Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 304. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 586  —  304. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hvert er hlutfall losunarheimilda sem boðnar hafa verið upp á grundvelli viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir og fallið hafa íslenskum bjóðendum í skaut? Hvaða fjárhæðir má ætla að þeir hafi greitt fyrir losunarheimildirnar? Svar óskast sundurliðað eftir viðskiptatímabilum og íslenskum bjóðendum.
     2.      Hverjar hafa tekjur íslenska ríkisins verið af útboðum losunarheimilda og hverjar má áætla að þær verði næstu þrjú viðskiptatímabil? Svar óskast sundurliðað eftir viðskiptatímabilum.
     3.      Hvort eru tekjur ríkisins af sölu losunarheimilda skilgreindar sem leigutekjur eða skatttekjur í fjárlögum og ríkisreikningi?
     4.      Er það rétt að áður en tekið var að úthluta losunarheimildum á grundvelli uppboða hafi úthlutunin farið fram á grundvelli meginreglu um sögulegan útblástur eða sögulegan rekstur? Ef svo er, hverjar eru ástæður þess að horfið var frá þeirri úthlutunarleið og tekið að bjóða heimildirnar upp?
     5.      Telur ráðherra úthlutun á grundvelli uppboðs færa og heppilega leið við að úthluta takmörkuðum náttúrugæðum eins og losunarheimildum? Ef ekki, hvaða aðrar leiðir telur ráðherra heppilegar?


Skriflegt svar óskast.