Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 51. máls.
142. löggjafarþing 2013.
Þingskjal 121  —  51. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um framlög til eftirlitsstofnana.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hvaða stofnanir sem sinna eftirlitshlutverki eru reknar fyrir framlög úr ríkissjóði og afla ekki sjálfar tekna fyrir stærsta hluta rekstrarkostnaðar og hver eru áætluð útgjöld hverrar stofnunar fyrir sig á árinu 2013?
     2.      Hvaða stofnanir sem sinna eftirlitshlutverki eru reknar fyrir framlög sem koma annars staðar frá en úr ríkissjóði eða fyrir tekjur sem þær afla sjálfar og hver eru áætluð útgjöld hverrar þessara stofnana fyrir sig á árinu 2013? Upplýsingar um hvaðan framlög koma til hverrar stofnunar fylgi.
     3.      Hvaða áhrif hefur það á ríkissjóð að lækka framlög til eftirlitsstofnana sem eru reknar með framlögum frá öðrum en ríkissjóði?


Skriflegt svar óskast.