meginframlag Íslands til orkumála. Þátttaka Íslands á þessu sviði verður efld enn frekar, bæði á tvíhliða og marghliða grundvelli og með áframhaldandi öflugu starfi jarðhitaskólans.

Félagslegir innviðir.
    Grunnstoð hvers samfélags er sá auður sem felst í borgurum þess. Aukin menntun, betra heilbrigði og jafnrétti auka tækifæri hins almenna borgara til þátttöku í verðmætasköpun og velferð samfélagsins og stuðla þar með að auknum hagvexti og félagslegum framförum.
    Fimm af átta Þúsaldarmarkmiðum beinast að menntun og heilbrigði. Þrátt fyrir verulegar úrbætur í aðgengi barna að grunnskólamenntun vantar töluvert upp á að alþjóðlegum þróunarmarkmiðum sé náð og gæði menntunar er víða ábótavant. Brottfall grunnskólanema er t.d. enn mikið og ólæsi fullorðinna sömuleiðis. Menntun mun því áfram vera lykilþáttur í þróunarsamvinnu Íslands. Áhersla verður lögð á menntun barna og fullorðinsfræðslu ásamt uppbyggingu fagþekkingar innan áherslusviðanna.
    Vanburðug heilbrigðisþjónusta og heilsugæsla er enn helsti vandi fátækustu landanna. Þótt verulegur árangur hafi náðst í að draga úr bæði mæðra- og barnadauða deyja árlega tæplega 7 milljónir barna fyrir fimm ára aldur og nærri 290 þúsund konur og stúlkur af völdum þungunar eða af barnsförum. Heilbrigðismál verða því áfram veigamikill þáttur í þróunarsamvinnu Íslands. Lögð verður sérstök áhersla á grunnþjónustu, hollustuhætti og kyn- og frjósemisheilbrigði og -réttindi þar sem heilsa mæðra- og ungbarna er í forgangi.
    Stuðningur við uppbyggingu félagslegra innviða verður einkum veittur á héraðsgrundvelli – svonefnd héraðsnálgun – og byggist á reynslu og sérþekkingu Íslendinga við að skipuleggja og veita opinbera þjónustu í miklu fámenni og við erfiðar aðstæður. Fjárfesting í heilbrigðismálum, vatnsöflun og menntamálum verður þannig tvinnuð saman við stuðning við uppbyggingu á getu héraðsyfirvalda til að veita þjónustu á þessum mikilvægu sviðum. Reynsla Þróunarsamvinnustofnunar bendir til þess að þessi sérþekking falli vel að þörfum samstarfsaðila okkar.

Friður.
    Friður, öryggi og þróun eru nátengd. Friðvænlegt umhverfi er forsenda langtímauppbyggingar og efnahagslegrar framþróunar. Að sama skapi getur veikt stjórnarfar, stöðnun og óvissa í fátækum ríkjum verið uppspretta ófriðar. Stríðsátök og óstöðugleiki geta haft áhrif langt út fyrir landamæri hlutaðeigandi ríkja, svo sem með aukinni útbreiðslu sjúkdóma, vegna skipulagðrar glæpa- og hryðjuverkastarfsemi, með fólksflutningum og fólksflótta.
    Grunnforsendur friðar í stríðshrjáðum löndum eru traust stjórnarfar og endurreisn sem byggist á efnahags- og félagslegri þróun. Gott stjórnarfar felur m.a. í sér að hinn almenni borgari geti treyst á lög og reglu, að mannréttindi séu virt og að fylgt sé ábyrgum og gagnsæjum stjórnarháttum.
    Friðargæsla og -uppbygging er grundvallarþáttur í starfi Sameinuðu þjóðanna og leggur Ísland þeim málaflokki lið með margvíslegum hætti. Auk fjárframlaga til alþjóðlegrar friðargæslu SÞ 7 tekur Ísland þátt í friðaruppbyggingu með því að senda sérfræðinga til starfa hjá alþjóðastofnunum á vettvangi stríðshrjáðra landa. Á síðustu árum hefur skilningur og áhugi á mikilvægi borgaralegra endurreisnarstarfa í stríðshrjáðum löndum farið vaxandi í alþjóðastarfi. Fellur sú áhersla vel að getu og áherslum Íslands, enda eru allir íslenskir friðargæsluliðar borgaralegir starfsmenn. Forsendur þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum er að um sé að ræða aðgerðir á vegum eða í umboði SÞ.
    Friðargæslustörf Íslands felast í störfum sérfræðinga á vegum alþjóðastofnana. Áhersla er lögð á aðstoð við þá sem minna mega sín, svo sem flóttamenn og börn, neyðaraðstoð, samhæfingu endurreisnarstarfs og stjórnarfar við framkvæmd ályktana öryggisráðs SÞ um konur, frið og öryggi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


3.2.     Þverlæg málefni.

    Jafnréttis- og umhverfismál eru þverlæg málefni í þessari áætlun og á allt þróunarstarf að taka mið af þeim sjónarmiðum.
Jafnréttismál
    Reynslan sýnir að samstarf sem grundvallast á jöfnum rétti kvenna og karla er árangursrík leið í þróunarsamvinnu. Verkefni sem byggjast á þátttöku og taka tillit til hagsmuna og sjónarmiða beggja kynja eru líklegri en önnur til að skila varanlegum árangri.
    Bætt staða kvenna og aukið jafnrétti í alþjóðasamstarfi er auk þess sértækt markmið sem unnið verður að með samþættingu kynjasjónarmiða í þróunarstarfi stjórnvalda. Slík samþætting felur í sér að jafnrétti verði haft að leiðarljósi við stefnumótun, gerð áætlana, verkefnaundirbúning og framkvæmd á vettvangi sem og starfa innan alþjóðastofnana. Ályktanir öryggisráðs SÞ um konur, frið og öryggi eru auk þess mikilvægur grundvöllur þátttöku Íslands í störfum á vettvangi friðargæslu og endurreisnar. 8
    Mikilvægt er að bæði kynin hafi jöfn tækifæri til áhrifa, þátttöku og ábata af verkefnum Íslands. Stefna stjórnvalda um kynjaða hagstjórn verður áfram höfð að leiðarljósi í þróunarstarfi, en frá árinu 2009 hafa framlög til þróunarsamvinnu verið greind með tilliti til áherslna þeirra á kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna. Niðurstöður þeirrar greiningar hafa verið jákvæðar, en á árinu 2011 höfðu 79,4% tvíhliða þróunarverkefna sem Ísland veitti framlög til kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna að meginmarkmiði, eða var ætlað að stuðla að því á marktækan hátt.
    Í öllum þróunarverkefnum skal stuðla að jafnrétti kynjanna með markvissum hætti með beinum aðgerðum og skýrum mælikvörðum og við úttektir skal meta hversu vel til hefur tekist. Þá er áhersla lögð á að jafna stöðu kynjanna meðal starfsmanna á vegum íslenskra stjórnvalda í þróunarsamvinnu, bæði þeirra sem starfa á vettvangi og þeirra sem starfa heima. Framfylgja skal sameiginlegri jafnréttisstefnu utanríkisráðuneytisins og ÞSSÍ á sviði þróunarsamvinnu.

Umhverfismál
    Fátækt fólk í þróunarríkjum er mun háðara umhverfi og náttúruauðlindum en íbúar iðnvæddra landa. Varnarleysið gagnvart rýrnun auðlinda, ekki síst vatnsauðlindinni, hnignun landgæða, breytingum á veðurfari og náttúruhamförum er oft á tíðum mikið.
    Þróunarsamvinna Íslands byggist á markmiðum um sjálfbæra þróun sem felur í sér að þróun sem mætir þörfum samtíðarinnar skuli ekki skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Í Þúsaldarmarkmiðunum er lögð áhersla á að ekki verði gengið á auðlindir jarðar með ósjálfbærum hætti. Sjálfbær þróun er viðmið í allri aðstoð Íslands sem vegur einna þyngst í verkefnum sem snúa að nýtingu auðlinda. Auk þess er leitast við að öll þróunarverkefni taki tillit til umhverfissjónarmiða og séu unnin í sátt við umhverfið. Með slíkri samþættingu er því lýst yfir að umhverfismál og sjálfbær nýting náttúruauðlinda séu ávallt höfð að leiðarljósi þegar unnið er að því að tryggja framgang Þúsaldarmarkmiða SÞ. Með því að koma umhverfissjónarmiðum inn í þróunarstarf er stuðlað að betri árangri í allri viðleitni til að draga úr fátækt. Mótuð verður umhverfisstefna fyrir þróunarstarf Íslands sem byggist á heildarstefnu stjórnvalda í umhverfismálum og taki mið af alþjóðlegum samþykktum er varða þróunarsamvinnu.
    Loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lífsskilyrði á jörðinni. Verði ekki brugðist við þessari þróun munu komandi kynslóðir ekki njóta sömu lífsgæða og þær sem nú lifa. Veðurfarsbreytingar sem hafa í för með sér náttúruhamfarir, t.d. vegna óvenju mikilla þurrka eða flóða, eru sérstaklega erfiðar þróunarríkjum.
    Á loftslagsráðstefnu SÞ sem haldin var í Katar í desember 2012 var lögð áhersla á að staðið verði við samkomulag um aðstoð til handa þróunarríkjum svo að þau geti brugðist við afleiðingum frekari hlýnunar jarðar og dregið úr útblæstri. Iðnríkin hafa lofað að árið 2020 verði framlög til þróunarsamvinnu á sviði loftslagsmála komin upp í 100 milljarða bandaríkjadala á ári. Árin 2010–2012 náðist takmark sem sett var í Cancún árið 2010 um að veita að lágmarki 30 milljarða dala til loftslagstengdrar þróunarsamvinnu. Í Katar var hnykkt á þörf fyrir hækkandi framlög þar að lútandi og iðnríkin hvött til að halda framlögum að lágmarki jafnháum árin 2013–2015. Íslensk stjórnvöld munu fylgja gefnum fyrirheitum og munu framlög til umhverfis- og loftslagsmála árin 2013–2016 fara hækkandi í takt við hækkun framlaga til opinberrar þróunarsamvinnu.
    Sjónarmið jafnréttis og umhverfismála verða innleidd í þróunarstarf Íslands með eftirfarandi hætti:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


3.3.     Neyðar- og mannúðaraðstoð.

    Neyðar- og mannúðaraðstoð Íslands miðar að því að bjarga mannslífum og draga úr þjáningu þar sem neyðarástand hefur skapast. Líkt og verkefni sem stuðla að langvarandi uppbyggingu og þróun er mikilvægt að neyðar- og mannúðaraðstoð sé veitt með ábyrgum og samhæfðum hætti þar sem skilvirkni er höfð að leiðarljósi.
    Aðstoð Íslands á þessum vettvangi tekur ávallt mið af þeirri þörf sem skapast hverju sinni. Aðstoðin rennur um hendur frjálsra félagasamtaka og stofnana og sjóða SÞ. Þrír aðilar gegna stærstu hlutverki á þessum vettvangi innan SÞ, WFP sem starfar á öllum helstu neyðarsvæðum í heimi, CERF sem gerir samtökunum kleift að bregðast við þegar skyndilegar hamfarir dynja á og OCHA sem samræmir aðgerðir. Félagasamtök gegna einnig lykilhlutverki á sviði neyðar- og mannúðaraðstoðar og gilda um samstarf við þau sérstakar verklagsreglur eins og að framan greinir.
    Árið 2003 var ýtt úr vör alþjóðlegu samkomulagi um góða starfshætti í mannúðaraðstoð (e. Good Humanitarian Donorship) sem felur í sér að veitendur aðstoðar fylgi verklagi og viðmiðum sem miða að vandaðri og árangursríkari aðstoð. Lögð er áhersla á að mannréttindi, mannúðarlög og lög um flóttamenn séu virt þegar mannúðaraðstoð er veitt, að SÞ sé gert kleift að framfylgja forystuhlutverki sínu og að lykilhlutverk félagasamtaka, sérstaklega Alþjóða rauða krossins og Rauða hálfmánans, sé viðurkennt. Jafnframt er lögð áhersla á að þau ríki sem styðja mannúðaraðstoð á vegum SÞ gefi vilyrði um fjárveitingar með lengri fyrirvara en nú er.
    Íslensk stjórnvöld styðja áherslur alþjóðaátaksins um mannúðaraðstoð og skal stöðugt hugað að umbótum á fyrirkomulagi neyðar- og mannúðaraðstoðar utanríkisráðuneytisins. Auknar kröfur eru gerðar til þeirra verkefna sem studd eru, m.a. hvað varðar undirbúning, áætlunargerð og eftirlit, aðlögun að þörfum viðtökuríkja og um meðferð og vörslu fjármuna. Í ljósi þess og til að skerpa áherslur Íslands enn fremur, verður mótuð stefna í neyðar- og mannúðarmálum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


3.4.     Lönd og svæðasamstarf.
    Áhersla verður lögð á aðstoð við þau ríki og landsvæði þar sem fátækt og neyð er hvað mest. Afganistan, Malaví, Mósambík og Úganda eru öll í hópi fátækustu þróunarríkjanna og mikil þörf er á efnahagslegri og félagslegri aðstoð í Palestínu. Aðstæður í öllum þessum löndum eru erfiðar, en af ólíkum toga og eru sum þeirra í hópi óstöðugra ríkja.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Í Malaví, Mósambík og Úganda ríkir meiri stöðugleiki í efnahags- og stjórnmálum en í Afganistan og í Palestínu þar sem framvinda endurreisnar og uppbyggingar litast af erfiðu ástandi á sviði öryggismála og pólitískum átökum.
    Aðstoð við Afríkuríkin þrjú byggist á þeim grunni að þörfin fyrir aðstoð er mikil og ÞSSÍ hefur langa reynslu í þeim öllum. Þar sem ástand í þessum löndum er nokkuð tryggt getur samvinna við þau byggst á langtímaáætlunum sem eru unnar og framkvæmdar í samstarfi við stjórnvöld þeirra. Gerð hefur verið sérstök samstarfsáætlun fyrir Malaví þar sem aðstoð Íslands grundvallast á áherslum og þörfum Malaví eins og fram kemur í þróunaráætlunum landsins. Unnið er að sams konar áætlun fyrir Mósambík og Úganda.
    Í framkvæmd þróunarstarfs verður stuðst við heimildir þróunarsamvinnulaga sem gera ÞSSÍ fært að koma að viðfangsefnum sínum með þeim aðferðum sem best henta hverju sinni, svo sem með þátttöku í verkefnastoðum (e. programmes) og sam- og körfufjármögnun í samstarfi við aðra veitendur aðstoðar. Rík áhersla verður lögð á að fylgja viðurkenndu verklagi í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Við val á viðfangsefnum verður lögð áhersla á að grundvöllur árangurs og sjálfbærni verkefna er samábyrgð og gagnkvæm geta samstarfsríkjanna til að veita og taka við aðstoð.
    Gagnvart Afganistan og Palestínu munu áætlanir gera ráð fyrir breyttum þörfum eftir því sem ástandið þróast. Í þessum löndum hafa íslensk stjórnvöld ekki stöðuga viðveru. Fyrir vikið fer aðstoðin fram í samstarfi við þær alþjóðastofnanir og félagasamtök sem þar starfa, annars vegar með framlögum til sjóða eða einstakra verkefna sem unnin eru á þeirra vegum, hins vegar með störfum íslenskra sérfræðinga á vettvangi. Gerð hefur verið aðgerðaáætlun fyrir Palestínu sem framfylgt verður á tímabilinu. Áætlunin byggist m.a. á ályktun Alþingis frá 29. nóvember um viðurkenningu íslenskra stjórnvalda á Palestínu sem sjálfstæðu og fullvalda ríki. 9 Áhersla á ofangreind lönd útilokar ekki að sinnt verði verkefnum gagnvart öðrum ríkjum. Þátttaka í starfi ríkjahópa getur t.d. verið mikilvæg framgangi verkefna á þeim áherslusviðum sem Ísland styður. Með það í huga tekur ÞSSÍ þátt í svæðasamstarfi á sínum áherslusviðum, einkum í Afríku sunnan Sahara. Sérstaklega verða mótaðar áherslur og viðmið um þátttöku í svæðasamstarfi og marghliða samstarfi í fiskimálum og stefnu um svæðasamstarf í jarðhitamálum framfylgt. Megináherslur í samstarfi við ríkin fimm eru settar fram í eftirfarandi yfirliti.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Síbreytilegar aðstæður kalla á reglubundna endurskoðun í þeim löndum sem þegar er unnið í. Meginmarkmiðið er að sem best samsvörun sé milli þarfa í samstarfslöndum og styrkleika Íslands. Gert er ráð fyrir að gerð verði greining á núverandi og mögulegum samstarfslöndum sem liggi fyrir við næstu endurskoðun þróunarsamvinnuáætlunar.

3.5.     Stofnanir.
    Skýrari forgangsröðun endurspeglast einnig í því að sérstök áhersla verður lögð á störf fjögurra alþjóðastofnana; Alþjóðabankans, UNICEF, UN Women og HSÞ. Í því felst að auk framlaga og stuðnings við verkefni þeirra í þróunarlöndum muni íslensk stjórnvöld verða virkir þátttakendur í málefnavinnu og málflutningi á vettvangi þeirra. Framlög til þessara stofnana hafa numið um 55% af heildarframlögum Íslands til alþjóðastofnana á síðustu árum. Í þessari áætlun er stefnt að því að hækka þetta hlutfall í 75%. Framlög til annarra stofnana en þessara fjögurra taka sérstakt mið af þörf fyrir aðstoð í Afganistan og Palestínu, auk þess sem hugað verður sérstaklega að hugsanlegri þátttöku Íslands í alþjóðlegum átaksverkefnum á sviði heilbrigðismála.
    Megináherslur samstarfs Íslands við þessar fjórar lykilstofnanir eru settar fram í eftirfarandi yfirliti.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Margar stofnana SÞ gegna veigamiklu hlutverki í aðstoð við þróunarlönd en vinna þó á breiðari grundvelli, þ.e. þær fjalla um bein hagsmunamál allra ríkja heims. Í þessum hópi eru stofnanir á borð við Matvæla- og landbúnaðarstofnunina (FAO), Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO), sem Ísland telur afar mikilvægar þótt þær séu ekki í hópi áðurnefndra lykilstofnana.

4.     Alþjóðlegt samstarf og viðmið.
4.1.     Sameinuðu þjóðirnar.
    Aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum er grundvöllur þessarar áætlunar. Á vettvangi SÞ taka ríki heims þátt í umfjöllun um þau úrlausnarefni sem samfélag þjóðanna glímir við, allt frá öryggis- og mannréttindamálum í einstökum löndum eða landsvæðum til hnattrænna verkefna á sviði umhverfismála eða heilbrigðismála, svo dæmi séu tekin. Þátttaka í störfum SÞ verður áfram þungamiðja í framlagi Íslands til alþjóðasamstarfs og snar þáttur í almennu þróunarstarfi. Fastanefnd Íslands í New York tekur virkan þátt í starfi samtakanna að umhverfis-, auðlinda-, mannréttinda- og þróunarmálum, auk þess að taka þátt í starfi þeirra á sviði mannréttinda, neyðar- og mannúðaraðstoðar, friðargæslu og friðaruppbyggingar. Fastanefnd Íslands í Genf leggur einnig sitt af mörkum á sviði neyðar- og mannúðaraðstoðar, auk þess sem stofnanir SÞ í Róm hafa sérstöku hlutverki að gegna við framkvæmd áætlunar þessarar.

4.2.     Samstarf OECD-ríkja.
    Þátttaka í störfum DAC, þróunarsamvinnunefnd OECD, er mikilvægur þáttur í þróunarsamvinnu Íslands. Nefndin er samstarfsvettvangur ríkja sem veita þróunaraðstoð og er meginhlutverk hennar að koma á sameiginlegum viðmiðum um framkvæmd aðstoðar og veita faglegt aðhald með reglulegri jafningjarýni og úttektum. Stjórnvöld vilja taka mið af því sem best er gert á alþjóðavettvangi og er virk þátttaka á vettvangi DAC mikilvægur liður í þeirri viðleitni. Hefur DAC látið framkvæma sérstaka rýni (e. Special Review) á þróunarsamvinnu Íslands. Rýnin er liður í aðild Íslands að nefndinni og verður í kjölfarið óskað eftir fullri aðild að henni.
    Fjármálakerfi ÞSSÍ er þannig uppbyggt að auðvelt er að sundurliða framlög samkvæmt viðmiðum DAC. Að auki er til staðar í ráðuneytinu gagnagrunnur sem hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um öll verkefni og framlög til þróunarsamvinnu. Gagnagrunnurinn er byggður á viðmiðum DAC um sundurliðun og flokkun tölfræðilegra upplýsinga.

