Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 302. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 584  —  302. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um fegrunar- og lýtaaðgerðir á kynfærum kvenna.


Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvaða reglur gilda um upplýsingagjöf lýtalækna til landlæknis um lýtaaðgerðir? Er munur á upplýsingagjöfinni eftir því hvort aðgerðirnar eru gerðar af læknisfræðilegum ástæðum eða af öðrum ástæðum?
     2.      Hversu margar lýtaaðgerðir eru gerðar árlega á kynfærum kvenna? Hversu margar af þeim eru gerðar á skapabörmum? Hversu margar eru til þrengingar á leggöngum? Hversu margar þeirra eru hvíttunaraðgerðir í kringum endaþarm og kynfæri? Hversu margar brjóstastækkanir eru framkvæmdar árlega?
     3.      Hversu margar lýtaaðgerðir á skapabörmum eru gerðar á stúlkum undir 18 ára aldri?
     4.      Hverjar eru skyldur lýtalækna varðandi fræðslu til sjúklinga um hugsanlegar auka- eða hliðarverkanir aðgerða, um nauðsynlegt reglulegt eftirlit eftir aðgerðir og um möguleg áhrif þessara aðgerða á fæðingar og brjóstagjöf?


Skriflegt svar óskast.