Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 478. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 828  —  478. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um makrílgöngur í íslenskri lögsögu.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hvaða upplýsingar liggja fyrir um að makrílgöngur í íslenskri lögsögu séu að hluta af norður-amerískum uppruna?
     2.      Hversu stór gæti sá hluti verið og hvaðan er líklegt að hann komi?
     3.      Hefur makríll af þessum uppruna komið fram í lögsögu annarra Evrópuríkja?
     4.      Hvaða þýðingu kunna þessar upplýsingar að hafa fyrir stöðu Íslands í samningum við aðrar þjóðir um skiptingu makrílstofnsins? Óskað er ítarlegra upplýsinga.


Skriflegt svar óskast.