Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 64. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Prentað upp.

Þingskjal 64  —  64. mál.
Viðbót. Skriflegt svar.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra.


Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi?
     2.      Hvaða breytingar þarf að gera á regluverki er varða skyldur ríkis og sveitarfélaga í tengslum við lögfestingu samningsins?
     3.      Hver er áætlaður kostnaður við fulla innleiðingu samningsins í íslensk lög?


Skriflegt svar óskast.