4.3.     Parísaryfirlýsingin, Accra-aðgerðaáætlunin og Búsanyfirlýsingin.
    Í framhaldi af þúsaldaryfirlýsingunni hefur átt sér stað mikil stefnumótunarvinna í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Nokkur lykilskjöl gefa tóninn í þeim efnum. Eitt þeirra er Parísaryfirlýsingin frá 2005 sem ætlað er að skapa örvandi umgerð fyrir þróunarstarf og innleiða betur samræmd og agaðri vinnubrögð þróunarstofnana sem stuðlar að betri árangri og skilvirkni. Þar er skýrt kveðið á um að viðtökuríkið sjálft móti stefnuna og beri höfuðábyrgð á eigin þróun. Annað lykilskjal er Accra-aðgerðaáætlunin frá október 2008 þar sem eignarhald viðtökuríkja á þróunaráætlunum og mikilvægi samræmdra aðgerða er áréttað. Þá er með Búsanyfirlýsingunni frá 2011 lögð áhersla á aukið samstarf allra aðila sem vinna að þróunarstarfi, þ.m.t. gjafaríkja, viðtökuríkja, frjálsra félagasamtaka og einkaaðila með það fyrir augum að auka árangur þróunarsamvinnu.
    Parísaryfirlýsingin og framhaldsráðstefnur í Accra og Búsan leggja áherslu á að veitendur aðstoðar vinni með og nýti sér stjórnsýslu viðtökuríkja eins og frekast er unnt. Leitast skuli við að efla stjórnkerfið og því gert kleift að takast á við verkefni framtíðarinnar. Veitendur aðstoðar skuli kappkosta við að samnýta krafta sína þannig að stofnanir styðji hver aðra og hafi árangur heildarinnar að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að aðstoðin samræmist þeim þróunaráætlunum sem fyrir liggja og viðtökuríkin vinna eftir.
    Breytingar sem gerðar voru með þróunarsamvinnulögum gera stjórnvöldum kleift að hefja innleiðingu markmiða yfirlýsingarinnar.
    Alþjóðlegum viðmiðum og skuldbindingum verður framfylgt í þróunarstarfi Íslands með eftirfarandi hætti:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


5.     Stefnumörkun, innra og ytra starf.

    Þróunarsamvinnulög kveða á um virka aðkomu Alþingis að umfjöllun um þróunarmál. Utanríkisráðherra skal gefa Alþingi skýrslu á tveggja ára fresti um framkvæmd áætlunar þessarar, auk þess sem hann skal upplýsa utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd reglulega um framkvæmd alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Þá gegna þróunarsamvinnunefnd og samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu ráðgefandi hlutverki um stefnumarkandi áherslur í þróunarsamvinnunni.
    Eitt helsta markmið þróunarsamvinnulaga er að skapa heildstæðan grundvöll fyrir alla þróunarsamvinnu Íslands, hvort heldur sem hún er veitt í beinu samstarfi við einstök þróunarríki, í samvinnu við alþjóðastofnanir eða með þátttöku frjálsra félagasamtaka. Öll aðstoð Íslands skal byggð á einum grunni, með skýr markmið að leiðarljósi. Heildstæð löggjöf felur í sér aukið samspil tvíhliða og marghliða samvinnu sem gefur íslenskum stjórnvöldum færi á að vinna með markvissari og skipulagðari hætti að framgangi þeirra áherslumála sem fram koma í áætlun þessari.
    Mikilvægt er að við val á samstarfslöndum sé leitað samsvörunar milli þarfa viðtökuríkja og þeirra meginmarkmiða sem sett eru fram í þróunarsamvinnuáætlun, einkum um félagslega innviði og auðlindir. Við næstu endurskoðun þróunarsamvinnuáætlunar verður því lögð fram greining og tillögur varðandi núverandi og möguleg samstarfslönd Íslands.
    Eins og að framan greinir eiga sér stað stöðugar breytingar í stefnumótun og framkvæmd þróunarstarfs. Ávallt er leitað nýrra leiða og aðferða til að bæta árangur verkefna. Þekking og reynsla þeirra starfsmanna sem vinna að þróunarmálum er grundvöllur faglegra vinnubragða. Þennan auð ber að virkja svo að Ísland geti vandað til verka við undirbúning, framkvæmd og eftirlit þróunarverkefna og tekið virkan þátt í málefnavinnu og samstarfi á vettvangi alþjóðastofnana. Mótun sameiginlegrar mannauðsstefnu utanríkisráðuneytisins og ÞSSÍ í þróunarmálum er því lykilþáttur í að viðhalda og efla faglegan grundvöll þróunarsamvinnunnar.
    Leitast skal við að efla samstarf við háskóla- og fræðasamfélagið sem gegnir mikilvægu hlutverki við að skapa frjóan jarðveg fyrir vandaða og framsækna þróunarsamvinnu. Efling kennslu, rannsókna og ráðgjafar í þróunarfræðum styrkir stoðir þróunarsamvinnunnar, skapar aukin tækifæri til samstarfs og fellur vel að áherslum Íslands á starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
    Aukin áhersla á kynningu og fræðslu er lykilþáttur í framtíðarsýn stjórnvalda. Opin og málefnaleg umfjöllun um þróunarmál eykur þekkingu á aðgerðum alþjóðasamfélagsins í baráttunni gegn fátækt og örbirgð og veitir stjórnvöldum mikilvægt aðhald hvernig fjármunum til málaflokksins er varið.
    Framlag samfélagsins til þróunarsamvinnu er einnig mikilvægt. Grundvöllur starfsemi íslenskra félagasamtaka er virkt fjáröflunarstarf sem byggist á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja.
    Samhliða félagslegri uppbyggingu eru efnahagslegar framfarir háðar fjárfestingum í uppbyggingu atvinnuvega og sköpun atvinnutækifæra. Störf á þessu sviði eiga að byggjast á viðskiptasiðferði þar sem gagnkvæmir hagsmunir allra aðila og samfélagsleg ábyrgð er höfð að leiðarljósi. Íslenskir aðilar hafa á undanförnum árum eflt viðskiptatengsl í þróunarlöndum og tekið aukinn þátt í verkefnum sem stuðla að framþróun og hagsæld, svo sem á sviði endurnýjanlegrar orku. Í ljósi breyttra aðstæðna í íslensku efnahags- og viðskiptalífi er ástæða til að meta með hvaða hætti stjórnvöld geta best stuðlað að virkri þátttöku Íslands á þessum vettvangi.
    Helstu áherslumál í innra og ytra starfi verða með eftirfarandi hætti:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal II.


Umsögn Þróunarsamvinnunefndar um Drög að áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013–2016.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Fylgiskjal III.


Utanríkisráðuneytið,
þróunarsamvinnusvið:


Þingsályktun um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014.
Skýrsla um framkvæmd áætlunarinnar 2011–2012.


1.     INNGANGUR
    Í rúm 40 ár, eða frá árinu 1971, hafa Íslendingar veitt þróunaraðstoð til fátækustu landa heims með lögformlegum hætti. Það var þó ekki fyrr en hinn 10. júní 2011 sem fyrsta heildræna áætlunin um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands var samþykkt á Alþingi með þingsályktun þar að lútandi (hér eftir nefnd þróunarsamvinnuáætlun). Þróunarsamvinnuáætlun skapar heildarumgjörð fyrir allt opinbert starf Íslands á sviði þróunarmála, friðaruppbyggingar og neyðar- og mannúðaraðstoðar, hvort sem um er að ræða tvíhliða þróunarsamvinnu á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, stuðning við fjölþjóðlegar stofnanir og verkefni á þeirra vegum, verkefni á vegum félagasamtaka eða starf í þágu friðar undir merkjum Íslensku friðargæslunnar. Um áætlunina náðist breið samstaða á Alþingi, en hún einkennist af metnaði stjórnvalda til þess að leggja lóð Íslands á vogarskálar baráttu gegn fátækt í heiminum. Áætlunin er byggð á áherslum á mannréttindi og jafnrétti kynjanna, frið og öryggi, sem og baráttu gegn félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri.
    Þróunarsamvinnuáætlun, sem gildir 2011–2014, byggist á lögum nr. 121/2008, um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, og kveður skýrt á um að þróunarsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Þannig er leitast við að tryggja innbyrðis samræmi í utanríkisstefnu Íslands með tilliti til hnattrænna efnahags-, umhverfis- og öryggismála. Þá byggist áætlunin á stofnsáttmála SÞ og helstu alþjóðlegum samþykktum sem varða málaflokkinn, sem og þeim gildum sem íslenskt samfélag stendur fyrir. Ábyrgð, árangur og áreiðanleiki eru kjörorð áætlunarinnar, enda fylgir því mikil ábyrgð að ráðstafa framlögum til þróunarmála.
    Í þróunarsamvinnuáætlun er gerð grein fyrir því með hvaða hætti Íslendingar hafa einsett sér að vinna að þróunarstarfi á næstu árum og hvar áherslur skuli liggja. Áætlunin skapar heildarumgjörð fyrir allt opinbert starf Íslands á sviði þróunarmála, friðaruppbyggingar og neyðar- og mannúðaraðstoðar. Þar er fjallað um framlög Íslands til opinberrar þróunarsamvinnu og kemur þar skýrt fram að Íslendingar styðja markmið Sameinuðu þjóðanna um að veita sem nemur 0,7% af vergum þjóðartekjum (VÞT) til þróunarsamvinnu. Í áætluninni er mörkuð sú stefna að á næstu árum muni Ísland auka framlög sín til þróunarsamvinnu og þannig skipa sér í hóp þeirra ríkja sem mest leggja til málaflokksins, en stefnt er að því að veita sem nemur 0,5% af VÞT árið 2017 og 0,7% árið 2019.
    Í nóvember 2012 var framkvæmd sérstök rýni á umgjörð þróunarsamvinnu Íslands. Rýnin, sem er liður í aðild Íslands að nefndinni, var framkvæmd af sendinefnd frá Þróunarsamvinnunefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD/DAC). Niðurstöðurnar voru afar jákvæðar, en þar kom m.a. fram að þróunarsamvinna Íslands komi vel út í samanburði við nokkur þeirra aðildarríkja þróunarsamvinnunefndarinnar sem þykja standa sig hvað best á þessu sviði. Þar kom jafnframt fram að talið er mjög aðdáunarvert að Ísland hafi skuldbundið sig til að auka framlög til þróunarsamvinnu þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður. Fyrirhuguð aðild að nefndinni er því talin Íslandi, sem og öðrum aðildarríkjum að nefndinni, til hagsbóta.
    Í lögum nr. 121/2008 er kveðið á um virka aðkomu Alþingis að umfjöllun um þróunarmál. Þar segir að utanríkisráðherra skuli gefa Alþingi skýrslu á tveggja ára fresti um framkvæmd áætlunarinnar og er hér með lögð fram slík skýrsla fyrir fyrstu tvö gildisár áætlunarinnar – árin 2011–2012. Skýrslan skiptist í 10 kafla auk viðauka, en gerð er grein fyrir framkvæmd þróunarsamvinnuáætlunar eftir áherslusviðum og fjallað um aðgerðir og árangur sem náðst hefur á tímabilinu.

2.    FRAMKVÆMD ÞINGSÁLYKTUNAR UM ÁÆTLUN UM ALÞJÓÐLEGA ÞRÓUNARSAMVINNU ÍSLANDS 2011–2014
    Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014 felur í sér skýra forgangsröðun í þróunarstarfi Íslands. Lögð er áhersla á stuðning við fátækustu ríki heims og fátækt fólk í ríkjum þar sem gæðum er misskipt. Starf í þágu friðar og stuðningur við endurreisn stríðshrjáðra ríkja er jafnframt mikilvægur þáttur í þróunarstarfi Íslands. Framlög Íslands til þróunarsamvinnu eru ýmist veitt gegnum alþjóðastofnanir og verkefni á þeirra vegum; Þróunarsamvinnustofnun Íslands, sem ber ábyrgð á tvíhliða samstarfi við einstök ríki; verkefni á vegum félagasamtaka; eða undir merkjum Íslensku friðargæslunnar.
    Árangur og skilvirkni þróunarstarfs eru leiðarljós áætlunarinnar og með það fyrir augum voru áherslur skerptar hvað varðar málaflokka og samstarfsríki. Lögð er áhersla á þrjá málaflokka; mannauð (menntun og heilsu), auðlindir (fiski- og orkumál) og frið (stjórnarfar og endurreisn) auk tveggja þverlægra málefna: jafnréttis- og umhverfismála. Þá er aðstoðinni einkum beint til fimm ríkja, þriggja í sunnanverðri Afríku þar sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) er með viðveru: Malaví, Mósambík og Úganda, auk Afganistan og Palestínu þar sem stuðningur er fyrst og fremst veittur í gegnum alþjóðastofnanir og félagasamtök. Í fjölþjóðlegu þróunarstarfi er lögð áhersla á samvinnu við fjórar alþjóðastofnanir: Alþjóðabankann, Barnahjálp SÞ (UNICEF), Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) og Háskóla SÞ (HSÞ/UNU). Eftir sem áður er neyðar- og mannúðaraðstoð mikilvægur liður í þróunarstarfi Íslands og lögð er sérstök áhersla á stuðning við verkefni á vegum frjálsra félagasamtaka, störf Matvælaáætlunar SÞ (WFP), Neyðarsjóð SÞ (CERF) og samræmingarskrifstofu SÞ í mannúðarmálum (OCHA).
    Frá því í júní 2011, þegar áætlunin var samþykkt, hafa utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands unnið að framkvæmd áætlunarinnar með markvissum hætti og í þessari skýrslu er gerð ítarleg grein fyrir framkvæmdinni og þeim árangri sem náðst hefur á tímabilinu.

2.1. FRAMLÖG TIL ÞRÓUNARSAMVINNU
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Fylgt verður tímasettri áætlun um hækkun framlaga á gildistíma þessarar áætlunar úr 0,21 í 0,28% af VÞT á tímabilinu 2011–2014 Á áætlun
Hraðað verður á hækkun framlaga við endurskoðun áætlunarinnar árið 2013 Á áætlun
Árið 2019 renni 0,7% VÞT til þróunarmála Á áætlun
Sérstakur fjárlagaliður fyrir samstarf við félagasamtök í fjárlögum 2012 Lokið
Sérstakur fjárlagaliður fyrir Landgræðsluskóla HSÞ í fjárlögum 2012 Lokið
Sérstakur fjárlagaliður fyrir samstarf við Alþjóðabankann í fjárlögum 2012 Lokið
Sérstakur fjárlagaliður um umhverfis- og loftslagsmál í fjárlögum 2012 Lokið

    Í þróunarsamvinnuáætlun er sett fram tímasett áætlun íslenskra stjórnvalda um hvernig ná skuli markmiði SÞ um að veita sem nemur 0,7% af VÞT til þróunarsamvinnu. Þar er gert ráð fyrir að framlögin nemi 0,5% af VÞT árið 2017 og að markmiðinu um 0,7% af VÞT verði náð árið 2019. Enn fremur er tekið fram að verði hagvöxtur meiri en fyrirliggjandi spár gera ráð fyrir komi framlögin til endurskoðunar. Árið 2011 námu framlög til þróunarsamvinnu tæpum 3 milljörðum kr. og samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2012 námu framlögin um 3,2 milljörðum kr. Bæði árin nema framlögin 0,21% af VÞT. Miðað við fjárlög ársins 2013, sem eru í samræmi við þróunarsamvinnuáætlun, munu framlögin nema rúmum 4,3 milljörðum kr., eða sem nemur 0,26% af VÞT.
    Alþjóðleg framlög til þróunarsamvinnu lækkuðu samtals um 2,7% milli áranna 2010 og 2011 samkvæmt tölum frá Þróunarsamvinnunefnd OECD. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1997 sem framlög lækka milli ára, en að meðaltali námu framlög aðildarríkja þróunarsamvinnunefndar OECD 0,31% af VÞT árið 2011. Samdráttur í framlögum Íslands var þó mun meiri á þessu tímabili og lækkuðu þau um rúm 15% milli ára, úr tæpum 3,5 milljörðum kr. í tæpa 3 milljarða kr. Svíþjóð (1,02%), Noregur (1,00%), Lúxemborg (0,99%), Danmörk (0,86%) og Holland (0,75%) veittu áfram meira en sem nemur 0,7% af VÞT.
    Í eftirfarandi töflu og skífuriti má sjá hvernig framlög Íslands til þróunarmála skiptast árin 2011–2012:

     2011 2012 – áætlun
     M.kr. M.kr M.kr. M.kr
Þróunarsamvinnustofnun Íslands 1.160,9 1.213,5
Aðalskrifstofa 121,5 125,9
Namibía 47,9
Mósambík 265,7 286,7
Malaví 265,8 330,9
Úganda 340,0 347,3
Níkaragva 79,5 69,5
Önnur þróunaraðstoð 40,5 53,2
Friðargæsla og uppbygging 170,6 149,9
Almennur kostnaður 39,3 32,5
Undirbúningsnámskeið 2,5 2,1
Kosningaeftirlit ÖSE 6,3 3,8
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin 2,1 2,2
Líbería 0,1
Mið-Austurlönd 2,0
Balkanskagi 2,1
Afganistan 96,6 83,5
Friðargæsla SÞ 19,6 25,8
Sameinuðu þjóðirnar 552,6 554,9
UNICEF 138,1 138,2
UN WOMEN 125,8 136,9
UNDP 22,1 23,6
UNFPA 51,3 16,0
OCHA 18,8 29,5
UNHCR 23,0 6,3
UNRWA 48,8 71,4
FAO 21,9 26,5
Annað samstarf með SÞ* 102,9 106,5
Skólar Háskóla SÞ á Íslandi 395,2 471,3
Jarðhitaskólinn 187,9 236,3
Sjávarútvegsskólinn 157,3 165,4
Landgræðsluskólinn 50,0 69,6
Alþjóðabankinn      291,2 347,9
Samstarf í fiskimálum (PROFISH) 0,5 12,7
Samstarf í orkumálum (ESMAP) 37,5 53,7
Aðgerðaáætlun um jafnréttismál 19,0
Verkefnasjóður 29,2
Alþjóðaframfarastofnunin 234,1 204,0
Skuldaniðurfelling þróunarríkja 19,1 22,7
Annað samstarf 6,6
Frjáls félagasamtök 107,9 174,7
ABC Barnahjálp 2,1 22,1
Barnaheill 16,8 12,3
Hjálparstarf kirkjunnar 24,7 37,5
Rauði kross Íslands 40,3 58,6
SOS – Barnaþorp 24,0 31,3
Annað 12,9
Önnur þróunaraðstoð 236,7 235,5
Jafnréttisskólinn 38,5 45,2
Önnur marghliða þróunaraðstoð 198,2 190,3
Annar kostnaður      51,0 53,1
Alls      2.966,0 3.200,7
Hlutfall af vergum þjóðartekjum** 0,21 0,21
1.382.873 1.502.563
*     Annað samstarf með SÞ: WHO, ILO, IAEA, UNESCO, WTO, WFP o.fl.
**    Áætlaðar vergar þjóðartekjur samkvæmt Hagstofu Íslands .


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


3. ÁHERSLUSVIÐ, MÁLAFLOKKAR OG ÁHERSLULÖND
    Með skilvirkni, samlegðaráhrif og árangur að leiðarljósi er lögð áhersla á þrjú meginsvið í þróunarsamvinnu Íslands, þ.e. auðlindir, mannauð og friðaruppbyggingu, en á undanförnum árum hafa um 75% framlaga Íslands til þróunarsamvinnu fallið innan þess ramma. Í þróunarsamvinnuáætlun er kveðið á um að áfram skuli miðað við að því lágmarkshlutfalli skuli náð en árin 2011 og 2012 nam hlutfallið um 80% af heildarframlögum til þróunarmála. Til að skerpa enn fremur áherslur er þar jafnframt kveðið á um að í einstökum samstarfsríkjum séu áherslusviðin að hámarki tvö.

