Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 149. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 172  —  149. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um undanþágur frá gildissviði upplýsingalaga.

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hverjir hafa átt frumkvæði að því að gera tillögu um undanþágu lögaðila frá gildissviði upplýsingalaga, nr. 140/2012, á grundvelli 3. mgr. 2. gr. laganna?
     2.      Í hve mörgum tilvikum hefur ekki verið farið að slíkum tillögum og hvaða röksemdir hafa legið þar að baki?
     3.      Á hvaða grundvelli var lögaðilum sem taldir eru upp í auglýsingu nr. 600 frá 28. júní 2013 og auglýsingu nr. 613 frá 1. júlí 2013 veitt undanþága frá upplýsingalögum og hverjar voru í hverju tilviki helstu röksemdir fyrir undanþágunum í lögbundnum umsögnum Samkeppniseftirlitsins?
     4.      Að hvaða leyti dugir heimild skv. 4. tölul. 10. gr. upplýsingalaga, sem gengur skemmra en 3. mgr. 2. gr., ekki til að vernda samkeppnishagsmuni þeirra lögaðila sem fengu undanþágu frá upplýsingalögum samkvæmt framangreindum auglýsingum?


Skriflegt svar óskast.