Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 560. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1064  —  560. mál.




Svar



umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur
um verktakasamninga.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir hafa starfað á verktakasamningum í ráðuneytinu á tímabilinu 1. maí 2011 til 20. janúar 2013?
    
    Í ráðuneytinu hefur einn sérfræðingur verið starfandi með viðveru í ráðuneytinu samkvæmt samningi á umræddu tímabili, þ.e. frá sl. áramótum, sem nemur 10% starfi vegna ýmissa verkefna í tengslum við mannauðsmál.
    Jafnframt hafa verið gerðir sjö verktakasamningar á tímabilinu, þ.e. við KPMG um ráðgjöf vegna samantektar á upplýsingum um meðalverð losunarheimilda, við Mið ehf. um ráðgjöf á sviði stjórnunarráðgjafar vegna breyttrar skipunar ráðuneyta, við Hrafnhildi Bragadóttur um sérfræðiþjónustu vegna vinnu við frumvarp til laga um breytingar á loftslagsmálalögum, við G&T um sérfræðiþjónustu vegna undirbúnings frumvarps um breytingar á skipulagslögum, við Aagot Vigdísi Óskarsdóttur um sérfræðiþjónustu vegna endurskoðunar náttúruverndarlaga, við Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. um sérfræðiþjónustu vegna vinnu við landsáætlun um meðhöndlun úrgangs og við Stjórnhætti slf. um sérfræðiþjónustu vegna vinnu við breytta skipan stofnana umhverfismála, skipulagsmála og þjóðgarða.