Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 21. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 26  —  21. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um kostnað við fjölgun ráðherra.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.


     1.      Hver er áætlaður árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs við að fjölga ráðherrum um tvo, þ.e.:
                  a.      heildarlaunakostnaður tveggja ráðherra,
                  b.      heildarlaunakostnaður aðstoðarmanna þeirra,
                  c.      heildarlaunakostnaður ritara þeirra,
                  d.      heildarlaunakostnaður bílstjóra þeirra,
                  e.      heildarlaunakostnaður ráðgjafa eða annarra viðbótarstarfsmanna,
                  f.      viðbótarferðakostnaður tveggja ráðherra og föruneyta þeirra, þ.m.t. dagpeningar,
                  g.      aukinn húsnæðiskostnaður, þ.m.t. kostnaður vegna breytinga á húsnæði,
                  h.      annar mögulegur viðbótarkostnaður, ótilgreint?
     2.      Hver er þar með áætlaður viðbótarkostnaður á kjörtímabilinu í heild haldist skipan mála óbreytt í fjögur ár?
     3.      Hver yrði viðbótarkostnaður í heild vegna biðlauna ef stjórnarskipti yrðu á kjörtímabilinu eða í lok þess og viðkomandi ráðherrar og þeir starfsmenn sem þeir hafa ráðið sérstaklega hyrfu úr starfi og þægju biðlaun?


Skriflegt svar óskast.