Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 346. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 650  —  346. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um ættleiðingar.

Frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur.


     1.      Hve margir hafa frá 2008 ættleitt börn frá útlöndum? Um hve mörg pör er að ræða? Hve mörg þeirra eru samkynhneigð pör?
     2.      Hver eru helstu lönd sem er ættleitt frá?
     3.      Hefur ráðuneytið fengið einhverjar athugasemdir um að erfitt sé fyrir samkynhneigð pör að ættleiða? Ef svo er, er erfiðara fyrir samkynhneigð pör að ættleiða frá einhverjum ákveðnum löndum fremur en öðrum?
     4.      Hefur verið skoðað að gera samninga við lönd sem ekki er ættleitt frá sem stendur en leyfa ættleiðingar til samkynhneigðra?


Skriflegt svar óskast.