3.1. AUÐLINDIR: FISKIMÁL OG ORKA
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Virk þátttaka í stefnumótun alþjóðastofnana á sviði fiskimála Á áætlun
Áhersla lögð á störf FAO og Alþjóðabankans Á áætlun
ÞSSÍ leggur sérstaka áherslu á fiskimál í Mósambík og Úganda Á áætlun
Stofnun fagteymis UTN og ÞSSÍ í auðlindamálum Lokið
Öflugt starf Sjávarútvegsskóla HSÞ á Íslandi. Starfsemi skólans liður í heildarstefnu Íslands í málaflokknum Á áætlun
Virk þátttaka í stefnumótun alþjóðastofnana á sviði orkumála Á áætlun
Stuðlað að aukinni fjárfestingu ríkja og þróunarstofnana í jarðhitaverkefnum til hagsbóta fyrir þróunarríki Á áætlun
Áhersla lögð á störf SÞ, Alþjóðabankans, Norræna þróunarsjóðsins og IRENA Á áætlun
ÞSSÍ starfi að orkumálum í tvíhliða og svæðisbundnu samstarfi Á áætlun
Stofnun fagteymis UTN og ÞSSÍ í auðlindamálum Lokið
Öflugt starf Jarðhitaskóla HSÞ á Íslandi. Starfsemi skólans liður í heildarstefnu Íslands í málaflokknum Á áætlun

    Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er ein af grunnforsendum efnahagslegrar uppbyggingar í þróunarlöndunum og í þróunarsamvinnuáætlun er lögð sérstök áhersla á fiski- og orkumál.

Fiskimál
    Framfarir í fiskimálum eru sérstaklega mikilvægar, en íbúar margra þróunarríkja hafa lífsviðurværi sitt af fiskveiðum. Bætt nýting fiskistofna og meðferð afla, ásamt auknu framboði fisks úr fiskeldi, eykur fæðuöryggi viðkomandi samfélaga og skapar grundvöll fyrir auknum útflutningstekjum. Uppbygging og innleiðing fiskveiðistjórnarkerfa sem byggjast á vísindaráðgjöf skipta einnig miklu máli við aðlögun þróunarríkja að áhrifum loftslagsbreytinga. Í samræmi við þróunarsamvinnuáætlun hefur verið sett á fót fagteymi um fiskimál en því er ætlað að sameina sjónarmið og stefnu íslenskra stjórnvalda á þessu sviði. Í teyminu sitja fulltrúar utanríkisráðuneytisins (þróunarsamvinnusviðs og alþjóða- og öryggissviðs) og ÞSSÍ.

Orkumál
    Áríðandi er að styðja þróunarríki til að mæta orkuþörf sinni með nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkuauðlinda þar sem þess er kostur og takmarka þar með áhrif aukinnar orkuframleiðslu á losun gróðurhúsalofttegunda. Sett hefur verið á fót fagteymi um orkumál eins og kveðið er á um í þróunarsamvinnuáætlun, en teymið hefur það meginhlutverk að samræma stefnu íslenskra stjórnvalda á sviði orkumála í opinberu þróunarstarfi. Í teyminu sitja fulltrúar utanríkisráðuneytisins (þróunarsamvinnusviðs, viðskiptasviðs og alþjóða- og öryggissviðs) og ÞSSÍ.
    Í þróunarsamvinnu Íslands er unnið að framgangi fiski- og orkumála í þróunarlöndum með tvíhliða samstarfi, stuðningi við alþjóðastofnanir og skólum HSÞ á Íslandi. Um verkefni og stuðning Íslands á sviði auðlindamála má nánar lesa um í köflum 6 og 8.

3.2. MANNAUÐUR: MENNTUN OG HEILBRIGÐI
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Sérstök áhersla á menntun og fullorðinsfræðslu í öllum samstarfslöndum ÞSSÍ Á áætlun
Samstarf við félagasamtök í menntamálum Á áætlun
Starfsemi HSÞ á Íslandi á sviði fiskimála, orkumála og landgræðslu Á áætlun
UN Women og UNICEF lykilstofnanir sem stuðla að menntun stúlkna og kvenna Á áætlun
ÞSSÍ leggur áherslu á heilbrigðismál og hollustuhætti í Malaví og Úganda, sérstaklega mæðra- og ungbarnaheilsu Á áætlun
Samstarf við félagasamtök í heilbrigðismálum Á áætlun
Samstarf við UN Women sem stuðlar að bættri heilsu stúlkna og kvenna Á áætlun
Þátttaka í samstarfi Norðurlanda um mikilvægi kyn- og frjósemisheilbrigðis og -réttinda Á áætlun
Með stuðningi við UNICEF er lögð áhersla á heilsufar barna Á áætlun
    
    Aukin menntun og betra heilbrigði stuðlar að auknum hagvexti og félagslegum framförum. Fimm af átta Þúsaldarmarkmiðum beinast að menntun og heilbrigði og er rík áhersla lögð á þessa málaflokka í þróunarsamvinnuáætlun Íslands.

Menntun
    Menntun er grundvöllur framfara en þrátt fyrir miklar úrbætur í aðgengi að menntun undanfarin ár er enn langt í land. Menntun er því áfram lykilþáttur í þróunarsamvinnu Íslands og sérstök áhersla lögð á menntun barna og fullorðinsfræðslu, ásamt uppbyggingu fagþekkingar í orkumálum, fiskimálum, landgræðslu og jafnrétti.

Heilbrigði
    Vanburðug heilbrigðisþjónusta og heilsugæsla er enn helsti vandi fátækustu landanna. Heilbrigðismál hafa því áfram verið veigamikill þáttur í þróunarsamvinnu Íslands. Sérstök áhersla hefur verið lögð á grunnþjónustu, hollustuhætti og bætta mæðra- og ungbarnaheilsu. Aukinn aðgangur að hreinu drykkjarvatni og hreinlætisaðstöðu auk bættrar aðstöðu og þjónustu við verðandi mæður og börn þeirra er mikilvægur þáttur í starfi Íslands á þessu sviði.
    Í gegnum tvíhliða þróunarsamvinnu á vegum ÞSSÍ, samstarf við alþjóðastofnanir á borð við UN Women, UNICEF og Mannfjöldasjóð SÞ (UNFPA), stuðning við verkefni frjálsra félagasamtaka og starfsemi skóla HSÞ á Íslandi vinnur Ísland að framgangi mennta- og heilbrigðismála, nánar má lesa um þau verkefni í köflum 5–8.

3.3. FRIÐUR: STJÓRNARFAR OG ENDURREISN
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Stuðningur við verkefni UN Women á Balkanskaga, í Afganistan og Palestínu Á áætlun
Framfylgja aðgerðaáætlun um konur, frið og öryggi Á áætlun
Nám sérfræðinga frá stríðshrjáðum ríkjum við jafnréttisskólann Á áætlun
Stuðningur við mannúðarstörf alþjóðaráðs Rauða krossins Á áætlun
Framlag til samhæfingar endurreisnarstarfs í Afganistan Á áætlun
Stuðningur við palestínska flóttamenn með framlagi til SÞ (UNRWA/UNHCR) Á áætlun
Styðja samhæfingu mannúðaraðstoðar í Palestínu í samstarfi við OCHA Á áætlun
Stuðningur við verkefni UN Women og UNICEF Á áætlun

    Í samræmi við þróunarsamvinnuáætlun og lög um Íslensku friðargæsluna nr. 73/2007 er friður, endurreisn og gott stjórnarfar eitt þriggja áherslusviða þróunarsamvinnu Íslands. Þróunaraðstoð við stríðshrjáð og óstöðug ríki er oft vandasöm og flóknari en aðstoð við ríki sem hafa innviði sem unnt er að styðja í uppbyggingarstarfi sínu. Meginmarkmið stuðnings við óstöðug ríki er því að efla heimamenn í uppbyggingu ríkisstofnana og innviða sem geta veitt þjóð sinni félagslega og efnahagslega þjónustu. Í óstöðugum ríkjum verður að gæta þess að hagsmunir borgaranna séu ávallt í fyrirrúmi og hugað sé sérstaklega að hópum sem standa höllum fæti, svo sem konum og börnum.
    Stuðningur Íslands felst hvort tveggja í fjárframlögum til alþjóðastofnana og störfum útsendra sérfræðinga á vegum Íslensku friðargæslunnar til starfa hjá alþjóðastofnunum á vettvangi. Árið 2011 markaði tímamót hvað varðar kynjahlutfall útsendra starfsmanna Íslensku friðargæslunnar sem lengi framan af voru að meirihluta karlmenn, en það snerist við árið 2011 þegar fleiri konur en karlar störfuðu á vettvangi. Það hlutfall hélst út árið 2012. Þá er þess gætt að allir friðargæsluliðar hljóti fræðslu um jafnréttismál og ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi 1 áður en þeir halda til starfa. Fræðslan er bæði almenn og sértæk með það fyrir augum að hún nýtist sem best í að vinna að framgangi jafnréttismála á vettvangi.
    Farið hefur fram endurskoðun á fyrstu áætlun Íslands um framkvæmd ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi sem tók gildi árið 2008. Niðurstöðurnar hafa verið birtar á heimasíðu ráðuneytisins og ný áætlun mótuð fyrir árin 2013–2016 (sjá nánar kafla 4.1.). Framkvæmd ályktunarinnar er mikilvæg enda kveður hún á um að tekið sé tillit til stöðu kvenna á átakasvæðum, þátttaka þeirra í friðaruppbyggingu sé tryggð og þær séu verndaðar gegn kynferðislegu ofbeldi. Hefur útsendur sérfræðingur á skrifstofu UN Women í Sarajevó starfað að framkvæmd ályktunarinnar á Balkanskaga frá árinu 1999. Fyrst undir merkjum UNIFEM og síðar UN Women.
    Þá hefur utanríkisráðuneytið tekið þátt í kosningaeftirliti á vegum Skrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir lýðræðisstofnanir og mannréttindi (ODIHR) um langa hríð. Sú vinna byggist á því að afar mikilvægt sé að kosningar fari fram á lýðræðislegan og gagnsæjan hátt þegar byggja skal upp gott stjórnarfar í ríkjum sem eru að feta sig áfram á lýðræðisbraut. Fjöldi fólks hefur farið til eftirlitsstarfa á vegum utanríkisráðuneytisins og hefur góður árangur náðst í að jafna kynjahlutfall í hópi kosningaeftirlitsmanna. Á árunum 2011 og 2012 voru átta konur og fimm karlar sendir til eftirlitsstarfa í sveitarstjórnarkosningum í Albaníu, þingkosningum í Kasakstan, Kirgistan og Makedóníu og þingkosningum og forsetakosningum í Rússlandi.

3.4. ÁHERSLULÖND
    Í þróunarstarfi Íslands er lögð áhersla á stuðning við ríki og landsvæði þar sem fátækt og neyð er hvað mest. Afganistan, Malaví, Mósambík og Úganda eru öll í hópi fátækustu þróunarríkjanna og mikil þörf er á efnahagslegri og félagslegri aðstoð í Palestínu og Afganistan. Stuðningur við Malaví, Mósambík og Úganda byggist á tvíhliða samstarfi í gegnum ÞSSÍ, enda ríkir þar meiri stöðugleiki í efnahags- og stjórnmálum en í Afganistan og í Palestínu þar sem framvinda endurreisnar og uppbyggingar litast af erfiðu ástandi á sviði öryggismála og pólitískum átökum. Í Afganistan og Palestínu hafa íslensk stjórnvöld ekki stöðuga viðveru og fyrir vikið fer aðstoðin fram í samstarfi við alþjóðastofnanir og félagasamtök sem þar starfa.
    Unnin hefur verið samstarfsáætlun fyrir Malaví og unnið er að sams konar áætlunum fyrir Mósambík og Úganda, en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki á vormánuðum 2013. Samstarfsáætlanir eru gerðar í samstarfi við viðkomandi ríki og byggjast á þörfum og þróunaráætlun hvers ríkis. Þær mynda ramma utan um samstarfið til nokkurra ára í senn með það að markmiði að ná sem mestum árangri. Fyrir stuðning Íslands við Palestínu hefur verið unnin aðgerðaáætlun sem byggist m.a. á ályktun Alþingis frá 29. nóvember um viðurkenningu íslenskra stjórnvalda á Palestínu sem sjálfstæðu og fullvalda ríki. 2 Stuðningur Íslands við Palestínu fer í gegnum alþjóðastofnanir og félagasamtök. Unnið er að sambærilegri áætlun fyrir Afganistan og gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin vorið 2013.
    Auk stuðnings við áherslulöndin fimm hefur Ísland tekið þátt í starfi ríkjahópa, einkum á sviði fiski- og orkumála. Í lok árs 2011 skrifaði utanríkisráðuneytið undir samstarfssamning við Alþjóðabankann um aukna nýtingu jarðhita í Austur-Afríku-sigdalnum. Um er að ræða tímamótasamning, enda varð Ísland stærsti ráðgjafi bankans á sviði jarðhitanýtingar með undirskriftinni. Nánar er fjallað um verkefnið í köflum 6.4 og 8.4.

4. ÞVERLÆG MÁLEFNI
    Jafnréttis- og umhverfismál eru þverlæg málefni í þróunarsamvinnuáætlun og tekið er fram að allt þróunarstarf Íslands skuli taka tillit til þeirra.

4.1. JAFNRÉTTISMÁL
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Stofnun fagteymis um jafnréttismál Lokið
Mótun jafnréttisstefnu í þróunarsamvinnu byggð á endurskoðun á stefnu ÞSSÍ. Lokið: Janúar 2012 Lokið
Endurskoðun á aðgerðaáætlun um konur, frið og öryggi. Lokið: Mars 2011 Lokið
Stuðningur við tilraunaverkefni um jafnréttisskóla Á áætlun
Í úttektum á þróunarverkefnum lagt sérstakt mat á samþættingu jafnréttissjónarmiða Á áætlun
Jöfn staða kynjanna meðal starfsmanna í þróunarsamvinnu. Á áætlun
Unnið markvisst að jafnréttismálum og framgangi ályktana öryggisráðsins um konur, frið og öryggi á vettvangi alþjóðastofnana Á áætlun

    Í jafnrétti kynjanna felast grundvallarmannréttindi sem mynda grunninn að framförum, sjálfbærri þróun og framvindu Þúsaldarmarkmiða SÞ. Í þróunarsamvinnuáætlun er lögð áhersla á mikilvægi þess að bæði kynin hafi jöfn tækifæri til áhrifa, þátttöku og ábata af verkefnum Íslands á sviði þróunarsamvinnu. Unnið er að kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna með tvennum hætti: annars vegar með því að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið í þróunarverkefni og hins vegar með stuðningi við verkefni sem hafa kynjajafnrétti að meginmarkmiði.
    Sérstakt fagteymi í jafnréttismálum sem vinnur á sviði þróunarmála var stofnað á árinu 2011. Í því sitja fulltrúar þróunarsamvinnusviðs utanríkisráðuneytisins, fulltrúar ÞSSÍ og fulltrúar alþjóða- og öryggissviðs ráðuneytisins. Hlutverk teymisins er meðal annars að samræma starfsemi ráðuneytisins og ÞSSÍ á sviði jafnréttismála í þróunarsamvinnu, vinna markvisst að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða og fylgja eftir áætlun Íslands um framkvæmd ályktunar öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi.

Framkvæmd ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi 3
    Haustið 2011 fór fram endurmat á áætlun Íslands um framkvæmd ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Áætlunin var gefin út árið 2008, og var þar kveðið á um að endurmat skyldi fara fram að þremur árum liðnum og niðurstöður þess birtar opinberlega. Óháður sérfræðingur vann endurmatið og skilaði niðurstöðum haustið 2011. Þær hafa verið birtar á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Í endurmatinu var fjallað um helstu styrkleika og veikleika áætlunarinnar, auk þess sem rætt var um lærdóm sem draga má af framkvæmdinni m.t.t. næstu áætlunar.
    Helstu styrkleikar áætlunarinnar voru taldir að Ísland hefði verið með fyrstu ríkjum til að setja sér aðgerðaáætlun og sendi með því skilaboð um að ekki væri nægilegt að samþykkja ályktanir, gera þyrfti áætlun um hvernig ætti að standa að framkvæmd þeirra. Þá var hlutverk Íslands sem málsvara ályktunarinnar talið skýrt og þátttaka kvenna í ákvarðanatöku í forgrunni. Það var talinn kostur að áætlunin hefði verið tengd almennri stefnu stjórnvalda og að hún hefði tekið til fleiri þátta en Íslensku friðargæslunnar þrátt fyrir að vera upprunnin þaðan. Áætlunin var bæði sértæk og almenn, og rúmaði þannig margvíslegar aðgerðir. Veikleikar áætlunarinnar voru taldir áþekkir veikleikum annarra fyrstu kynslóðar áætlana. Til að mynda var ekki gert ráð fyrir að konur sem hafa búið við vopnuð átök hefðu áhrif á hvernig unnið er samkvæmt ályktuninni og hefði hún ekki tekið til verkefna utan utanríkisráðuneytisins. Þá var eignarhald, eftirfylgni og ábyrgð á framkvæmd ekki nógu skýrt auk þess sem tímasetta mælikvarða skorti.
    Fagteymi í jafnréttismálum mótaði nýja áætlun sem tók mið af ábendingum sem fram komu í endurmatinu. Ný framkvæmdaáætlun Íslands nær til tímabilsins 2013–2016, en á miðju tímabilinu (2014/2015) verður gerð úttekt á framgangi verkefna, markmiðum og aðgerðum. Í áætluninni eru sett fram fjögur meginmarkmið, áætlaður afrakstur, aðgerðir og mælikvarðar. Fjallað er um aðgerðir Íslands á sviði aukinnar þátttöku kvenna í friðarstarfi og -uppbyggingu, aðgerðir hvað varðar forvarnir og vernd kvenna og stúlkna gegn kynferðislegu ofbeldi og aðstoð og endurhæfingu fyrir fórnarlömb ofbeldis auk þess sem sérstaklega er fjallað um fræðslu og málsvarastarf annars vegar og samstarf og samráð hins vegar.

Jafnréttisstefna á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands
    Í þróunarsamvinnuáætlun er kveðið á um gerð sameiginlegrar jafnréttisstefnu utanríkisráðuneytisins og ÞSSÍ á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Fagteymi í jafnréttismálum vann drög að jafnréttisstefnu sem kynnt voru samstarfsráði í þróunarsamvinnu hinn 17. desember 2012.
    Jafnréttisstefnan byggist hvort tveggja á alþjóðlegum samþykktum og íslenskri löggjöf og gengur út frá þeirri staðreynd að kynjajafnrétti séu grundvallarmannréttindi. Lögð er áhersla á fjögur meginsvið: menntun, heilbrigði, auðlinda- og umhverfismál og konur, frið og öryggi, sem endurspegla jafnframt áhersluþætti þróunarsamvinnuáætlunar. Í jafnréttisstefnunni kemur fram að unnið verður að kynjajafnrétti með tvennum hætti; annars vegar með samþættingu kynjasjónarmiða og hins vegar með stuðningi við sérstök jafnréttisverkefni sem hafa kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna að meginmarkmiði. Þá er gerð grein fyrir eftirfylgni og áhersla lögð á árangursmælingar og eftirlit.

Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð – greining á framlögum til þróunarsamvinnu
    Í apríl árið 2011 samþykkti ríkisstjórnin þriggja ára áætlun verkefnisstjórnar um áframhaldandi innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. Vinna við innleiðinguna hefur staðið yfir frá árinu 2009 þegar ráðuneyti og undirstofnanir unnu tilraunaverkefni þar að lútandi. Verkefni utanríkisráðuneytisins (bæði tilraunaverkefnið sem og meginmálaflokkurinn) snýr að greiningu á framlögum Íslands til þróunarsamvinnu með tilliti til áhrifa þeirra á jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. Í áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014 er jafnrétti kynjanna þverlægt málefni og lögð er áhersla á að bæði kynin hafi jöfn tækifæri til áhrifa, þátttöku og ábata af verkefnum Íslands.
    Framlög til þróunarsamvinnu eru mjög ólík innbyrðis og ekki er hægt að rekja þau öll til einstakra verkefna á vettvangi. Þau eru ýmist almenn eða eyrnamerkt framlög til alþjóðastofnana eða félagasamtaka eða tvíhliða framlög til einstakra samstarfslanda Íslands. Því er notast við þrjár aðferðir við greininguna.
     Í fyrsta lagi eru eyrnamerkt framlög og tvíhliða þróunarsamvinna skoðuð með tilliti til þess hvort og hversu mikil áhrif verkefnum er ætlað að hafa á jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. Þetta er stærsti hluti verkefnisins, því eyrnamerkt framlög og tvíhliða þróunarsamvinna nema að jafnaði um 65–70% af heildarframlögum til þróunarsamvinnu (65% árið 2011). Við greininguna er notuð kynjajafnréttisstika (e. the Gender Equality Policy Marker) Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD/DAC), en með henni er þróunarstarf greint og flokkað eftir tilætluðum áhrifum þess á jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. Flokkarnir eru þrír:
     *      Stika 2: verkefni sem hafa jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna að meginmarkmiði (e. Principal Objective).
     *      Stika 1: verkefni sem stuðla á marktækan hátt að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna (e. Significant Objective).
     *      Stika 0: verkefni sem ekki hafa jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna að markmiði (e. Not targeted to the policy objective).
    Niðurstöðurnar leiddu í ljós að verkefni sem hafa jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna að meginmarkmiði eða er ætlað að stuðla að því á marktækan hátt (stika 1 og 2) námu 79,4% af eyrnamerktum framlögum utanríkisráðuneytisins og tvíhliða þróunarsamvinnu árið 2011.
    Niðurstöður greiningar á eyrnamerktum framlögum og tvíhliða þróunarsamvinnu 2011:

2011
Stika 2
Verkefni sem hafa jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna að meginmarkmiði 16,1%
Stika 1
Verkefni sem stuðla á marktækan hátt að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna 63,3%
Stika 0
Verkefni sem ekki hafa jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna að markmiði 20,6%
Samtals 100%

    Auk greiningar með kynjajafnréttisstikunni er rík áhersla lögð á jafnréttismál í úttektum sem ÞSSÍ lætur gera á verkefnum sínum. Með þeim hætti er tilætluðum áhrifum á jafnrétti kynjanna og markmiðum verkefnisskjala veitt eftirfylgni og í ljós kemur hvort ætluð áhrif verkefna skili sér til haghafa á vettvangi.
     Í öðru lagi eru almenn framlög til alþjóðastofnana skoðuð með tilliti til þess hvort og með hvaða hætti stofnanirnar innleiða jafnréttisstefnur og -áætlanir sínar og fylgst er með úttektum sem gerðar eru þar að lútandi. Upphafleg greining leiddi í ljós að nær allar stofnanir leggja áherslu á jafnrétti kynjanna og samþættingu kynjasjónarmiða í starfi sínu. Unnið er að greiningu á úttektum þeirra stofnana sem Ísland veitir framlög til m.t.t. til innleiðingar og framkvæmdar jafnréttisstefna á vettvangi. Niðurstöðurnar verða birtar í lokaskýrslu verkefnisins vorið 2014.
    Í þriðja lagi er fylgst með hvernig skólar Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi innleiða kynjajafnrétti í starfsemi sína og námsefni. Allir skólarnir þrír leggja áherslu á jöfn kynjahlutföll nemenda, sé þess kostur. Enginn skólanna hefur sett sér formlega jafnréttisstefnu, en unnið er að gerð þeirra og fylgist utanríkisráðuneytið grannt með þeirri vinnu. Utanríkisráðuneytið telur jafnframt mikilvægt að flétta jafnréttismál inn í námsefni skólanna, en slík fræðsla er talin geta haft margföld áhrif og þá sérstaklega þegar til lengri tíma er litið. Jafnréttismál hafa frá upphafi verið hluti af námsefni nemenda við Landgræðsluskólann og hefur Sjávarútvegsskólinn verið að taka tillit til þeirra í námsefni skólans. Fylgst verður með skólum HSÞ á Íslandi með tilliti til jafnréttismála og verður gerð grein fyrir stöðu mála í lokaskýrslu verkefnisins vorið 2014.

4.2. UMHVERFISMÁL
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Mótun umhverfisstefnu í þróunarsamvinnu. Lokið: Apríl 2012 Í vinnslu Lokið:
apríl 2013
Sérstakur fjárlagaliður vegna umhverfis- og loftslagsmála í fjárlögum 2012 Lokið
Sérstaklega fjallað um sjálfbærni í umhverfismálum við undirbúning og framkvæmd þróunarverkefna Á áætlun
Virk þátttaka í störfum alþjóðastofnana á sviði endurnýjanlegra orkugjafa Á áætlun
Öflug starfsemi Jarðhitaskóla og Landgræðsluskóla HSÞ Á áætlun
Framlag til alþjóðlegs loftslagssjóðs á vegum SÞ Á áætlun
Stuðningur við smáeyþróunarríki vegna loftslagsmála Á áætlun

    Umhverfismál eru þverlægt málefni í þróunarsamvinnuáætlun og leitast er við að öll þróunarverkefni taki tillit til umhverfissjónarmiða og séu unnin í sátt við umhverfið. Með samþættingu umhverfismála eru send skýr skilaboð um að umhverfisvernd og sjálfbær nýting auðlinda séu ávallt í forgrunni þegar unnið er að því að tryggja framgang Þúsaldarmarkmiðanna.
    Í samræmi við þróunarsamvinnuáætlun var á árinu 2011 hafist handa við gerð umhverfisstefnu í þróunarsamvinnu. Þar verða lagðar línur um hvernig fjalla skuli um sjálfbærni í umhverfismálum við undirbúning og framkvæmd þróunarverkefna. Við gerð stefnunnar var litið til áherslna nágrannalanda á þessu sviði, og hvort hægt væri að draga lærdóm af reynslu þeirra í málaflokknum. Þá er stefnan byggð á heildarstefnu stjórnvalda í umhverfismálum og tekur hún einnig mið af alþjóðlegum samþykktum er varða þróunarsamvinnu, þar á meðal niðurstöðum umhverfisráðstefnu SÞ í Ríó de Janeiró 1992 og ráðstefnanna um sjálfbæra þróun í Jóhannesarborg 2002 og í Ríó de Janeiró 2012. Stefnan er komin vel á veg og lítur allt út fyrir að hún verði tilbúin fyrri hluta árs 2013.
    Íslendingar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af nýtingu jarðhita, endurheimt vistkerfis og sjálfbærri landnýtingu. Með stuðningi við starfsemi skóla HSÞ á Íslandi er hægt að miðla þessari þekkingu áfram til þróunarlanda og stuðla þannig að framförum í viðkomandi löndum (sjá nánar kafla 6.3).

Skammtímafjármögnun loftslagsverkefna
    Veitt voru framlög til loftslagstengdrar þróunaraðstoðar á árunum 2011–2012, að upphæð ein milljón bandaríkjadala, eins og ríkisstjórnin ákvað í nóvember 2010. Er þar um að ræða framlag Íslands samkvæmt vilyrði iðnríkja í Kaupmannahafnarsamkomulaginu um að verja 30 milljörðum bandaríkjadala til skammtímafjármögnunar þróunaraðstoðar á sviði loftslagsmála á árunum 2010–2012. Samþykkt var að fjármunirnir skyldu renna til verkefna þar sem styrkur og áherslur Íslands lægju, svo sem á sviði endurnýjanlegra orkugjafa, jafnréttismála og starfsemi HSÞ á Íslandi, auk þess sem hluti framlagsins myndi renna til sjóðs á vegum Rammasamnings SÞ um loftslagsbreytingar. Sérstök áhersla var lögð á að fjármagnið væri bæði veitt til verkefna er lúta að aðgerðum til að draga úr loftslagsbreytingum sem og til verkefna sem miða að því að auðvelda þróunarríkjum að aðlagast breyttum aðstæðum vegna loftslagsbreytinga. Á alþjóðlegum vettvangi hefur verið lögð rík áhersla á að framlög til loftslagstengdra þróunarverkefna séu hrein viðbót við almenn framlög til þróunarsamvinnu. Í samræmi við það og ákvæði þróunarsamvinnuáætlunar, er frá og með 2012, sérstakur fjárlagaliður um framlög til umhverfis- og loftslagsmála í þágu þróunarlanda.
    Með ofangreint í huga var fjármunum varið í sex verkefni og sjóði á árunum 2011–2012.
    Í fyrsta lagi í sjóð á vegum Rammasamnings SÞ fyrir fátækustu þróunarlöndin sem hefur að markmiði að veita fátækustu þróunarlöndunum stuðning við að undirbúa og framkvæma aðgerðaáætlanir um aðlögun að loftslagsbreytingum. Þrátt fyrir að sjóðurinn sé nokkuð nýtilkominn hefur hann getið af sér gott orð fyrir góðan árangur og hefur fengið jákvæðar úttektir frá þróunarsamvinnustofnunum og óháðum úttektaraðilum. Eins og nafnið gefur til kynna þá leggur sjóðurinn sérstaka áherslu á fátækustu ríkin og þá hópa sem eru hvað fátækastir. Verkefni á vegum sjóðsins eru því flest í Afríku sunnan Sahara, en einnig hefur sjóðurinn veitt töluverðan stuðning til smáeyþróunarríkja sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir loftslagsbreytingum. Þá samþykkti sjóðurinn árið 2011 jafnréttisstefnu, með það að markmiði að samþætta jafnréttissjónarmið í öll verkefni styrkt af sjóðnum.
    Í öðru lagi til samstarfsverkefnis utanríkisráðuneytisins, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO), Sjávarútvegsskóla HSÞ, Alþjóðlega jafnréttisskólans og ÞSSÍ. Meginmarkmið verkefnisins er að auka skilning og þekkingu á áhrifum loftslagsbreytinga á afkomu fólks sem lifir af fiskveiðum úr sjó og vötnum, sem og fiskeldi, einkanlega með tilliti til jafnréttismála. Verkefnið fléttar þannig saman þrjú af áherslusviðum Íslands í þróunarsamvinnu: fiski-, jafnréttis- og umhverfismál. Fyrsta áfanga verkefnisins er nú lokið en í honum fór fram undirbúnings- og greiningarvinna, gerð var úttekt á bestu venjum (e. good practice) og lærdómur dreginn af öðrum verkefnum um viðbrögð við loftslagsbreytingum. Undirbúningsvinnan var framkvæmd af FAO og GEST í sameiningu, og héldu sérfræðingar á þeirra vegum til Mósambík í vettvangsrannsókn í apríl sl. þar sem tekin voru viðtöl við fólk í fiskimannasamfélögum sem glíma við áhrif loftslagsbreytinga. Þá var haldin vinnustofa með hagsmunaaðilum í Úganda í júní sl. Þar var farið yfir niðurstöður rannsóknarinnar, þarfir greindar og mat lagt á möguleika til aðgerða í samstarfslöndum Íslands í framhaldinu. Helstu niðurstöður fyrsta áfanga benda til að þekking á málaflokknum sé enn takmörkuð þrátt fyrir ýmsar aðgerðir bæði innan samstarfslanda Íslands og á alþjóðlegum vettvangi til að efla vitund og skilning á afleiðingum loftslagsbreytinga. Unnið er að öðrum hluta verkefnisins.
    Í þriðja lagi í sjóð sem hefur að markmiði að auka hlut kvenna í alþjóðlegum viðræðum um loftslagsmál (e. Women Delegates Fund). Sjóðurinn stendur straum af kostnaði vegna þátttöku kvenna frá þróunarlöndunum til að sækja loftslagsráðstefnur og fundi Sameinuðu þjóðanna og taka þannig þátt í samningaviðræðunum fyrir hönd sinna landa. Þótt hlutfall kvenna í sendinefndum á ráðstefnum loftslagssamnings SÞ (UNFCCC) hafi farið vaxandi á sl. árum eru konur í minnihluta og voru aðeins 17% formanna sendinefndanna árið 2011 og 23% árið 2012. Framlag Íslands árið 2011 nýttist m.a. til að standa straum af þátttöku fimm kvenna frá Gana, Tansaníu, Cook-eyjum, Nepal og Líberíu, á fundi loftslagssamningsins í Bonn í maí 2012, auk þess sem þær fengu þjálfun áður en samningaviðræður hófust. Sóttu konurnar þriggja kvölda námskeið í Bonn til að búa sig undir samningaviðræðurnar og byggja upp hæfni til virkrar þátttöku á fundinum. Farið var yfir samningatækni, ræðumennsku og ráð gefin um hvernig hægt væri að ná árangri í samningaviðræðum og koma skilaboðum á framfæri. Á meðan á samningaviðræðunum stóð hittust fulltrúarnir á hverjum degi til að fara yfir stöðu mála og deila upplýsingum um framgang jafnréttissjónarmiða í viðræðunum. Samkvæmt lokaskýrslu sjóðsins heppnaðist undirbúningsnámskeiðið mjög vel og voru konurnar betur í stakk búnar til að taka virkan þátt í samningaviðræðunum fyrir hönd sinna landa. Áætlað er að framlag Íslands til sjóðsins árið 2012 muni nýtast til þátttöku kvenna frá þróunarlöndunum í loftslagsráðstefnunum árið 2013, bæði í Bonn og Varsjá og áframhaldandi færniuppbyggingu þeirra með svipuðum hætti og áður.
    Í fjórða lagi til samstarfsverkefnis ÞSSÍ, Makarere-háskóla í Úganda, Alþjóðlega jafnréttisskólans, sendiráða Noregs og Danmerkur í Úganda og utanríkisráðuneytisins er felst í rannsóknum og námskeiðum á sviði kynbundinna áhrifa loftslagsbreytinga í Úganda. Hluti verkefnisins sneri einnig að þjálfun sendinefndar Úganda fyrir aðildarríkjafund loftslagssamnings SÞ í Durban í desember sl. sem miðaði að því að auka færni þeirra og þekkingu á jafnréttismálum með það fyrir augum að horfa sérstaklega til jafnréttissjónarmiða í loftslagsviðræðunum. Nánar er fjallað um verkefnið í kafla 8.3.
    Í fimmta lagi til orkuverkefnis á vegum IRENA (International Renewable Energy Agency), alþjóðlegra samtaka um uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í þróunarríkjum. Verkefnið, sem einnig verður unnið á árinu 2013, er fyrsta jarðhitaverkefni samtakanna, en það snýr að úttekt á stöðu jarðhitamála í ríkjum sem liggja að Andes-fjallgarðinum í Mið- og Suður-Ameríku, þ.e. Perú, Chíle, Bólivíu, Ekvador og Kólumbíu. Hluti verkefnisins snýr að greiningu á möguleikum jarðhitanýtingar í fyrrgreindum ríkjum, en stuðningur Íslands felst m.a. í greiðslu fyrir framlag jarðhitasérfræðings til þeirrar vinnu.
    Að lokum til loftslagsverkefnis á vegum UN Women árið 2012. Verkefnið var sett á laggirnar í kjölfar Ríó+20-ríkjaráðstefnunnar í júní sl. til að tryggja að jafnréttissjónarmiðum sé komið á framfæri í alþjóðlegum samningaviðræðum og stefnumótun á sviði loftslagsmála. Jafnréttismál voru ein af aðaláherslum Íslands á ráðstefnunni og er mikilvægt að fylgja þeirri vinnu eftir með framlagi til málaflokksins. Mun framlag Íslands til verkefnisins sérstaklega nýtast til að tryggja að jafnréttissjónarmið séu ávallt höfð að leiðarljósi í stefnumótun á sviði loftslagsmála, en talið er að loftslagsbreytingar hafi hlutfallslega meiri áhrif á konur en karla, ekki síst í fátækustu ríkjum heims þar sem þurrkar lengja leiðina að vatnsbólum og gera aðgengi að eldiviði erfiðara. Með þátttöku í verkefninu bætast Íslendingar í hóp annarra Norðurlanda sem styðja verkefnið, svo sem Noregs og Danmerkur.

5. NEYÐAR- OG MANNÚÐARAÐSTOÐ
    Á hverju ári líða hundruð milljóna manna vegna afleiðinga náttúruhamfara, stríðs og vopnaðra átaka. Leiðarljósið í mannúðaraðstoð Íslands er að bjarga mannslífum og draga úr þjáningu á neyðarsvæðum ekki síst meðal þeirra sem standa höllum fæti, svo sem kvenna og barna. Ísland leggur áherslu á að mannúðarlög og mannréttindi séu virt og að óbreyttir borgarar hljóti þá vernd sem alþjóðalög og sáttmálar gera ráð fyrir. Jafnframt er lögð áhersla á þátttöku í samhæfðum aðgerðum til að auka ekki á ringulreiðina sem oft skapast á neyðarsvæðum.
    Í samræmi við þróunarsamvinnuáætlun var í nóvember 2012 lýst yfir þátttöku í alþjóðlegu átaki um góða starfshætti í mannúðaraðstoð (e. Good Humanitarian Donorship). Er undirbúningur hafinn að aðlögun mannúðaraðstoðar Íslands að verklagi og viðmiðum átaksins og verður fram haldið á næsta ári. Verklagsreglur átaksins eru einnig viðmiðin sem Þróunarsamvinnunefnd OECD styðst við á sviði neyðar- og mannúðaraðstoðar. Þá taka íslensk stjórnvöld einnig þátt í norrænu samráði um neyðar- og mannúðaraðstoð, og var árlegur fundur Norðurlandanna haldinn í Reykjavík í október 2012.
    Megnið af neyðar- og mannúðaraðstoð Íslands rennur til fjölþjóðastofnana hvort heldur sem um er að ræða bein framlög eða sérfræðiaðstoð. Auk þess eru frjáls félagasamtök mikilvægur hlekkur í að koma neyðaraðstoð til þurfandi þar sem staðarþekking þeirra og tengsl við grasrótarsamtök er oft lykill að skjótri aðkomu. Þessu gera stjórnvöld sér glögga grein fyrir og voru 104 millj. kr. ætlaðar samstarfi við félagasamtök árið 2011. Í fjárlögum 2012 var í fyrsta sinn eyrnamerkt fjárhæð, tæpar 175 millj. kr. til samstarfs við þau. Það er drjúgur hluti þeirra u.þ.b. 8% framlaga til þróunarsamvinnu sem var á síðasta ári varið til neyðar- og mannúðarmála.

5.1. ALÞJÓÐASTOFNANIR
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
OCHA Regluleg framlög til OCHA. Sérstök framlög skapist ófyrirséð þörf Á áætlun
Skammtímastörf sérfræðinga á vegum UTN fyrir OCHA á vettvangi Á áætlun
Virk þátttaka í málefnavinnu Norðurlanda um neyðaraðstoð SÞ Á áætlun
CERF Regluleg framlög til CERF Á áætlun
Virk þátttaka í málefnavinnu Norðurlanda um neyðaraðstoð SÞ Á áætlun
WFP Framlög til neyðaraðstoðar WFP þar sem þörf skapast Á áætlun
Skammtímastörf sérfræðinga á vegum UTN fyrir WFP á vettvangi Á áætlun
Virk þátttaka í málefnavinnu Norðurlanda um WFP Á áætlun
Alþjóðlegt átak um mannúðaraðstoð Ísland gerist aðili að alþjóðlegu átaki um mannúðaraðstoð innan tveggja ára Lokið
Unnið verður skipulega skv. verklagi og viðmiðum átaksins frá árinu 2012 Á áætlun

    Alþjóðastofnanir Sameinuðu þjóðanna eru meginveitandi neyðar- og mannúðaraðstoðar og samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun er lögð áhersla á stuðning við WFP, CERF og OCHA. Ýmist er framlögum beint í neyðarsjóði þessara stofnana eða þeir styrktir með sérfræðiráðgjöf þar sem þörfin er knýjandi. Þegar þurrkar ollu miklum búsifjum í Austur-Afríku síðari hluta árs 2011 og þegar uppskerubrestur varð á Sahel-svæðinu í Vestur-Afríku árið 2012 voru veitt framlög til WFP. Þá hefur sérfræðingur á vegum friðargæslunnar starfað með skrifstofu WFP í Malaví frá miðju ári 2012 við skólamáltíðaverkefni þar sem viðvarandi vannæring hamlar þroska barna. Síðla árs 2012 voru veitt framlög til UNICEF vegna neyðaraðstoðar við flóttamenn á landamærum Sýrlands og Jórdaníu, til WFP vegna matargjafa í Palestínu og UNCHR vegna flóttamanna frá Sýrlandi. Einnig var veitt sérstakt framlag til UNRWA til að sinna palestínskum flóttamönnum sem hrakist hafa frá Sýrlandi. Þá voru árið 2012 veitt framlög í neyðarsjóði OCHA, bæði almenna neyðarsjóð CERF sem og í sérstakan neyðarsjóð fyrir Palestínu.
    Námskeið á vegum OCHA og Íslensku friðargæslunnar um öflun, vinnslu og miðlun upplýsinga var haldið í Reykjavík dagana 7.–11. maí 2012. Markmið slíkra námskeiða er að þjálfa fólk, sem senda megi með skömmum fyrirvara til starfa á ófriðar- og neyðarsvæðum. Námskeiðið fjallaði um stjórnun og miðlun upplýsinga um aðstæður á neyðarsvæðum. Þátttakendur komu frá samstarfsaðilum OCHA um viðbragðslista (e. stand-by-partners) en Íslenska friðargæslan er einmitt einn þeirra. Alls voru þátttakendur 23, þar af fjórir íslenskir og voru þrír þeirra frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Að auki komu sex leiðbeinendur erlendis frá. OCHA lagði til leiðbeinendur og kennsluefni en friðargæslan lagði þátttakendum og kennurum til bæði gistingu og fæði auk kennsluhúsnæðis og stoðþjónustu. Þetta var í fyrsta sinn sem OCHA skrifstofurnar í New York og Genf unnu saman að námskeiði af þessu tagi og jafnframt í fyrsta sinn sem utanríkisráðuneytið hefur átt samvinnu við OCHA um námskeiðahald sem þetta. Námskeiðið gekk mjög vel og lýstu OCHA-menn yfir mikilli ánægju með miðlæga staðsetningu og alla framkvæmd.
    Verkefni til uppbyggingar viðlagastjórnunarkerfis hjá Palestínumönnum hófst árið 2011 í samvinnu við OCHA en vegna skilgreininga á starfsumboði SÞ-stofnana var verkefnið formlega flutt yfir til Þróunaráætlunar SÞ (UNDP) þó samstarf við OCHA væri enn náið. Verkefninu var fram haldið 2012 þegar þremur fulltrúum frá Palestínu var boðið til fjögurra vikna námskeiðs í viðlagastjórnun við Háskóla Íslands. Þessir nemendur munu gegna lykilhlutverki við að flytja þekkingu sína til heimamanna með áframhaldandi aðstoð viðlagasérfræðings frá Íslandi á næstu mánuðum.
    Þá voru sérfræðingar á svæðisskrifstofum alþjóðastofnana gagnvart Palestínumönnum, svo sem Flóttamannahjálpar Palestínumanna (UNRWA) og UNICEF vegna heilbrigðisverkefnis á Gaza að störfum allt þetta tímabil auk þess sem útsendur sérfræðingur starfaði um fjögurra mánaða skeið á Sómalíuskrifstofu UNICEF í Kenía en börn í Sómalíu líða mjög fyrir langvarandi ófrið.

