Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 382. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 702  —  382. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um byggingar á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Í hve mörgum vannýttum byggingum á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar greiðir ríkið fyrir hita, rafmagn og viðhald og um hve marga fermetra er að ræða?
     2.      Hver er árlegur rekstrarkostnaður ríkisins við þessar byggingar?
     3.      Hver er staðan á rafkerfisbreytingum í umræddum byggingum? Hver hefur kostnaðurinn við breytingarnar verið og hver fjármagnaði hann? Hver er áætlaður heildarkostnaður við rafkerfisbreytingar?


Skriflegt svar óskast.