Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 307. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 589  —  307. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um sjúkraflug.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hve oft á árunum 2008–2013 var sjúkraflugvél ekki tiltæk þegar eftir henni var kallað?
     2.      Hversu marga daga á árinu 2013 voru varavélar Mýflugs í útleigu erlendis eða bundnar í öðrum verkefnum?
     3.      Hversu oft á síðasta ári sinnti Landhelgisgæsla Íslands sjúkraflugi og hversu oft Mýflug?
     4.      Hversu mikið greiðir Isavia Mýflugi árlega fyrir rekstur flugvélar sinnar?
     5.      Hversu mikið greiðir ríkið Mýflugi árlega fyrir að halda úti sjúkraflugi?
     6.      Hvenær má vænta niðurstöðu athugunar á því hvort hagkvæmt sé fyrir ríkið að hafa sjúkraflugið allt á einni hendi, þ.e. hjá Landhelgisgæslu Íslands?


Skriflegt svar óskast.