Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 473. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 819  —  473. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um land sem ríkið leigir sveitarfélögum.

Frá Páli Jóhanni Pálssyni.


     1.      Hver er stefna ríkisins varðandi verðlagningu lands sem það leigir sveitarfélögum til atvinnuuppbyggingar?
     2.      Hefur ríkið innheimt gjald fyrir byggingarrétt á landi sem það leigir sveitarfélögum, til viðbótar við árlega lóðarleigu? Ef svo er, hvar hefur það verið gert og hvað hafa sveitarfélögin þurft að greiða annars vegar fyrir byggingarrétt og hins vegar í lóðarleigu?


Skriflegt svar óskast.