5.2. FRJÁLS FÉLAGASAMTÖK
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Sérstakur fjárlagaliður um samstarf við félagasamtök í fjárlögum frá 2012 Lokið
Núverandi verklagsreglum um umsóknir og styrkveitingar fylgt Á áætlun
Endurskoðun á verklagsreglum. Lokið: Ágúst 2012 Lokið

    Íslensk stjórnvöld telja mikilvægt að styrkja mannúðar- og þróunarverkefni frjálsra félagasamtaka, auk þess sem þau eru oft mikilvægur veitandi neyðaraðstoðar vegna staðarþekkingar og tengsla við grasrótina á svæðum sem þau starfa á. Komast þau oft að þar sem alþjóðastofnanir eiga erfiðara með aðgang svo sem verið hefur í Sómalíu undanfarið þar sem stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa átt erfitt með að veita aðstoð vegna andstöðu ráðandi afla. Það er því mikilvægt að hafa um nokkrar leiðir að velja, til að tryggja árangur aðstoðar. Félagasamtök vinna einnig mikilsvert málsvarastarf og með þeim starfar fjöldi manns sem lætur sig málefni þróunarríkja varða.
    Á árinu 2011 var ríflega 108 millj. kr. úthlutað til neyðar- og mannúðarverkefna íslenskra félagasamtaka en sökum takmarkaðs fjármagns var það ár einungis unnt að taka neyðar- og mannúðarverkefni til greina við styrkveitingu. Þróunarsamvinnuáætlun gerir hins vegar ráð fyrir að 6% þróunarframlaga sé varið til samstarfs við félagasamtök á árinu 2012 sem voru um 174 millj. kr. á sérstökum fjárlagalið. Þar sem fénu skal bæði varið til þróunar- og neyðar- og mannúðarverkefna voru verklagsreglur um samstarf endurskoðaðar með tilliti til þess eins og kveðið er á um í þróunarsamvinnuáætlun. Verklagsreglunum, sem unnið hefur verið eftir frá 2009 var einungis breytt lítils háttar en í greinargerð vinnuhóps sem fylgdi tillögunum var talið nauðsynlegt að fara í frekari endurskoðun árið 2013. Ítarlegri endurskoðun mun gera samstarf við félagasamtökin enn öflugra og markvissara og stuðla að því að félagasamtök eflist og dafni á Íslandi. Breytingartillögurnar voru sendar félagasamtökunum til umsagnar og kynntar á fundi í mars 2012.
    Framlög til verkefna félagasamtaka námu 108,8 millj. kr. árið 2011 og tæpum 175 millj. kr. árið 2012. Megnið af framlögunum rann til mannúðar- og neyðarverkefna í Afríku sunnan Sahara en einnig til þróunarverkefna. Þá voru nokkrir styrkir veittir til verkefna í Palestínu, Bosníu og Hersegóvínu og á Haíti þar sem langvarandi neyðarástand ríkir og sér ekki fyrir endann á því.
    Í mars 2012 fór fram námskeið um álitamál í þróunarsamvinnu og hjálparstarfi, þar sem m.a. var fjallað um neyðaraðstoð, mannúðarstarf og friðaruppbyggingu. Námskeiðið var haldið í samvinnu Endurmenntunar Háskóla Íslands, Rauða kross Íslands, utanríkisráðuneytisins og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Námskeiðið sóttu 25 manns og voru þátttakendur afar ánægðir að því loknu. Kynnt voru grundvallaratriði og hugtök í þróunarsamvinnu, starfsemi ýmissa fjölþjóðastofnana, störf á vettvangi og sagt frá þátttöku Íslands í verkefnum á sviði þróunarsamvinnu og friðaruppbyggingar.
    Um langt skeið hafa utanríkisráðuneytið og Slysavarnafélagið Landsbjörg átt gott samstarf, einkanlega um starfsemi Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, en liðsmenn hennar eru á viðbragðslista Íslensku friðargæslunnar. Fyrsti samningur um samstarfið var gerður árið 2006 en sá samningur var uppfærður og endurnýjaður árið 2009. Unnið er að gerð nýs samnings, en meginmarkmið hans er að skerpa og skýra með hvað hætti ráðuneytið og Landsbjörg geti átt samstarf, einkum vegna björgunaraðgerða eða þjálfunar erlendis, og hlutverk hvors aðila um sig þar að lútandi. Sérstaklega er tekið á kostnaðarþátttöku utanríkisráðuneytisins vegna verkefna alþjóðabjörgunarsveitarinnar á erlendri grund.

6. FJÖLÞJÓÐLEG ÞRÓUNARSAMVINNA
    Stuðningur og samstarf við fjölþjóðlegar stofnanir er veigamikill hluti af þróunarstarfi Íslands. Í samræmi við skýrari forgangsröðun í þróunarsamvinnu Íslands leggja íslensk stjórnvöld sérstaka áherslu á stuðning við fjórar stofnanir, þ.e. UN Women, UNICEF, HSÞ/ UNU og Alþjóðabankann (e. World Bank). Stuðningur við aðrar stofnanir sem gegna lykilhlutverki í alþjóðlegri þróunarsamvinnu, eins og Þróunaráætlun SÞ (UNDP) og UNFPA er þó enn til staðar, þó í minna mæli sé.

6.1. UN WOMEN
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Störf íslenskra sérfræðinga á vettvangi Á áætlun
Virk þátttaka í málefnavinnu um jafnréttismál á vettvangi SÞ Á áætlun
Störf ungra íslenskra sérfræðinga fyrir UN Women Á áætlun
Stuðningur við styrktarsjóð á vegum UN Women til afnáms ofbeldis gegn konum Á áætlun
Samstarf við landsnefnd UNIFEM/UN Women á Íslandi Á áætlun
Þátttaka í samstarfi Norðurlanda um UN Women Á áætlun

    UN Women var stofnuð í janúar 2011 þegar fjórar stofnanir SÞ sem störfuðu að kynjajafnréttismálum sameinuðust í eina (þar á meðal UNIFEM). Stofnunin er í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti og bættri stöðu kvenna á heimsvísu. Hlutverk UN Women er í meginatriðum tvíþætt. Annars vegar hefur stofnunin það hlutverk að auka framgang jafnréttismála innan SÞ og í starfi þeirra á vettvangi. Hins vegar starfar UN Women á vettvangi um allan heim að auknu kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, en einna mikilvægast er starf stofnunarinnar í þróunarlöndum þar sem staða kvenna er oft bágborin og réttindi þeirra víða brotin. Fastanefnd Íslands í New York tekur þátt í framkvæmdastjórn stofnunarinnar sem áheyrnarfulltrúi, en Ísland á sæti í stjórn UN Women árið 2014. Eins og áður og á öðrum vettvangi hefur Norrænt samstarf um UN Women reynst mikilvægt og flytja Norðurlöndin reglulega sameiginleg ávörp. Þá tekur Ísland þátt í starfi „vina UN Women“ (e. friends of UN Women) sem er óformlegur vinnuhópur ríkja með svipaða afstöðu innan SÞ í New York.
    Á árunum 2011 og 2012 voru almenn, óeyrnamerkt framlög til UN Women mun hærri en árin á undan, en almenn framlög eru afar mikilvægur þáttur í að veita stofnunum svigrúm til að veita fé til þeirra svæða er mest þurfa á aðstoð að halda og þegar bregðast þarf skjótt við. Ekki síst eru almenn framlög mikilvæg þegar ný stofnun eins og UN Women er að koma undir sig fótunum og auka umsvif sín á vettvangi.
    Líkt og undanfarin ár voru framlög einnig veitt til styrktarsjóðs um afnám ofbeldis gegn konum (UN Trust Fund to End Violence Against Women), og heimsótti framkvæmdastýra sjóðsins utanríkisráðuneytið um miðjan nóvember 2012. Talið er að í dag verði allt að 7 af hverjum 10 konum fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og 603 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi telst ekki til glæpa. Sjóðurinn er sá eini sinnar tegundar sem vinnur eingöngu að því að vekja athygli á ofbeldi gegn konum og veitir styrki til margvíslegra verkefna víða um heim sem ætlað er að rjúfa þögnina sem ríkir um slíkt ofbeldi, koma í veg fyrir ofbeldisverk og draga hina seku til ábyrgðar. Frá upphafi (1997) hefur sjóðurinn úthlutað styrkjum til yfir 350 verkefna í 128 löndum. Í nóvember 2012 var í sextánda sinn úthlutað úr sjóðnum og hlutu 12 verkefni í 18 löndum styrk. Þar af er um að ræða 10 lönd sem flokkast sem átakasvæði eða fyrrum átakasvæði.
    Framlög voru einnig veitt til starfsemi UN Women í Afganistan og Palestínu. Framlag Íslands til UN Women í Afganistan hefur farið til verkefnis sem hefur aukin efnahagsleg réttindi og valdeflingu kvenna að meginmarkmiði. Á árunum 2011 og 2012 var lögð áhersla á það kerfisbundna misrétti sem viðgengst hvað varðar eignarrétt og eignasöfnun afganskra kvenna og sjónum beint að vettvangi stefnumótunar. Kvennamálaráðuneytið (MoWA) hlaut stuðning og starfsfólk þess þjálfun og fræðslu. Afgönskum kvennasamtökum og öðrum málsvörum jafnréttismála var jafnframt veittur stuðningur við að byggja upp getu sína og færni auk þess sem lögð var áhersla á myndun og styrkingu tengslanets þar að lútandi. Framlag Íslands rann einnig til verkefnis sem hefur að markmiði að auka skilning á íslamstrú og sharía-lögum m.t.t. kvenna og auka þar með réttindi þeirra og valdeflingu í samræmi við afgönsk lög. Í Palestínu var framlag ársins 2011 nýtt til að stuðla að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða, bæði innan palestínskrar stjórnsýslu, sem og verkefna á vegum stofnana og sjóða SÞ sem veita aðstoð á svæðinu. Meginmarkmið verkefnisins er að auka kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna í Palestínu, að öll mannúðar- og þróunaraðstoð til Palestínu á vegum SÞ stuðli á kerfisbundinn hátt að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, að aðgerðir stofnana og sjóða SÞ sem ætlað er að stuðla að kynjajafnrétti séu samhæfðar og að starfsemi UN Women í Palestínu sé öflug. Sem leiðandi á sviði jafnréttismála innan kerfis SÞ vann UN Women að samræmingu aðgerða á sviði jafnréttismála auk þess sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) og UNRWA var veittur stuðningur við að samþætta kynjasjónarmið í verkefni sín á svæðinu. Starfsmenn stofnananna fengu víðtæka þjálfun á því sviði. Árið 2012 rann framlag Íslands til kvennaathvarfs sem UN Women styður og veitir fórnarlömbum ofbeldis vernd og aðstoð. Í athvarfinu fá konur og börn þeirra húsnæði, læknisaðstoð, félagslega ráðgjöf og sálgæslu, lagalega aðstoð auk aðstoðar við að taka þátt í samfélaginu að nýju. Að sama skapi er unnið að því að draga úr ofbeldi gegn konum og börnum þeirra á hernumdu svæðunum m.a. með innleiðingu alþjóðlegra staðla og verklags sem byggja á virðingu fyrir mannréttindum og afnámi hvers kyns ofbeldis.
    Þá hefur utanríkisráðuneytið stutt við starfsemi UN Women (áður UNIFEM) á Balkanskaga um árabil. Stuðningurinn hefur fyrst og fremst snúið að framkvæmd aðgerðaáætlunar um ályktun Öryggisráðs SÞ nr. 1325 í Serbíu og Bosníu og Hersegóvínu og hefur bæði falist í framlögum og útsendum sérfræðingum á vegum Íslensku friðargæslunnar, en sl. 13 ár hafa íslenskir sérfræðingar starfað á skrifstofum UN Women á Balkanskaga.
    Utanríkisráðuneytið hefur um árabil átt gott samstarf við landsnefnd UN Women á Íslandi, og í nóvember 2012 var samstarfið endurnýjað til ársins 2015, þegar utanríkisráðherra og framkvæmdastýra landsnefndarinnar skrifuðu undir samstarfssamning til þriggja ára. Markmið samningsins er að efla kynningu á hlutverki og starfsemi UN Women og auka samvinnu utanríkisráðuneytisins við landsnefndina. Landsnefndin hefur veitt ráðuneytinu ráðgjöf og umsögn vegna málefna á fjölþjóðlegum vettvangi hvað varðar kynjajafnréttismál. Enn fremur hefur landsnefndin veitt öllu útsendu starfsfólki á vegum Íslensku friðargæslunnar fræðslu um jafnréttismál og framkvæmd ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi áður en það hverfur til starfa á vettvangi.

6.2. UNICEF
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Störf íslenskra sérfræðinga á vettvangi Á áætlun
Samstarfssamningur um skammtímastörf sérfræðinga vegna neyðarverkefna Á áætlun
Virk þátttaka í málefnavinnu Norðurlanda um UNICEF Á áætlun
Störf ungra íslenskra sérfræðinga fyrir UNICEF á vettvangi Á áætlun
Samstarf við UNICEF á Íslandi Á áætlun

    Hlutverk UNICEF er að bæta hag barna, ungs fólks og kvenna í þróunarlöndum á grundvelli Barnasáttmála SÞ. Stofnunin sinnir jafnframt mikilvægu hlutverki við neyðar- og mannúðaraðstoð þegar skyndileg neyð skapast eða átök brjótast út. Fastanefnd Íslands í New York tekur þátt í framkvæmdastjórn UNICEF sem áheyrnarfulltrúi. Eins og á vettvangi UN Women er Norrænt samstarf um UNICEF mikilvægt og flytja Norðurlöndin reglulega sameiginleg ávörp. Stuðningur Íslands við UNICEF felst í almennum og eyrnamerktum framlögum, ásamt því sem íslenskir sérfræðingar starfa jafnan hjá UNICEF á vettvangi á vegum Íslensku friðargæslunnar.
    Ísland hefur hægt og bítandi verið að hækka almenn framlög til UNICEF, og hækkuðu framlögin milli áranna 2010 og 2011 til dæmis um tæp 75% milli ára. Með þeim hætti sýndi Ísland eindreginn stuðning við starfsemi UNICEF sem áherslustofnun í þróunarsamvinnu.
Ísland hefur einnig veitt starfsemi UNICEF í Palestínu stuðning en eins og gefur að skilja líða börn mjög fyrir ástandið á þessu stríðshrjáða svæði. Framlögum Íslands hefur verið varið til verkefnis er vinnur að bættri lífsafkomu og þroska barna (e. Child Survival and Development) og felst m.a. í bólusetningum, fræðslu um næringu og hreinlæti, menntun og sálgæslu. Þar að auki hefur íslenskur hjúkrunarfræðingur verið að störfum á Gaza við mæðra- og ungbarnavernd. Þökk sé UNICEF hafa þúsundir nemenda í 78 skólum nú aðgang að almennilegri vatns- og hreinlætisaðstöðu og hefur vitneskja um mikilvægi hreinlætis eflst svo um munar.
    Þá veittu íslensk stjórnvöld í fyrsta sinn árið 2011 framlög til samstarfsverkefnis UNICEF og UNFPA sem hefur að markmiði að hraða afnámi limlestingar á kynfærum kvenna og stúlkna. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að milli 100 og 140 milljónir kvenna hafi þurft að þola þessa meðferð og telur UNICEF að allt að þrjár milljónir stúlkna séu í hættu á að hljóta sömu örlög. Slík meðferð er skýrt brot á mannréttindum og ógnar heilsu stúlkna, kvenna og barna þeirra víða. Verkefnið nær til 16 landa í vestan-, austan- og norðaustanverðri Afríku, til samfélaga þar sem slík hefð hefur ríkt um árabil. Frá upphafi eða árinu 2007 hefur verkefnið skilað töluverðum árangri, því í þeim samfélögum sem það nær til hefur töluvert dregið úr limlestingum.
    Utanríkisráðuneytið og landsnefnd UNICEF á Íslandi gerðu með sér samstarfssamning til þriggja ára í nóvember 2011. Markmið samningsins er að skapa grundvöll fyrir samráð og samvinnu ráðuneytisins og landsnefndarinnar, stuðla að umfjöllun um alþjóðamál með hugsjónir og markmið UNICEF að leiðarljósi, fjalla um þátttöku Íslands hvað varðar málefni barna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og að efla þátt Íslands í málefnastarfi UNICEF. Meðal verkefna landsnefndarinnar er að veita ráðuneytinu ráðgjöf og umsögn vegna málefna á fjölþjóðlegum vettvangi og veita útsendu starfsfólki á vegum Íslensku friðargæslunnar fræðslu um málefni barna.

