Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 117. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 120  —  117. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um afplánun.

Frá Þorsteini Magnússyni.


     1.      Hversu hátt hlutfall þeirra fanga sem nú sitja í fangelsum eru að afplána skemmri refsingu en 12 mánuði óskilorðsbundið?
     2.      Kemur til greina af hálfu ráðherra að beita sér fyrir lagabreytingum sem feli í sér auknar heimildir til handa Fangelsismálastofnun til að leyfa þeim sem hlotið hafa refsidóma að afplána þá undir rafrænu eftirliti í stað fangelsis, t.d. þeim sem dæmdir hafa verið til skemmri fangelsisvistar en 12 mánaða óskilorðsbundið?


Skriflegt svar óskast.