Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 83. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 140  —  83. mál.




Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur
um úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvert er úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs árin 2007–2013? Óskað er upplýsinga um heildarfjárveitingu sjóðsins, fjölda umsókna og fjölda samþykktra umsókna.

    Á fjárlögum ársins 2007 nam framlag til Rannsóknasjóðs alls 590 millj. kr. en í lok þess tímabils, þ.e. árið 2013, nam framlag á fjárlögum alls 1.305 millj. kr. Meðalfjárveiting í Rannsóknasjóð á tímabilinu 2007 til 2013 nam um 834 millj. kr. á ári.
    Fjöldi umsókna í Rannsóknasjóð á tímabilinu var að jafnaði 341 umsókn en þá er lagður saman fjöldi umsókna um nýja styrki og fjöldi samþykktra framhaldsumsókna. Flestar umsóknir bárust sjóðnum árið 2007 eða 378 en fæstar árið 2013 eða 314. Á tímabilinu styrkti Rannsóknasjóður ríflega þúsund verkefni eða tæplega 150 verkefni á ári að meðaltali. Sjóðurinn styrkti flest verkefni árið 2007 eða 188 en fæst verkefni árið 2012 eða 125.
    Úthlutunarhlutfall Rannsóknasjóðs er miðað við umsóknir um ný verkefni. Því upplýsist það hér að miðað við fjölda umsókna um ný verkefni var úthlutunarhlutfall á umræddu tímabili, 2007 til 2013, á bilinu 15% til 29% en á bilinu 14% til 32% sé miðað við sóknarfjárhæð.
    Hér að aftan er tafla yfir fjárveitingar, fjölda umsókna og fjölda veittra styrkja 2007–2013.

Rannsóknasjóður 2007–2013.

Fjárhæðir í millj. kr. 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Fjárlög 590 750 815 815 782,5 782,5 1.305
Fjöldi umsókna um nýja styrki 252 244 240 258 240 266 236
Fjöldi styrkja til nýrra verkefna 62 71 51 47 37 47 65
Árangurshlutfall vegna umsókna     um nýja styrki (m.v. fjölda) 24,6% 29,1% 21,3% 18,2% 15,4% 17,7% 27,5%
Sóknarupphæð umsókna um nýja     styrki 862 960 1.333 1.477 1.578 1.745 1.668
Heildarupphæð nýrra styrkja 213 303 313 273 214 298 416
Árangurshlutfall vegna umsókna     um nýja styrki (m.v. upphæð) 24,7% 31,6% 23,5% 18,5% 13,6% 17,1% 24,9%
Fjöldi samþykktra framhaldsverkefna 126 99 83 102 90 78 78
Heildarupphæð framhaldsstyrkja 381 362 458 547 574 473 499
Heildarfjöldi verkefna
    (ný verkefni og framhaldsverkefni)
188 170 134 149 127 125 143
Heildarúthlutun til verkefna 594 665 771 820 788 771 915