6.3. HÁSKÓLI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Á ÍSLANDI
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Starfsemi jarðhitaskóla HSÞ á Íslandi og námskeið á hans vegum í þróunarlöndum Á áætlun
Starfsemi sjávarútvegsskóla HSÞ á Íslandi og námskeið á hans vegum í þróunarlöndum Á áætlun
Starfsemi landgræðsluskóla HSÞ á Íslandi og námskeið á hans vegum í þróunarlöndum Á áætlun
Tilraunaverkefni um jafnréttisskóla Á áætlun
Undirbúningur að framtíðarfyrirkomulagi starfsemi HSÞ á Íslandi á tímabilinu Á áætlun
    
    Háskóli Sameinuðu þjóðanna var settur á stofn árið 1972 til að styrkja alþjóðlegt samstarf milli SÞ, háskóla og annarra sem stunda vísindarannsóknir, með sérstaka áherslu á þróunarríki. Sextán skólar mynda net HSÞ, þar af eru þrír hér á landi: Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn. Starfsemi skólanna er mikilvægur þáttur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands og er rekstur þeirra fjármagnaður af framlögum til opinberrar þróunarsamvinnu. Kjarni starfsins er sex mánaða námsdvöl sérfræðinga á Íslandi og hafa samtals um 800 nemendur útskrifast frá skólunum þremur frá upphafi, en auk þess stunda nokkrir nemendur meistara- og doktorsnám við skólana ár hvert. Jarðhitaskólinn og Sjávarútvegsskólinn standa jafnframt fyrir styttri námskeiðum í þróunarlöndum sem fleiri sérfræðingum gefst kostur á að sækja.
    Jarðhitaskólinn, sem hóf starfsemi árið 1979, veitir sérfræðingum frá þróunarlöndum sérhæfða þjálfun í rannsóknum og nýtingu jarðhita. Orkustofnun hýsir skólann og ber á honum rekstrarlega ábyrgð. Árið 2011 luku 30 sérfræðingar frá 16 þróunarlöndum sex mánaða námi við skólann (8 konur og 22 karlar) og árið 2012 voru nemendurnir 33 frá 17 löndum (8 konur og 25 karlar). Samtals eru því útskrifaðir nemendur 515 frá 53 löndum frá upphafi. Jarðhitaskólinn heldur jafnframt námskeið í þróunarlöndum og voru haldin námskeið í El Salvador árin 2011 og 2012 og í Kenía árið 2011. Í nóvember 2011 skrifuðu utanríkisráðherra, orkumálastjóri og dr. Konrad Osterwalder, rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna undir framlengingu á samningi um Jarðhitaskóla HSÞ til ársins 2014.
    Sjávarútvegsskólinn var stofnaður árið 1998, en markmið hans er að efla sérfræðiþekkingu á sviði sjávarútvegs og fiskveiða. Hafrannsóknastofnun ber ábyrgð á rekstri skólans en starfsemi hans byggist m.a. á samstarfi við Matís, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri, auk fjölda fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Árið 2011 útskrifuðust 17 nemendur frá 14 löndum úr sex mánaða þjálfun við skólann (4 konur og 13 karlar) og árið 2012 voru útskriftarnemendurnir 18 frá 12 löndum (8 konur og 10 karlar). Frá upphafi hefur 241 sérfræðingur frá 44 löndum lokið námi við skólann. Þá stendur skólinn einnig fyrir styttri námskeiðum í þróunarlöndum og voru árið 2011 slík námskeið haldin í Úganda, Namibíu, Mósambík, Malasíu og St. Vincent og Grenadíneyjum og árið 2012 í St. Lúsíu og Tansaníu þar sem þrjú námskeið voru haldin.
    Landgræðsluskólinn varð formlega hluti af neti HSÞ í febrúar 2010 en skólinn hóf störf sem tilraunaverkefni árið 2007. Landgræðsluskólinn er samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskóla Ísland sem hýsir skólann. Markmið starfseminnar er að veita sérfræðingum frá þróunarlöndum, sem glíma við jarðvegseyðingu, eyðimerkurmyndun og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga, þjálfun á sviði landgræðslu og í sjálfbærri nýtingu lands. Frá upphafi starfseminnar (2007) hefur samtals 41 nemandi frá 10 löndum útskrifast úr skólanum; 20 konur og 21 karl. Árið 2011 útskrifuðust átta nemar frá 5 löndum eftir hálfs árs þjálfun við skólann og árið 2012 voru nemendurnir 10 frá fimm löndum.
    Tilraunaverkefni um Alþjóðlegan jafnréttisskóla (GEST – Gender Equality Studies and Training Programme) var sett á laggirnar árið 2009 í samstarfi við Háskóla Íslands. Skólinn veitir sérfræðingum frá þróunarlöndunum þjálfun á sviði jafnréttismála og gerir þeim betur kleift að stuðla að auknu jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna í heimalöndum sínum. Alls hefur 21 nemandi frá fjórum löndum lokið sex mánaða þjálfun við skólann fyrstu fjögur starfsár hans (2009–2012), 14 konur og 7 karlar. Í júní 2012 var gerð óháð úttekt á starfsemi Alþjóðlega jafnréttisskólans og leiddi úttektin í ljós að skólinn uppfyllir öll nauðsynleg skilyrði um að verða aðili að neti skóla HSÞ. Þá var það mat úttektaraðilans að skólinn muni verða góð viðbót við net HSÞ, en áherslu á jafnréttismál innan HSÞ hefur verið ábótavant. Niðurstöður úttektarinnar voru kynntar fyrir framkvæmdanefnd háskólaráðs HSÞ á fundi hennar 28.–29. júní 2012 og var nefndin jákvæð gagnvart því að Alþjóðlegi jafnréttisskólinn yrði hluti af neti skóla HSÞ á Íslandi. Stefnt er að því að Alþjóðlegi jafnréttisskólinn verði hluti af neti HSÞ á Íslandi árið 2013.
    Samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun skal vinna að undirbúningi framtíðarfyrirkomulags starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á gildistíma áætlunarinnar. Í þeim tilgangi var stofnaður sameiginlegur vinnuhópur sem í sitja fulltrúar frá HSÞ, utanríkisráðuneytinu og skólum HSÞ á Íslandi, og hittist hópurinn með reglulegu millibili á árunum 2011 og 2012. Í störfum sínum hefur vinnuhópurinn jafnframt náið samráð við forstöðumenn allra skóla HSÞ á Íslandi og Alþjóðlega jafnréttisskólans.

6.4. ALÞJÓÐABANKINN
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
16. samningalota um endurfjármögnun IDA, 2011 Lokið
Átaksverkefni í jafnréttismálum (GAP). Mat lagt á hugsanl. áframhald á samstarfi. Lokið: Október 2011 Lokið
Verkefni á sviði fiskimála (PROFISH). Mat lagt á hugsanl. áframhald á samstarfi. Lokið: Júní 2011 Lokið
Verkefni í orkumálum (ESMAP). Mat lagt á hugsanl. áframhald á samstarfi. Lokið: Október 2012 Lokið
Virk þátttaka í málefnavinnu kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn bankans Á áætlun
Samstarfsverkefni kjördæmisins á sviði mannréttindamála Á áætlun

    Hlutverk Alþjóðabankans er að stuðla að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda, en bankinn er einn stærsti fjármögnunaraðili fátækustu þróunarlandanna. Samkvæmt helstu úttektum sem gerðar hafa verið á alþjóðastofnunum á síðustu árum telst Alþjóðabankinn meðal árangursríkustu stofnanna á sviði þróunarsamvinnu. Bankinn starfar með stjórnvöldum hlutaðeigandi ríkja og veitir þeim aðstoð í formi lána, styrkja og ráðgjafar.
Ísland er hluti af kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn Alþjóðabankans og starfar að áhersluatriðum Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu, bæði í gegnum kjördæmið og með tvíhliða samvinnu við bankann. Á undanförnum árum hefur Alþjóðabankinn lagt aukna áherslu á ýmis mál sem teljast meðal helstu áherslna Íslands, þar á meðal orku-, fiski- og jafnréttismál. Þess má geta að ein helsta skýrsla bankans um álitamál á sviði þróunarmála (e. World Development Report) árið 2012 fjallaði um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna sem forsendu framþróunar og aukinnar hagsældar. En kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja var ötull talsmaður þess að jafnrétti yrði umfjöllunarefni skýrslunnar. Þá hefur Alþjóðabankinn einnig beint sjónum sínum í auknum mæli að áhrifum loftslagsbreytinga sem og sjálfbærni og grænum hagvexti. Bankinn tók virkan þátt í Ríó+20 ferlinu um sjálfbæra þróun og ýtti m.a. úr vör alþjóðlegu átaki í málefnum hafsins á Ríó+20-ráðstefnunni, ásamt því að vera lykilsamstarfsaðili í átaki SÞ um sjálfbæra orku fyrir alla.
    Alþjóðaframfarastofnunin (IDA) er sá hluti Alþjóðabankans sem veitir styrki og lán á mjög hagkvæmum kjörum til 81 af fátækustu ríkjum heims, en IDA er einn stærsti fjármögnunaraðili fátækustu ríkja heims. Ísland hefur verið aðili að IDA frá upphafi og er áskrifandi að 0,03% hlutafjár í stofnuninni. IDA er endurfjármagnað á þriggja ára fresti og var árangur yfirskrift síðustu endurfjármögnunar sem nær yfir tímabilið 2011–2013. Lögð var sérstök áhersla á jafnrétti kynjanna, loftslagsbreytingar og ríki sem eiga í átökum eða eru að jafna sig eftir átök. Í tölum bankans fyrir árið 2012 kemur fram að 83% lána og styrkja bankans, eða því sem nemur 29 milljörðum bandaríkjadala, tóku mið af jafnréttissjónarmiðum, sem er mikil framför frá fyrri árum.
    Árið 2012 veittu íslensk stjórnvöld framlög í jafnréttissjóð innan bankans (Gender Umbrella Trust Fund) en honum er ætlað að festa samþættingu kynjasjónarmiða í sessi, á öllum sviðum og í öllum störfum bankans. Sjóðurinn tók við af átaksverkefni Alþjóðabankans á sviði jafnréttismála (e. Gender Action Plan) sem Ísland veitti framlög til árin 2008–2010.
    Ísland hefur um langt skeið reynt að beina sjónum Alþjóðabankans að mikilvægi sjávarútvegs fyrir þróunarríki og lagt hart að bankanum að taka þátt í verkefnum á þessu sviði. Þannig var PROFISH, verkefni sem varðar stuðning við fiskimál í þróunarlöndum, m.a. stofnað fyrir atbeina Íslands árið 2005 og hafa íslensk stjórnvöld veitt árleg framlög í sjóðinn. Telja verður að PROFISH-verkefnið hafi borið árangur en ásamt útgáfu mikilvægs rits í sjávarútvegi (e. The Sunken Billions), lagði bankinn út í margþætt fiskveiðiverkefni fyrir Vestur-Afríkuríkin árið 2009 (West African Regional Fisheries Project) sem m.a. felur í sér lán og styrki frá bankanum að upphæð tæplega 60 milljónum bandaríkjadala. Einnig var PROFISH-verkefnið meðal sprotanna að því að mynda alþjóðlegt átak um málefni hafsins „Global Partnership for Oceans“ á Ríó+20-ráðstefnunni sl. júní. Með átakinu verður stofnað til víðtækrar samvinnu milli ríkja, einkaaðila og félagasamtaka um málefni hafsins og sjálfbærrar nýtingar auðlinda þess, en samvinnan hefur jafnframt að markmiði að byggja upp getu þróunarríkja til að nýta hafið með sjálfbærum hætti. Ísland hefur lýst yfir formlegum stuðningi við átakið.
    Þá hefur verið ákveðið að stofna sérstakan verkefnasjóð innan Alþjóðabankans til þess að kosta stöður tveggja íslenskra sérfræðinga innan stofnunarinnar. Annars vegar er um að ræða stöðu sérfræðings í fiskimálum, en sérfræðingurinn sem verður staðsettur í Gana mun starfa við margþætt verkefni bankans um fiskimál í Vestur-Afríku og vinna með ríkisstjórnum Gana, Líberíu og Síerra Leóne að samræmingarstörfum vegna verkefnisins. Hins vegar er um að ræða stöðu sérfræðings við þá deild bankans sem vinnur að framgangi hreinnar orku í þróunarlöndum og fjallað er um hér að neðan. Sá sérfræðingur myndi starfa í höfuðstöðvum Alþjóðabankans í Washington DC og veita aðstoð við mál er varða nýtingu jarðhita.

Samstarf á sviði jarðhitamála
    Stærsta þróunarsamvinnuverkefni sem Ísland hefur tekið þátt í frá upphafi er á sviði jarðhita. Verkefnið byggist á samkomulagi utanríkisráðuneytisins og Alþjóðabankans sem gert var í lok árs 2011 og kveður á um fjölmarga mikilvæga þætti er varða framtíðarnýtingu jarðhita í þágu íbúa í austur-afríska sigdalnum. Samkomulagið er mikilvægt fyrir Íslendinga, en með því er Ísland orðið helsti ráðgjafi Alþjóðabankans á sviði jarðhitanýtingar.
    Í sigdalnum liggja þrettán ríki: Erítrea, Djíbútí, Eþíópía, Sómalía, Suður-Súdan, Kenía, Úganda, Rúanda, Búrúndí, Tansanía, Sambía, Malaví og Mósambík. Á svæðinu er mikil orkufátækt, en talið er að mögulegt sé að virkja allt að 14.000 MW af rafmagni úr jarðhita í sigdalnum og veita allt að 150 milljónum íbúa aðgang að hreinni, endurnýjanlegri og stöðugri raforku. Í ríkjum Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar hafa 585 milljónir íbúa ekki aðgang að rafmagni og mæta orkuþörf sinni með öðrum aðferðum, svo sem brennslu viðar og taðs. Slíkar aðferðir geta valdið mengun og öndunarfærasjúkdómum, en þar sem konur sinna mest eldamennsku og eru meira heima við ásamt börnum sínum en karlar, eru þær og börn í sérstökum áhættuflokki hvað þetta varðar. Því er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir íbúa þessa fátækasta hluta Afríku. Aukinn aðgangur að orku er talinn mikilvægur liður í framþróun og hagsæld samfélaga og kallar hlýnun jarðar á að slík aukning gerist með nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkulinda þar sem þess er kostur.
    Samstarf Íslands og Alþjóðabankans er í megindráttum í þremur liðum. Í fyrsta lagi kveður það á um að Ísland standi fyrir og standi straum að gerð frumrannsókna og hagkvæmniathugana í þeim ríkjum sigdalsins sem þess óska, en Þróunarsamvinnustofnun Íslands er framkvæmdaraðili þess hluta samningsins. Vinna við verkefnið hefur staðið yfir allt árið 2012 og er verkefnisskjal þar að lútandi nú tilbúið (sjá nánar kafla 8.4.).
    Í byrjun nóvember sl. kynnti utanríkisráðherra þetta stærsta orkusamstarfsverkefni sem Íslendingar hafa tekið þátt í. Þá undirritaði ráðherra, ásamt framkvæmdastjóra ÞSSÍ, samning við Norræna þróunarsjóðinn (NDF) um samfjármögnun þessa fyrsta hluta verkefnisins. Þar skuldbindur sjóðurinn sig til þess að styrkja verkefnið til jafns við hlut Íslands eða um 5 milljónir evra. Samtals gera þetta 10 milljónir evra, eða sem svarar rúmum 1.600 millj. kr. til næstu fimm ára.
    Í öðru lagi kveður samkomulagið á um að undir forystu bankans verði stofnaður sjóður sem standa á straum af tilraunaborunum á svæðum sem frumrannsóknir Íslendinga benda til að geti veitt nýtanlega orku. Stefnt er að því að í sjóðnum verði allt að 500 milljónir bandaríkjadala eða liðlega 63 milljarðar kr. Þetta verður stærsta fjölþjóðlega jarðhitaverkefnið sem farið hefur verið í, en tillaga er um að öll helstu iðnríki heims taki þátt í verkefninu og leggi til fjármagn.
    Í þriðja lagi felst samstarfið í að auka færni og menntun þeirra sem vinna að jarðhitamálum innan Alþjóðabankans auk einstaklinga í þróunarríkjum. Í því samhengi hefur bankinn gefið út handbók um nýtingu jarðhita, en íslenskur jarðhitasérfræðingur sem starfar innan bankans er annar tveggja höfunda bókarinnar. Enn fremur er fyrirhugað að efla samráð milli sérfræðinga um jarðhitamál með stofnun sérstaks samráðsvettvangs sem yrði m.a. tengdur Jarðhitaskóla HSÞ, ÍSOR og fleiri stofnunum.
    Utanríkisráðherra og embættismenn hafa nú þegar átt fjölmörg samtöl við ráðamenn samstarfsríkja Íslands um aðild að ofangreindu samstarfi, m.a. Kína, Japans, Bretlands og Noregs. Gert er ráð fyrir að leitað verði eftir sérstökum stuðningi sjóða og þróunarbanka, svo sem þýska þróunarbankans, þróunarsjóðs OPEC-ríkja, og loftslagssjóða auk fjölda annarra.
    Ofangreint samstarf kemur til viðbótar stuðningi íslenskra stjórnvalda við sérstaka deild innan bankans (ESMAP) sem sinnir orkuráðgjöf við þróunarríki. Bæði hafa verið veitt framlög til deildarinnar auk þess sem kostaður hefur verið jarðhitasérfræðingur til deildarinnar, eins og getið er um hér að ofan. Á árunum 2011 og 2012 voru veitt framlög í hvort tveggja. Í kjölfar aukinnar áherslu á endurnýjanlega orkugjafa á alþjóðagrundvelli og eflt samstarf Íslands og Alþjóðabankans á sviði jarðhitanýtingar er fyrirhugað að styrkja samstarfið enn frekar með því að kosta annan jarðhitasérfræðing til deildarinnar.

7. FRIÐARUPPBYGGING Í AFGANISTAN OG PALESTÍNU
    Afganistan og Palestína eru tvö af fimm áherslusvæðum samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun. Íslensk stjórnvöld eru ekki með fasta viðveru í þessum löndum, líkt og í tvíhliða samstarfslöndum Íslands í Afríku, og fer stuðningurinn því fram í gegnum fjölþjóðlegar stofnanir og félagasamtök. Afganistan og Palestína eru bæði skilgreind sem óstöðug ríki og litast starfið af erfiðu ástandi á sviði öryggismála og pólitískum átökum. Áhersla er lögð á stuðning við endurreisn og stjórnarfar.

7.1. AFGANISTAN
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Gerð aðgerðaáætlunar 2012–2014. Lokið: Nóvember 2011 Í vinnslu Lokið: apríl 2013
Norrænt samstarf sem byggi m.a. á samnorrænni úttekt frá 2009 Á áætlun
Stuðla að betri samhæfingu aðstoðar alþjóðasamfélagsins Á áætlun
Vinna að málefnum kvenna Á áætlun
Neyðar- og mannúðaraðstoð á vegum alþjóðastofnana og félagasamtaka Á áætlun

    Í Afganistan starfar Alþjóðalið (International Security Assistance Force – ISAF) á grundvelli ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1386 frá 2001 en umboðið hefur síðan verið endurnýjað reglulega. Umboðið nær til þess að aðstoða afgönsk stjórnvöld við að koma á öryggi í landinu og hafa íslensk stjórnvöld ásamt öðrum NATO-ríkjum og fleirum tekið þátt í starfi þess. Áherslan hefur verið á vinnu sem miðar að því að koma á friði og stöðugleika, auk þess sem miklu fé og mannafla hefur verið varið til uppbyggingarstarfa og endurreisnar eftir áratuga átök og hörmungar í samfélaginu. Fjöldi fjölþjóðlegra ráðstefna, t.d. leiðtogafundur NATO í maí sl. og ráðstefna í Tókýó í júlí sl., hefur verið haldinn þar sem alþjóðasamfélagið hefur staðfest áframhaldandi stuðning við Afgana á sviði lýðræðisþróunar, efnahagsuppbyggingar og velferðarmála. Mikilvægi mannréttinda hefur verið áréttað og þá sérstaklega réttindi kvenna. Í tengslum við Tókýó-ráðstefnuna skrifaði utanríkisráðherra opið bréf, ásamt utanríkisráðherrum annarra Norðurlanda, þar sem þetta er áréttað.
    Íslenska friðargæslan hefur undanfarin misseri mannað fimm stöður borgaralegra sérfræðinga hjá Alþjóðaliðinu í Kabúl. Annars vegar er um að ræða stöður í bækistöð liðsins við Kabúlflugvöll þar sem nú starfa varadeildarstjóri verklegra framkvæmda í bækistöðinni og forstöðumaður starfsmannahalds. Hins vegar er um að ræða stöður í höfuðstöðvum Alþjóðaliðsins í Kabúl-borg, en þar hafa til skamms tíma verið mannaðar þrjár stöður; deildarstjóri stjórnarfarsdeildar, varadeildarstjóri þróunardeildar og sérfræðingur í jafnréttismálum í þróunardeild. Sérstök áhersla hefur verið lögð á jafnréttismál og auk starfsmannsins í Kabúl hafa íslensk stjórnvöld lagt til sérfræðing í jafnréttismálum sem hefur starfað með aðgerðahópi á vegum Atlantshafsbandalagsins um jafnréttismál og þá m.a. í Afganistan sérstaklega. Íslensk stjórnvöld hafa einnig lagt umtalsvert fé til þróunar og uppbyggingar, m.a. með framlagi til Uppbyggingarsjóðs ISAF og UN Women. Vinna við gerð aðgerðaáætlunar íslenskra stjórnvalda fyrir Afganistan 2013–2016 er á lokastigum, en gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin vorið 2013.

