Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 162. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 193  —  162. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um áhrif skilmálabreytingar
á skuldabréfi ríkissjóðs til Seðlabanka Íslands.


Frá Oddnýju G. Harðardóttur.



     1.      Mun lækkun vaxta um 10,7 milljarða kr. vegna breytingar á skilmálum skuldabréfs sem ríkissjóður lagði til Seðlabanka Íslands hafa áhrif á arðgreiðslur til ríkissjóðs frá Seðlabankanum á árinu 2014? Ef svo er, er þá gert ráð fyrir því í áætluðum arðgreiðslum í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014?
     2.      Getur fjármála- og efnahagsráðuneytið einhliða ákveðið lengingu á téðu skuldabréfi og lækkun á vöxtum þess? Samræmist sú aðgerð sjálfstæði Seðlabankans og ákvæðum laga um bankann?
     3.      Telur ráðherra að breytingin á skilmálum bréfsins leiði til peningalegrar slökunar, sbr. áhyggjur Seðlabankans sem fram koma í Peningamálum 2013/4? Hvert er mat ráðherra á áhrifum skilmálabreytingarinnar á peningamagn í umferð, verðbólgu og hag ríkissjóðs?


Skriflegt svar óskast.