Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 257. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 501  —  257. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur um rannsókn
á tengslum rússneskra aðila við íslenska banka.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Telur ráðherra ástæðu til að rannsakað verði hvort orðrómur um tengsl rússneskra aðila við íslensku bankana fyrir hrun eigi við rök að styðjast, t.d. á þann hátt að Alþingi skipaði rannsóknarnefnd samkvæmt lögum nr. 68/2011?

    Í fyrirspurninni kemur ekki fram hvert sé nákvæmlega efni þess orðróms sem óskað er eftir að ráðherra taki afstöðu til hvort rannsaka skuli. Sé um að ræða rannsókn á orðrómi um meint óeðlileg tengsl við íslenska banka í aðdraganda hruns fjármálakerfisins hér á landi er bent á að rannsókn slíkra mála eða ákvörðun um slíka rannsókn er ekki á málefnasviði forsætisráðherra eða forsætisráðuneytisins heldur samkvæmt lögum á hendi eftirlitsaðila á sviði fjármálastarfsemi og eftir atvikum lögreglu og ákæruvalds.