7.2. PALESTÍNA
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Framfylgja núverandi aðgerðaáætlun fyrir 2008–2010 Lokið
Gerð aðgerðaáætlunar 2012–2014. Lokið: Nóvember 2011 Lokið
Neyðar- og mannúðaraðstoð á vegum alþjóðastofnana og félagasamtaka Á áætlun
Aðstoð við flóttamenn Á áætlun
Aðstoð við konur og börn Á áætlun

    Í byrjun árs 2013 var lokið við gerð aðgerðaáætlunar um hvernig stuðningi Íslands við Palestínu 2013–2016 skuli háttað í samræmi við þróunarsamvinnuáætlun. Þar kemur fram að verkefni skuli falla að forgangsröðun Palestínumanna um uppbyggingu ásamt því að samrýmast markmiðum og áhersluatriðum þróunarsamvinnuáætlunar. Í áætluninni koma fram megináherslur í stuðningi Íslands sem verður sem fyrr í gegnum alþjóðastofnanir ýmist með beinum fjárframlögum eða með sérfræðiaðstoð.
    Varðandi stuðning við málefni Palestínu á tímabilinu bar hæst á pólitíska sviðinu að Alþingi viðurkenndi fullveldi og sjálfstæði Palestínuríkis hinn 29. nóvember 2011. Snemma árs 2012 afhenti sendiherra Íslands gagnvart Palestínu með aðsetur á Íslandi trúnaðarbréf sitt og hinn 29. nóvember 2012 var Ísland meðflutningsaðili tillögu um að Palestína fengi áheyrnaraðild að Sameinuðu þjóðunum.
    UNRWA veitir veigamikla aðstoð á sviði menntamála, heilbrigðismála og félagslegrar aðstoðar. Ísland veitti almenn framlög til stofnunarinnar og eyrnamerkti aðstoð við palestínska flóttamenn frá Sýrlandi. Auk þess hafa þrír sérfræðingar starfað á síðustu misserum á svæðisskrifstofum UNRWA í Líbanon, Amman og Jerúsalem á vegum Íslensku friðargæslunnar. Þá veita íslensk stjórnvöld jafnframt framlög til UNICEF og UN Women í Palestínu, eins og fram kom í köflum 6.1. og 6.2., en í þróunarsamvinnuáætlun er lögð áhersla á stuðning við konur og börn í landinu. OCHA vinnur mikilvægt starf við upplýsingaöflun og samræmingu aðstoðar á svæðum Palestínumanna. Samráð utanríkisráðuneytisins við stofnunina hefur verið náið og að beiðni svæðisskrifstofunnar í Jerúsalem var sendur sérfræðingur til ráðgjafar Palestínumönnum um uppbyggingu viðlagastjórnunarkerfis haustið 2011, en verkefnið eflir innviði palestínskra stofnana og styrkir samstarf við svæðisskrifstofur Sameinuðu þjóðanna (sjá nánar kafla 5.1.).
    Leitast hefur verið við að styðja verkefni frjálsra félagasamtaka, íslenskra og palestínskra. Rauði kross Íslands fékk t.d. styrk til tveggja verkefna á tímabilinu. Annað varðaði sálrænan stuðning við börn á Gaza og á Vesturbakkanum og hitt er unnið í samstarfi við Rauða hálfmánann og snýst um þjálfun sjúkraflutningamanna. Palestínsk samtök hafa einnig hlotið framlög íslenskra stjórnvalda. Annars vegar Women's Centre for Legal Aid and Councelling (WCLAC), sem veita palestínskum konum lagalega ráðgjöf og stuðning og hins vegar Palestinian Medical Relief Society (PMRS) sem eru grasrótarsamtök sem sinna heilbrigðisþjónustu í Palestínu.
    Þá má geta þess að Alþjóðlegi jafnréttisskólinn hefur frá árinu 2010 þjálfað átta palestínska nemendur á sviði jafnréttismála. Í desember 2012 útskrifuðust þrír nemendur frá Palestínu úr námi frá Alþjóðlega jafnréttisskólanum; tveir karlar og ein kona.

8. TVÍHLIÐA ÞRÓUNARSAMVINNA Á VEGUM ÞSSÍ
    Áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011–2014 markar stefnuna fyrir núverandi starfsemi ÞSSÍ, en stofnunin ber ábyrgð á tvíhliða þróunarsamvinnu við einstök ríki og fer með um 40% af heildarframlögum Íslands til þróunarsamvinnu. Á grundvelli hennar er starfsemi haldið áfram í þremur samstarfslöndum Íslands, Malaví, Mósambík og Úganda sem öll eru í hópi fátækustu ríkja heims. Samstarfi við fjórða landið, Níkaragva, lauk í árslok 2012 og er nú unnið að úttekt á samstarfsverkefni stofnunarinnar þar á sviði jarðhita.
    Í samstarfslöndunum þremur er áhersla lögð á að styðja við umbætur í fiskimálum, menntun, heilbrigðismálum og vatns- og hreinlætismálum. ÞSSÍ hefur þó ekki sagt skilið við verkefni á sviði jarðhita því unnið er að öflugum stuðningi við jarðhitamál í austanverðri Afríku í samstarfi við Norræna þróunarsjóðinn, en verkefnið er liður í samstarfi Íslands og Alþjóðabankans um jarðhitanýtingu í Austur-Afríku (sjá nánar kafla 6.4. og 8.4.).
    Í samræmi við Þróunarsamvinnuáætlun hækkuðu framlög til stofnunarinnar nokkuð á árinu 2012 miðað við fyrri ár og gert er ráð fyrir umtalsverðri hækkun á árinu 2013. Unnið er að því að styrkja starfsemina í öllum samstarfslöndum Íslands samkvæmt þeim áherslum sem lagt er upp með í áætluninni. Unnið hefur verið að sérstökum samstarfsáætlunum með öllum löndunum þremur. Samstarfsáætlun við Malaví hefur þegar verið samþykkt og er unnið samkvæmt henni en gert er ráð fyrir að samstarfsáætlanir við Mósambík og Úganda verði tilbúnar um mitt ár 2013.
    ÞSSÍ hefur á undanförnum árum verið að þróa verklag sitt í þróunarsamvinnu. Alþjóðleg viðmið og áætlanir samstarfslandanna í baráttunni gegn fátækt eru þar höfð að leiðarljósi ásamt þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið á sviði þróunarsamvinnu. Áhersla er lögð á árangur og að stuðningurinn nái til hinna fátæku. Stofnunin hefur tekið skref í þá átt með því að vinna beint með héraðsstjórnum, nærri grasrótinni, þar sem opinber grunnþjónusta er veitt. Þessi nálgun hefur náð fótfestu í Malaví en unnið er að sams konar héraðsnálgun í samstarfsáætlunum við Mósambík og Úganda. Í öllu samstarfi sem stofnunin tekur þátt í er skýrt kveðið á um að auka gæði stjórnsýslu jafnframt því að bæta grunnþjónustu við almenning og að styðja við sjálfbæra nýtingu auðlinda.
    Stofnunin leggur áherslu á að útfæra markvisst þá stefnu sem henni er mörkuð í þróunarsamvinnuáætlun og á árinu 2012 komu út tvö skjöl sem miða að því. Annars vegar er það Sýn og starfshættir ÞSSÍ 2012–2014 sem skýrir þær áherslur sem stofnunin setur sér til að vinna að framgangi stefnu stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og hvernig stofnunin hyggst ná settum markmiðum hennar. Hins vegar er það Leiðarljós ÞSSÍ í umhverfismálum þar sem útfærsla ÞSSÍ á stefnumörkun stjórnvalda í umhverfismálum er lögð fram og skýrð ásamt því að aðgerðaáætlun stofnunarinnar til ársins 2014 er kynnt.
    ÞSSÍ vinnur markvisst að því að efla innra starf sem lýtur að árangursmati og eftirfylgni. Nokkrar úttektir á verkefnum fóru fram 2012 og eru fleiri fyrirhugaðar 2013. Í Mósambík fóru fram áfangaúttektir á tveimur verkefnum, en greint er nánar frá þeim í kafla 8.2. Lokaúttekt á fimm ára jarðhitaverkefni ÞSSÍ í Níkaragva hófst undir lok ársins og verður fullnaðarskýrsla tilbúin á fyrri hluta árs 2013. Þá eru í undirbúningi lokaúttektir á vatnsverkefnum í Malaví og Namibíu, heilsugæsluverkefni ÞSSÍ í Monkey Bay í Malaví og heildarúttekt á stuðningi Íslands við Namibíu, en þar lauk ÞSSÍ störfum formlega árið 2010. Allar úttektir er hægt að nálgast á heimasíðu ÞSSÍ.
    Stofnunin leggur enn fremur ríka áherslu á að aðgengi almennings að upplýsingum um starfsemi hennar sé gott og heldur meðal annars úti vefsíðu þar sem leitast er við að gera sem best grein fyrir því sem hæst ber. Þar eru meðal annars fluttar fréttir af starfseminni og allar rýniskýrslur og úttektir um einstök verkefni eru birtar þar. Þá gefur stofnunin vikulega út veftímarit um þróunarmál og starfsmenn stofnunarinnar taka þátt í margvíslegum ráðstefnum, málstofum og öðrum kynningum fyrir hópa og almenning.

8.1. MALAVÍ
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Gerð samstarfsáætlunar 2012–2014. Lokið: Október 2011 Lokið
Mannauður: Með áherslu á menntun, heilbrigðismál og hollustuhætti Á áætlun

    Á árinu 2012 var samstarfsáætlun með héraðsyfirvöldum í Mangochi-héraði staðfest og var skrifað undir samning þess efnis í maí. Áætlunin er til fjögurra ára og er nú unnið samkvæmt henni. Stuðningi er beint að þremur málaflokkum sem eru lýðheilsa, vatns- og hreinlætismál og grunnmenntun í héraðinu. Greitt er inn í sérstakan þróunarsjóð sem héraðsstjórnvöld bera ábyrgð á og hafa þau umsjón með allri framkvæmd, en eftirlitsskylda liggur hjá malavískum stjórnvöldum. Starfsmenn ÞSSÍ eru til ráðgjafar og fylgjast jafnframt með að fjármunum sé rétt ráðstafað og framvinda verkefna fylgi áætlun. Verið er að leggja lokahönd á verkefnaskjöl í þessu samstarfi en sérstök áhersla er lögð á að bæta gæði stjórnsýslunnar í héraðinu þannig að hún hafi bolmagn til að veita íbúum héraðsins góða grunnþjónustu í þeim málaflokkum sem samstarfið beinist að.
    Í desember 2011 lauk heilbrigðisverkefni ÞSSÍ í Monkey Bay. Samstarfið hafði þá staðið í um áratug og beindist að uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á Monkey Bay-svæðinu sem tilheyrir Mangochi-héraði. Byggt var sjúkrahús í Monkey Bay og heilsugæslustöðvar í nágrannabyggðum ýmist byggðar eða endurbættar. Jafnframt var mikil áhersla lögð á bætta þjónustu við íbúana. Á árinu 2011 var enn bætt við sjúkrahúsið og einnig opnuð ein heilsugæslustöð með fæðingardeild í afskekktri byggð á svæðinu. Formleg afhending sjúkrahússins fór fram í mars 2012 þegar utanríkisráðherra afhenti heimamönnum sjúkrahúsið og lauk þar með þeim framkvæmdum og endurbótum sem áætlað var að gera. Formleg úttekt á verkefninu er á áætlun á árinu 2013. Lýðheilsuverkefnið sem hófst í kjölfar heilbrigðisverkefnisins í Monkey Bay beinist fyrst og fremst að uppbyggingu fæðingardeilda og allri starfsemi í kringum þær í Mangochi-héraðinu öllu, með það fyrir augum að draga úr mæðra- og ungbarnadauða og stuðla að bættri heilsu barna. Skrifstofa héraðslæknis hefur sett skýr markmið þar að lútandi og mun verkefnið gegna mikilvægu hlutverki í að vinna að framgangi þeirra.
    Stofnunin hefur beint stuðningi að vatns- og hreinlætismálum á Monkey Bay-svæðinu síðan árið 2007, en í kjölfar verkefnisins hefur dregið úr kóleru á þessu svæði og nú finnast varla dæmi um kólerutilfelli. Um 450 vatnsból hafa verið gerð sem þjóna um 120 þúsund manns. Í júní 2011 fluttu staðarráðnir starfsmenn sem starfað höfðu fyrir ÞSSÍ yfir til vatnsmálaskrifstofunnar í Mangochi og var það liður í að héraðsyfirvöld tækju að sér umsjón með öllum málaflokknum. Vatnsmálaskrifstofan hefur nú bolmagn til að sjá um allar framkvæmdir í vatns- og hreinlætismálum sem njóta stuðnings ÞSSÍ. Gerð hefur verið heildarúttekt á vatnsmálum í héraðinu og unnið er að endurnýjun og fjölgun vatnsbóla samkvæmt áætlun héraðsyfirvalda. Á síðari hluta ársins 2012 hófst vinna við 48 vatnsból sem veita munu allt að 12 þúsund manns aðgang að hreinu vatni.
    Þá hefur stofnunin um árabil unnið að uppbyggingu grunnskóla í Mangochi-héraði og hélt það samstarf áfram á tímabilinu 2011–2012 en hefur nú færst yfir á héraðsgrundvöll líkt og önnur verkefni. Unnið er að uppbyggingu vanbúinna grunnskóla með það að markmiði að bæta námsárangur grunnskólabarna og draga úr brottfalli. Nú er unnið að þróun samstarfsins fyrir tímabilið 2013–2016. Á árinu 2012 hófst tilraunaverkefni um skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn úr uppskeru sem ræktuð er í heimabyggð. Verkefnið er unnið í samstarfi við WFP og stjórnvöld í Malaví.

8.2. MÓSAMBÍK
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Gerð samstarfsáætlunar 2012–2014. Lokið: Október 2011 Í vinnslu Lokið: júní 2013
Auðlindir og mannauður: Með áherslu á fiskimál og menntun Á áætlun

    Í Mósambík styður Ísland við verkefni á sviði fiskimála og fullorðinsfræðslu. ÞSSÍ hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í verkefnastoð (e. programme) í fiskimálum sem heimamenn hafa umsjón með en Íslendingar ásamt Norðmönnum leggja til fjármagn og veita faglegan stuðning. Um er að ræða stuðning við fiskimálaráðuneyti Mósambík og undirstofnanir þess. Verkefnastoðin er framkvæmd í samræmi við heildaráætlun Mósambík í fiskimálum og miðast stuðningurinn við þær áherslur sem þar eru settar fram. Um er að ræða stofnanauppbyggingu í ráðuneytum og stofnunum en einnig framkvæmd afmarkaðra verkefna. Innleiðing sérhæfðs fjármálakerfis er mikilvægur þáttur í verkefninu en ráðuneyti fiskimála og allar stofnanir þess nota nú slíkt kerfi sem bætir skipulagningu og eftirfylgni við starfsemina. Þá hefur sérstök eftirlitsstofnun með fiskveiðum verið sett á laggirnar. Vegna þessa hefur Mósambík orðið fyrir valinu til að hýsa miðstöð SADC-ríkja gegn ólöglegum fiskveiðum. Einnig öðlaðist Rannsóknastofa fiskiðnaðarins í Mapútó faggildingu í júlí 2012, fyrst allra rannsóknastofa í Mósambík. Mikilvægir þættir verkefnisins snúa einnig að stuðningi við smábátaútgerð og auknum möguleikum í fiskeldi. Í þessu sambandi má nefna að stofnun um málefni smábátaútgerðar framkvæmdi umfangsmikla kortlagningu á samfélögum sem byggja afkomu sína á smábátaútgerð í júní 2012, en hún skapar frekari grunn að stuðningi við þessi samfélög í framtíðinni. Þá lauk mósambíska Fiskeldisstofnunin kortlagningu vænlegra fiskeldissvæða og fékk mörg þeirra samþykkt af skipulagsyfirvöldum. Í lok árs 2012 bauð stofnunin út byggingu rannsóknastofnunar fiskeldismála í Chockwe, sem miklar vonir eru bundnar við fyrir uppbyggingu greinarinnar. Verkefnastoðin fór í óháða úttekt á árinu 2012. Helsta gagnrýni í úttektarskýrslunni beindist að skipulagi verkefnisstoðarinnar, að betur hefði mátt skilgreina markmiðin og þann árangur sem stefna átti að. Í skýrslunni var líka bent á ýmislegt sem hefði tekist vel eins og uppbygging landhelgiseftirlits auk ýmissa viðfangsefna á sviði hafrannsókna, fiskveiðistjórnar og fiskeldis. Unnið er að útfærslu á frekari stuðningi við fiskimál í Mósambík með tilliti til niðurstaðna úttektarskýrslunnar.
    Annað samstarfsverkefni ÞSSÍ í Mósambík er með þarlendu menntamálaráðuneyti á sviði fullorðinsfræðslu í Inhambane-fylki. Stuðningurinn nær til 14 héraða í fylkinu og er heildarfjöldi þátttakenda í verkefninu um 30 þúsund manns. Á tímabilinu 2011–2012 var áhersla lögð á aðgerðir til að auka gæði fullorðinsfræðslunnar og bæta aðgengi íbúa að fræðslunni. Meðal annars var nýtt námsefni gefið út í samræmi við Fullorðinsfræðsluáætlun Mósambíkur 2012–2016, auk þess sem allir kennarar í fullorðinsfræðslu í sex héruðum fengu tveggja vikna þjálfun. Fyrsta fullorðinsfræðslusetrið í Mósambík, staðsett í Jangamó, var tekið í gagnið í mars 2012. Í setrinu er m.a. kennslustofa, bókasafn og tölvuver og hófust fyrstu námskeiðin í ágúst. Þá voru 40 skólaskýli byggð fyrir fullorðinsfræðslubekki í Jangamó- héraði. Stuðningi var enn fremur beint að fullorðinsfræðsluyfirvöldum á þremur stjórnsýslustigum; í ráðuneyti, fylki og í héraði, sem miðar að því að auka gæði og bæta aðgengi að náminu. Verkefnið var tekið út á árinu 2012 og skilaði úttektarteymið lokaskýrslu sinni í ágúst. Úttektin sýnir að áþreifanlegur árangur hefur náðst, sérstaklega með tilliti til aukinnar færni og getu stjórnvalda til að halda úti fullorðinsfræðslunni. Bent var á að á brattann væri að sækja þegar kæmi að útbreiðslu fræðslunnar og þeim markmiðum að fjölga nemendum. Úttektarteymið mælir með framhaldsstuðningi þar sem sérstaklega verði tekið á aðgengi og árangri nemenda og er verið að hefja undirbúning að öðrum áfanga til fjögurra ára þar sem tekið er mið af þeim ábendingum sem úttektin setti fram.
    Unnið er að gerð samstarfsáætlunar við Mósambík fyrir tímabilið 2013–2016 og er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin um mitt ár 2013.

