Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 113. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 116  —  113. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um nauðungarsölur.


Frá Elsu Láru Arnardóttur.


     1.      Er ráðherra reiðubúinn að grípa til aðgerða til að lengja samþykkisfrest á nauðungarsölum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum meðan beðið er aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna og álits EFTA-dómstólsins á lögmæti verðtryggingar á fasteignalánum sem Hæstiréttur hefur óskað eftir?
     2.      Er ráðherra reiðubúinn að leggja til að samþykkisfrestur verði lengdur úr þremur vikum í sex mánuði þegar um einstakling er að ræða sem á lögheimili í þeirri fasteign sem krafist er uppboðs á vegna fasteignaveðlána?


Skriflegt svar óskast.