Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 411. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 742  —  411. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um barnabætur.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hvaða reglur gilda um útreikning barnabóta? Hverjar eru óskertar barnabætur hjóna og einstæðra foreldra? Hvernig reiknast tekjuskerðingar barnabóta?
     2.      Urðu einhverjar breytingar á reglunum fyrir árið 2014 miðað við útreikning 2013? Ef svo er ekki, af hverju var reglunum ekki breytt í ljósi þess að hækkandi tekjur foreldra draga úr barnabótum í heild sinni? Ef svarið er já, í hverju fólust breytingarnar?