8.3. ÚGANDA
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Gerð samstarfsáætlunar 2012–2014. Lokið: Október 2011 Í vinnslu Lokið: júní 2013
Auðlindir og mannauður: Með áherslu á fiskimál, menntun og byggðaþróun Á áætlun

    Í Úganda beinir Ísland stuðningi sínum einkum að tveimur málaflokkum: byggðaþróun og fiskimálum en veitir einnig stuðning til minni verkefna á sviði frumkvöðlafræðslu, fullorðinsfræðslu auk verkefnis sem beinist að kynbundnum áhrifum loftslagsbreytinga.
    ÞSSÍ hefur stutt byggðaþróunarverkefni í Kalangala-héraði síðan 2006. Helstu áherslur innan verkefnisins eru á sviði fiskimála, menntunar og bættrar stjórnsýslu en einnig hefur stuðningi verið beint að heilbrigðismálum. Gerð var úttekt á verkefninu 2011. Helstu niðurstöður hennar voru að verkefnið hefði skilað árangri í öllum meginatriðum en lagt er til að styrkja heilbrigðisþátt verkefnisins, efla vöktun og mat á árangri og að heimamenn taki yfir stjórn fjármála. Mælt var með áframhaldi verkefnisins næstu fimm árin. Í framhaldi af þessu hefur verið ráðist í að færa meiri ábyrgð á herðar héraðsyfirvalda í Kalanga sem nú hafa umsjón með öllum framkvæmdum og fjármálum í samstarfsverkefninu.
    ÞSSÍ styður einnig við verkefni sem hefur aukin gæði fiskafurða og aflaverðmæti að meginmarkmiði. Helstu þættir verkefnisins eru annars vegar endurbætur á aðstöðu til að meðhöndla fisk á löndunarstöðum við Albertsvatn og Kyogavatn og hins vegar þjálfun fyrir fólk sem starfar á sviðinu í bættri meðferð á afla. Aðstaða fyrir meðhöndlun á fiski hefur nú þegar verið bætt á átta löndunarstöðum og framkvæmdir eru fyrirhugaðar á fjórum til viðbótar. Hluti af uppbyggingunni felur í sér öflun á neysluhæfu vatni fyrir löndunarstaðina, en samhliða er gert ráð fyrir aðgangi íbúa í nærliggjandi þorpum að hreinu vatni. Úttekt var gerð á fiskgæðaverkefninu á árinu 2012 og komu gagnlegar ábendingar um hvað gera mætti betur. Í framhaldinu hafa áherslur í verkefninu verið skerptar. Of snemmt er að segja til um langtímaávinning af verkefninu í heild en heimamenn hafa bent á að þær hafi leitt til betra verðs fyrir afla.
    Á tímabilinu 2011–2012 var lagður grundvöllur að samstarfsverkefni um kynbundin áhrif loftslagsbreytinga og með hvaða hætti megi aðlagast eða bregðast við þeim. Framkvæmd verkefnisins er á ábyrgð loftslagsdeildar umhverfisráðuneytisins í Úganda en það nýtur fjárhagslegs stuðnings frá Danmörku, Íslandi og Noregi. Á árinu 2011 styrkti Ísland rannsókn á kynbundnum áhrifum loftslagsbreytinga, sem unnin var af Makarere-háskóla í Úganda og voru niðurstöður hennar að hluta til nýttar fyrir verkefnið. Meðal annars var skipulagt námskeið um kynbundin áhrif loftslagsbreytinga sem samstarfshópurinn, innlend stjórnvöld og Alþjóðlegi jafnréttisskólinn unnu og voru haldin fyrir starfsmenn í nokkrum héruðum í Úganda árið 2012. Alls hafa um 60 starfsmenn frá 14 héruðum sótt námskeiðið og í lok árs 2012 verður þriðja og síðasta námskeiðið haldið fyrir 50 manns frá sjö héruðum til viðbótar.
    Undanfarin ár hefur ÞSSÍ stutt þjálfunarverkefni fyrir frumkvöðla í Úganda. Verkefnið beinist að einstaklingum í smárekstri, sem vilja bæta og auka umsvifin, og veitir námskeiðið grunnþjálfun í mikilvægum þáttum rekstrarfræða. Háskólinn í Reykjavík kom að hönnun námskeiðanna og þjálfaði fyrstu kynslóð leiðbeinenda en Fjárfestingastofnun Úganda sér um framkvæmdina. Þessi námskeið hafa verið afar vinsæl og hafa um 16 þúsund manns farið í gegnum námskeiðið. Árið 2009 óskaði Belgía eftir því að setja 500 þúsund evrur til að styrkja námskeiðshaldið, og annaðist ÞSSÍ fjárreiður fyrir hönd landsins fram á mitt ár 2012.
    Unnið er að gerð samstarfsáætlunar fyrir þróunarsamvinnu Íslands og Úganda. Nú eiga sér stað viðræður og samráð við stjórnvöld í Úganda og eru línurnar teknar að skýrast um áherslur næstu ára. Gert er ráð fyrir að ný samstarfsáætlun verði tilbúin um mitt ár 2013 og muni gilda til ársloka 2016.

8.4 SVÆÐASAMSTARF
    Eins og fram kemur í kafla 6.4. hafa íslensk stjórnvöld gert samkomulag við Alþjóðabankann um stuðning við þróun jarðhitamála í Austur-Afríku. ÞSSÍ er framkvæmdaraðili fyrsta hluta verkefnisins sem snýr að aðstoð við 13 ríki í Austur-Afríku-sigdalnum við jarðhitaleit og gerð nauðsynlegra grunnrannsókna auk þess sem ríkjunum er veitt liðsinni við gerð áætlana um jarðboranir til þess að meta stærð auðlindanna. Fljótlega lýsti NDF yfir áhuga á að koma að verkefninu og í september 2012 samþykkti NDF formlega samfjármögnun upp á fimm milljónir evra í verkefninu, gegn jafnháu framlagi íslenskra stjórnvalda. Vinna við undirbúning verkefnisins hefur staðið allt árið 2012 og er verkefnaskjal nú fullbúið.
    Stefnt er að því að við lok verkefnisins hafi löndin skýra mynd af þeim möguleikum sem til staðar eru á sviði jarðhita, svæði hafi verið skilgreind fyrir mögulegar tilraunaboranir, og löndin hafi þá getu og mannauð til að fylgja málum eftir á næstu stigum til framleiðslu raforku. Miðað er við að íslensk sérþekking á sviði jarðhita muni leika stórt hlutverk í framkvæmd verkefnisins. Orkustofnun og Jarðhitaskóli HSÞ eru meðal samstarfsaðila sem koma munu að framkvæmd þess. Verkefnið var kynnt á ráðstefnu um jarðhitamál í Austur-Afríku í Naíróbí í nóvember 2012 og hafa viðræður þegar hafist við Eþíópíu, Tansaníu, Rúanda, Búrúndí og Úganda um samstarf og stuðning innan ramma verkefnisins. Vonir standa til að jákvæðar niðurstöður fáist í sex til sjö löndum sem gæfu tilefni til frekari þróunar jarðhitamála.
    Þessu til viðbótar hefur ESB óskað eftir liðsinni Íslands í að verja rúmum 500 millj. kr. til sams konar grunnjarðhitarannsókna á svæði sem liggur á mörkum Rúanda, Búrúndí og Lýðveldisins Kongó. Ráðgert er að ýta því verkefni úr vör um mitt þetta ár.

9. ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF OG VIÐMIÐ
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Sameinuðu þjóðirnar Sérstök áhersla lögð á samstarf við undirstofnanir SÞ sem sinna áherslumálum Íslands Á áætlun
Virk þátttaka í málefnavinnu gagnvart SÞ á vegum UTN og fastanefnda Á áætlun
Virkt samstarf við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Á áætlun
OECD samstarf Ísland verði aðili að DAC á framkvæmdatímabili áætlunarinnar. Á áætlun
Umbætur í fyrirkomulagi rekstrar og bókhalds vegna þróunarframlaga. Lokið: Desember 2011 Lokið
Jafningjarýni á þróunarsamvinnu Íslands fari fram fyrir endurskoðun þróunarsamvinnuáætlunar Lokið
Parísaryfirlýsingin
og Accra- aðgerðaáætlunin
Mótun tímasettra markmiða í þróunarsamvinnu Íslands með tilliti til Parísaryfirlýsingarinnar og Accra- aðgerðaáætlunarinnar. Lokið: Febrúar 2012 Í vinnslu Lokið:
sept. 2013
Virk þátttaka í starfi DAC um framgang yfirlýsingarinnar Á áætlun
    Aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum er grundvöllur þróunarsamvinnuáætlunar. Þátttaka í störfum SÞ er því þungamiðja í framlagi Íslands til alþjóðasamstarfs og stór þáttur þróunarstarfi. Fastanefndir Íslands í New York, Genf og Róm taka virkan þátt í starfi SÞ á sviði umhverfis-, auðlinda-, mannréttinda- og þróunarmála auk neyðar- og mannúðaraðstoðar, friðargæslu og friðaruppbyggingar.
    Þátttaka í starfi OECD/DAC er mikilvægur hluti af þróunarstarfi Íslands, en Ísland er þó enn ekki formlegur aðili að nefndinni. Meginhlutverk hennar er að koma á sameiginlegum viðmiðum um framkvæmd aðstoðar og veita faglegt aðhald með reglulegum úttektum og jafningjarýni, en aukinn árangur þróunarsamvinnu er eitt helsta markmið nefndarinnar. Í nóvember 2012 kom sendinefnd frá DAC og framkvæmdi sérstaka rýni á þróunarsamvinnu Íslands, en rýnin er liður í aðild Íslands að nefndinni. Niðurstöður rýninnar voru mjög jákvæðar í garð þróunarsamvinnu Íslands og kemur þar fram að þróunarsamvinna Íslands, sem byggist á traustum grunni, komi vel út í samanburði við nokkur þeirra aðildarríkja þróunarsamvinnunefndarinnar sem þykja standa sig hvað best á þessu sviði. Þá er talið aðdáunarvert að Ísland hafi skuldbundið sig til að auka framlög til þróunarsamvinnu þrátt fyrir erfiðar efnahagslegar aðstæður. Fyrirhuguð aðild að nefndinni er því talin Íslandi, sem og öðrum aðildarríkjum að nefndinni, til hagsbóta. Í skýrslunni koma einnig fram gagnlegar ábendingar sem nýttar verða til að gera þróunarstarf Íslands enn betra.
    Íslensk þróunarsamvinna tekur mið af alþjóðlegum yfirlýsingum um árangur þróunarstarfs, svo sem Parísaryfirlýsingunni (2005), Accra-aðgerðaáætluninni (2008) og Búsanyfirlýsingunni (2011). Lögð er áhersla á að unnið sé samkvæmt viðmiðum þeirra til að auka árangur þróunarstarfs og hefur ÞSSÍ sett sér tímasett markmið um framgang Parísaryfirlýsingarinnar í starfi stofnunarinnar.

10. STEFNUMÖRKUN, INNRA OG YTRA STARF
Aðgerðir samkvæmt þróunarsamvinnuáætlun Staða Aths.
Stefnumörkun
og eftirlit
Endurskoðuð þróunarsamvinnuáætlun lögð fyrir Alþingi 2013 Lokið
Utanríkisráðherra gefur skýrslu til Alþingis um framkvæmd áætlunarinnar 2013 Lokið
Regluleg skýrslugjöf til utanríkismálanefndar og fjárlaganefndar Á áætlun
Samspil tvíhliða
og marghliða þróunarsamvinnu
Stofnun fagteyma UTN og ÞSSÍ á eftirfarandi sviðum til eflingar tvíhliða- og marghliða samvinnu: Jafnréttismál, auðlindamál og verklag og eftirlit Lokið
Mótun umhverfisstefnu Í vinnslu Lokið:
apríl 2013
Mótun jafnréttisstefnu Lokið
Mannauðsstjórn Mótuð sameiginleg mannauðsstefna UTN og ÞSSÍ vegna starfa að þróunarmálum. Lok: Nóvember 2011 Lokið
Sameiginlegir málfundir og námskeið á vegum UTN og ÞSSÍ Á áætlun
Komið á starfsmannaskiptum við alþjóðastofnanir og þróunarstofnanir annarra ríkja Á áætlun
Jafna hlut kvenna og karla skv. jafnréttisstefnu í þróunarsamvinnu Á áætlun
Samstarf við frjáls félagasamtök Sérstakur fjárlagaliður fyrir samstarf við félagasamtök í fjárlögum 2012 Lokið
Hækkun hlutfalls framlaga sem renna til samstarfs við félagasamtök á tímabilinu Á áætlun
Sameiginlegar verklagsreglur og eitt umsóknarferli fyrir allt samstarf stjórnvalda og félagasamtaka Lokið
Stjórnvöld viðhaldi góðum samskiptum við samstarfshóp félagasamtaka Á áætlun
Félagasamtök sæti úttektum og öðrum eftirlitsaðgerðum sem fylgt er í þróunarstarfi Í vinnslu Tekið til nánari skoðunar við
endurskoðun
verklagsreglna 2013.
Samstarf við háskólasamfélagið Mótaðar áherslur um samstarf stjórnvalda og háskólasamfélagsins á sviði þróunarsamvinnu. Lokið: Maí 2012 Lokið
Kynning og umfjöllun Árleg sameiginleg kynningaráætlun UTN og ÞSSÍ Lokið
Ráðstefnur og málþing skipulögð í samráði við félagasamtök og háskólasamfélagið Á áætlun
Þátttaka einkaaðila í uppbyggingu Unnin verði greining á möguleikum íslenskra aðila til þátttöku í uppbyggingu atvinnuvega í þróunarlöndum. Lokið: Júní 2012 Í vinnslu Lokið: apríl 2013

    Lög um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, nr. 121/2008, sem þróunarsamvinnuáætlun byggist á, kveða á um virka aðkomu Alþingis að umfjöllun um þróunarmál, en samkvæmt lögunum skal utanríkisráðherra gefa Alþingi skýrslu á tveggja ára fresti, sem hér er lögð fram. Í þróunarsamvinnulögum er jafnframt kveðið á um að öll aðstoð Íslands skuli byggð á einum grunni, með skýr markmið að leiðarljósi. Aukið samspil tvíhliða og marghliða þróunarsamvinnu er lykilþáttur í því starfi, enda er slíkt starf markvissara og samlegðaráhrif myndast. Með það fyrir augum var samstarf utanríkisráðuneytisins og ÞSSÍ aukið og eflt með ýmsum hætti. Til að mynda hafa verið sett á fót fjögur fagteymi eins og áður hefur komið fram, en þau eru liður í því að auka skilvirkni og skerpa framkvæmd þróunarsamvinnu Íslands. Meginhlutverk teymanna er að samræma stefnu Íslands á fyrrnefndum sviðum og auka samlegðaráhrif af verkefnum Íslands á sviði þróunarsamvinnu. Teymin hafa unnið margvíslega stefnumótunarvinnu sem fjallað hefur verið um í tilheyrandi köflum. Þá hafa sameiginlegir vinnuhópar ráðuneytisins og ÞSSÍ unnið að gerð samstarfs- og aðgerðaáætlana fyrir áherslulönd Íslands auk þess sem gerð hefur verið samantekt um samstarf við háskólasamfélagið á sviði þróunarsamvinnu og möguleikar þar að lútandi kortlagðir.
    Árangursríkt starf er innt af hendi af starfsfólki sem mikilvægt er að byggja upp og hlúa að. Ekki síst á sviði þróunarsamvinnu þar sem gerðar eru ríkar kröfur um árangur og vönduð vinnubrögð í samræmi við viðmið í alþjóðlegu þróunarstarfi. Eins og kveðið er um í þróunarsamvinnuáætlun hefur verið gerð sameiginleg mannauðsstefna utanríkisráðuneytisins og ÞSSÍ. Stefnunni er ætlað að virkja og efla þann mannauð er starfar á sviði opinberrar þróunarsamvinnu og hefur að markmiði að viðhalda og styrkja faglegan grundvöll alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands. Enn fremur er henni ætlað að tryggja að til starfa ráðist hæfasta starfsfólkið hverju sinni, stuðlað sé að stöðugri starfsþróun og að fagfólk deili þekkingu þvert á stofnanir. Meðal þess sem tekið er til umfjöllunar er fræðsla, þjálfun og menntun, starfsmannaskipti og aukin áhersla á teymisvinnu auk þess sem sérstaklega er fjallað um eftirfylgni og árangursmat.
    Áherslur varðandi samstarf stjórnvalda og háskóla- og fræðasamfélagsins hafa einnig verið mótaðar í samræmi við ákvæði þróunarsamvinnuáætlunar. Samstarf utanríkisráðuneytisins við háskólasamfélagið hefur alla tíð verið gott en nú liggur fyrir að skipuleggja samstarfið með markvissari og skipulegri hætti en áður hefur verið, í þeim tilgangi að skapa frjóan jarðveg fyrir framsækna og vandaða þróunarsamvinnu. Flestir íslenskir háskólar vinna að einhverju leyti að þróunarmálum og hafa markað sér ákveðna sérstöðu, og er því góður grundvöllur fyrir auknu samstarfi. Lögð verður áhersla á rannsóknir, ráðgjöf, kennslu og þátttöku almennings í þessu samstarfi með það að markmiði að treysta fræðilegar og hagnýtar stoðir þróunarsamvinnu Íslands.
    Eins og áður hefur verið greint frá, í kafla 5.2. er samstarf við félagasamtök mikilvægur þáttur í þróunarstarfi Íslands og hefur markvisst verið unnið að markmiðum þróunarsamvinnuáætlunar um að efla samstarf við frjáls félagasamtök á Íslandi. Félagasamtökin hafa lýst ánægju með samræmt ferli og verklagsreglur fyrir úthlutanir styrkja, sem unnið hefur verið eftir, auk þess sem kominn er sérstakur fjárlagaliður fyrir styrki til þessa samstarfs. Tvö námskeið hafa verið haldin til að kynna verklag í þróunarsamvinnu fyrir félagasamtökum sem voru vel sótt. Þá stóðu utanríkisráðuneytið og ÞSSÍ fyrir tveimur námskeiðum fyrir almenning um þróunarsamvinnu í samstarfi við Rauða kross Íslands, en slíkt samstarf er kveðið á um í samstarfsyfirlýsingu við félagið. Eitt námskeið var haldið árið 2011 og annað 2012 og voru þau haldin í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands. Þá hafa félagasamtökin unnið mikilvægt kynningarstarf undanfarin tvö ár í samvinnu við ÞSSÍ undir kjörorðinu Þróunarsamvinna ber ávöxt auk þess sem veftímarit Þróunarsamvinnustofnunar hefur kynnt starf félagasamtakanna.

Skammstafanir
CERF Central Emergency Responce Fund – Neyðarsjóður Sameinuðu þjóðanna
DAC Development Assistance Committee – Þróunarsamvinnunefnd
FAO Food and Agriculture Organisation – Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna
GEST Gender Equality Studies and Training Program – Alþjóðlegi jafnréttisskólinn
HSÞ/UNU United Nations University – Háskóli Sameinuðu þjóðanna
IRENA International Renewable Energy Agency
ISAF International Security Assistance Force – Alþjóðaliðið í Afganistan
MoWA Ministry of Womens Affairs – Kvennamálaráðuneyti Afganistan
NDF Nordic Development Fund – Norræni þróunarsjóðurinn
OCHA Office for the Coordination of Humanitarian Affairs – Samræmingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum
OECD Organisation for Economic Co-operation and Development – Efnahags- og framfarastofnunin
UNDP United Nations Development Program – Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna
UNICEF United Nations Childrens Fund – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
UNFCCC United Nations Framework Convention on Climate Change – Loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna
UN Women United Nations Entity for Gender Equality and the Empowerment of Women – Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna
UNFPA United Nations Population Fund – Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna
UNHCR United Nations High Commissioner for Refugees – Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna
UNRWA United Nations Relief and Works Agency for Palestine Refugees in the Near East – Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna
VÞT Vergar þjóðartekjur
WCLAC Women's Centre for Legal Aid and Councelling
WFP World Food Program – Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna
WHO World Health Organisation – Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
SADC South African Development Community
ÞSSÍ Þróunarsamvinnustofnun Íslands

    

FRAMLÖG TIL OPINBERRAR ÞRÓUNARAÐSTOÐAR 2010–2012



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





                        


STYRKIR TIL ÍSLENSKRA FÉLAGASAMTAKA 2011–2012


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Neðanmálsgrein: 1
    1 Við gerð áætlunarinnar var einnig stuðst við lög um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu, nr. 73/2007.
Neðanmálsgrein: 2
    2     Átt er við hernumdu svæðin, Gaza og Vesturbakkann, þ.m.t. Austur-Jerúsalem, en Ísland hefur viðurkennt sjálfstæði og fullveldi Palestínu innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.
Neðanmálsgrein: 3
    3 Vergar þjóðartekjur skv. Hagstofu Íslands.
Neðanmálsgrein: 4
    4 Spá Hagstofu Íslands um VÞT, 2. nóvember 2012.
Neðanmálsgrein: 5
    5     Framlög til alþjóðastofnana sem eyrnamerkt eru tilteknum ríkjum eða afmörkuðum verkefnum eru kölluð „fjölþjóðleg-tvíhliða framlög“ (e. multi-bilateral) og eru talin fram sem tvíhliða framlög í tölfræði DAC.
Neðanmálsgrein: 6
    6     Fiskimál er hér notað sem samheiti yfir fiskveiðistjórn, fiskveiðar í sjó og vötnum, meðhöndlun og fiskvinnslu ásamt fiskeldi.
Neðanmálsgrein: 7
    7     6% almennra fjárframlaga til friðargæslu SÞ eru talin fram sem þróunaraðstoð samkvæmt viðmiðum DAC.
Neðanmálsgrein: 8
    8 Ályktanir nr. 1325, 1820, 1888, 1889 og 1960.
Neðanmálsgrein: 9
    9 Innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.
Neðanmálsgrein: 10
    1     Þegar vísað er í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 er jafnframt átt við ályktanir 1820, 1888, 1889 og 1960 um konur, frið og öryggi.
Neðanmálsgrein: 11
    2     Innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.
Neðanmálsgrein: 12
    3     Þegar vísað er í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 í töflunni, er jafnframt átt við ályktanir 1820, 1888, 1889 og 1960 um konur, frið og öryggi.